Erlent

Tæplega 50 börn myrt í fjöldamorðunum í Sýrlandi

Annan og Assad Kofi Annan, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna og Arababandlagsins í Sýrlandi, hitti Bashar al-Assad Sýrlandsforseta á tveimur fundum fyrr á árinu.
Annan og Assad Kofi Annan, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna og Arababandlagsins í Sýrlandi, hitti Bashar al-Assad Sýrlandsforseta á tveimur fundum fyrr á árinu. MYND / AP
Kofi Annan er kominn til Sýrlands þar sem hann vonast til þess að koma á friðarviðræðum á milli sýrlenskra stjórnvalda og uppreisnarmanna.

Annan sagði við komuna til Damascus að honum væri verulega brugðið og fylltur hryllingi yfir því að heyra af fjöldamorðunum í Houla þar sem yfir hundrað manns, þar á meðal konur og börn, voru myrt.

Andstæðingum greinir á um hvað átti sér stað. Þannig vilja uppreisnarmenn meina að stjórnarhermenn hafi skotið á allt og alla á götum úti og farið svo inn á heimili þar sem íbúar voru stungnir og skotnir til bana. Þessu neita sýrlensk stjórnvöld. Sameinuðu þjóðirnar segja að 49 börn hafi verið myrt í árásinni og 34 konur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×