Öl-drunarheimili Ólafur Þ. Stephensen skrifar 20. júlí 2012 06:00 Sú jákvæða og skemmtilega frétt var á forsíðu Fréttablaðsins í fyrradag að á Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra í Reykjavík, stæði til að endurnýja matsalinn, gera þar kaffihúsastemningu og gefa vistmönnum og gestum þeirra kost á að kaupa sér bjór og léttvín. Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, sagði í samtali við blaðið að um ákveðna byltingu í þjónustu við íbúana væri að ræða. Heimilisfólk gæti fengið ættingja og vini í heimsókn og setzt niður á kaffihúsinu með þeim, en margt af fólkinu ætti erfitt með að fara á kaffihús úti í bæ. Svo væri tilvalið að panta bjór eða léttvín með matnum, til dæmis þegar meira væri lagt í kvöldverðinn við hátíðleg tækifæri. „Og ef heimilismenn vilja setjast út í sólina með rauðvín þá er það bara hið bezta mál." Fyrirfram hefði mátt búast við að forsvarsmenn samtaka eldri borgara fögnuðu þessari auknu þjónustu og hvettu til þess að hún yrði tekin upp á sem flestum elliheimilum. Það er þó greinilega ekki einhlítt. Í Fréttablaðinu í gær segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, að það slái hana illa að vínveitingaleyfi verði á kaffihúsinu á Hrafnistu. Hún telji ekki að breytingin verði til þess að eldra fólki líði vel. „Ég er nú bindindismanneskja í eðli mínu og finnst þetta dálítið furðulegt og skil þetta ekki almennilega," segir Jóna. Hún vísar til upplýsinga um að ofneyzla áfengis sé vaxandi vandamál hjá öldruðum. Í þessum ummælum kristallast því miður tvær rótgrónar forsendur íslenzkrar áfengisstefnu, sem báðar eru byggðar á misskilningi. Annars vegar að vegna þess að sumir misnota áfengi eigi að leitast við að takmarka alla notkun á því, í stað þess að einbeita sér að misnotkuninni. Hins vegar að einstaklingurinn eigi bara tvo kosti í umgengni við áfengi: Að snerta það ekki, aldrei nokkurn tímann, eða verða áfengisbölinu að bráð. Nú skulum við alls ekki gera lítið úr áfengisbölinu. Margir eru veikir fyrir víni og eiga að láta það vera. En hinir eru miklu fleiri, sem umgangast áfengi með ábyrgum hætti. Það á jafnt við um aldraða og annað fullorðið fólk. Það á að taka á vanda þeirra sem drekka of mikið, eins og gert er á dvalarheimilum aldraðra nú þegar, en leyfa hinum að njóta þess að neyta áfengra drykkja í hófi. Það er rétt sem Erling Garðar Jónasson, formaður Samtaka aldraðra, segir í Fréttablaðinu í gær: „Við skulum heldur ekki gleyma því að fólk fer bara og nær í áfengi ef það vill það. Ef það kemst ekki sjálft þá sendir það leigubíl eftir því. Þá verður neyslan meiri og erfiðari og meiri leyndarhjúpur yfir henni." Þótt elliheimilin séu stofnanir eru þau – eins og nafnið gefur til kynna – heimili fólks. Og heima hjá sér vill fólk geta átt góða stund með vinum og ættingjum yfir vínglasi, eins og árþúsunda hefð er fyrir í menningu okkar. Það er líka miklu skemmtilegra að fá sér öllara á heimiliskaffihúsinu eða sunnan undir vegg á fallegum degi í góðum félagsskap en einn inni á herbergi. Það að flytja á elliheimili á ekki að þýða að fólk sé dæmt til meinlætalifnaðar og að sætta sig við ofsoðna ýsu og þunnt spítalakaffi. Fólk á að halda áfram að njóta þess sem það er vant að njóta og hafa gaman af. Og skál fyrir því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Sú jákvæða og skemmtilega frétt var á forsíðu Fréttablaðsins í fyrradag að á Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra í Reykjavík, stæði til að endurnýja matsalinn, gera þar kaffihúsastemningu og gefa vistmönnum og gestum þeirra kost á að kaupa sér bjór og léttvín. Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, sagði í samtali við blaðið að um ákveðna byltingu í þjónustu við íbúana væri að ræða. Heimilisfólk gæti fengið ættingja og vini í heimsókn og setzt niður á kaffihúsinu með þeim, en margt af fólkinu ætti erfitt með að fara á kaffihús úti í bæ. Svo væri tilvalið að panta bjór eða léttvín með matnum, til dæmis þegar meira væri lagt í kvöldverðinn við hátíðleg tækifæri. „Og ef heimilismenn vilja setjast út í sólina með rauðvín þá er það bara hið bezta mál." Fyrirfram hefði mátt búast við að forsvarsmenn samtaka eldri borgara fögnuðu þessari auknu þjónustu og hvettu til þess að hún yrði tekin upp á sem flestum elliheimilum. Það er þó greinilega ekki einhlítt. Í Fréttablaðinu í gær segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, að það slái hana illa að vínveitingaleyfi verði á kaffihúsinu á Hrafnistu. Hún telji ekki að breytingin verði til þess að eldra fólki líði vel. „Ég er nú bindindismanneskja í eðli mínu og finnst þetta dálítið furðulegt og skil þetta ekki almennilega," segir Jóna. Hún vísar til upplýsinga um að ofneyzla áfengis sé vaxandi vandamál hjá öldruðum. Í þessum ummælum kristallast því miður tvær rótgrónar forsendur íslenzkrar áfengisstefnu, sem báðar eru byggðar á misskilningi. Annars vegar að vegna þess að sumir misnota áfengi eigi að leitast við að takmarka alla notkun á því, í stað þess að einbeita sér að misnotkuninni. Hins vegar að einstaklingurinn eigi bara tvo kosti í umgengni við áfengi: Að snerta það ekki, aldrei nokkurn tímann, eða verða áfengisbölinu að bráð. Nú skulum við alls ekki gera lítið úr áfengisbölinu. Margir eru veikir fyrir víni og eiga að láta það vera. En hinir eru miklu fleiri, sem umgangast áfengi með ábyrgum hætti. Það á jafnt við um aldraða og annað fullorðið fólk. Það á að taka á vanda þeirra sem drekka of mikið, eins og gert er á dvalarheimilum aldraðra nú þegar, en leyfa hinum að njóta þess að neyta áfengra drykkja í hófi. Það er rétt sem Erling Garðar Jónasson, formaður Samtaka aldraðra, segir í Fréttablaðinu í gær: „Við skulum heldur ekki gleyma því að fólk fer bara og nær í áfengi ef það vill það. Ef það kemst ekki sjálft þá sendir það leigubíl eftir því. Þá verður neyslan meiri og erfiðari og meiri leyndarhjúpur yfir henni." Þótt elliheimilin séu stofnanir eru þau – eins og nafnið gefur til kynna – heimili fólks. Og heima hjá sér vill fólk geta átt góða stund með vinum og ættingjum yfir vínglasi, eins og árþúsunda hefð er fyrir í menningu okkar. Það er líka miklu skemmtilegra að fá sér öllara á heimiliskaffihúsinu eða sunnan undir vegg á fallegum degi í góðum félagsskap en einn inni á herbergi. Það að flytja á elliheimili á ekki að þýða að fólk sé dæmt til meinlætalifnaðar og að sætta sig við ofsoðna ýsu og þunnt spítalakaffi. Fólk á að halda áfram að njóta þess sem það er vant að njóta og hafa gaman af. Og skál fyrir því.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun