Afbökun sannleikans Helga Katrín Tryggvadóttir og Jón Selmuson Guðmundsson skrifar 23. október 2012 06:00 Er hægt að fjalla um sína „upplifun" af atburði án þess að vera viðstaddur? Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, virðist vera fær um slíkt ef marka má erindi hans í Valhöll þann 16. október. Ýmis ummæli hans í því erindi vekja furðu, en ekki síst þau sem hann lét falla um „árásina" á Alþingi 8. desember 2008, þar sem um þrjátíu manns gerðu tilraun til að fara á þingpalla Alþingis. Níu úr þeim hópi voru í kjölfarið ákærð fyrir brot á 100. grein hegningarlaga (valdarán) og áttu yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Öll ákærðu voru sýknuð og telur Geir að almenningsálitið hafi haft áhrif á dómarana í málinu. Ummæli lögregluþjónsins bera þess merki að hann hafi litla trú á sjálfstæði dómstóla, nokkuð sem vekur athygli í ljósi þess að viðkomandi hefur um árabil unnið við það að færa fólk fram fyrir þá. Ef dómstólar sveigjast sem lauf í vindi sökum ábendinga almennings um að réttarhöldin væru pólitísk, hversu hæfir eru þeir þá í öðrum málum? Í öllu falli er um að ræða býsna alvarlega gagnrýni á íslenska dómstóla frá fyrrum háttsettum manni innan lögreglunnar. Varðandi dóminn sjálfan, þá getum við raunar fullyrt að í þessu máli hafi lögregluþjónninn rangt fyrir sér. Það var ekki almenningsálitinu að þakka að flestir sakborningar voru sýknaðir. Við undirrituð vorum viðstödd nær öll réttarhöldin og það sem við sáum ekki með eigin augum lásum við frá orði til orðs þar sem bloggað var úr réttarsalnum (www.rvk9.org). Augljóst er í málsgögnum að engin sönnunargögn eða áreiðanlegir vitnisburðir gáfu til kynna að hundraðasta grein hegningarlaga hefði verið brotin, né að það hefði staðið til. Hins vegar hlaut lögreglan áfellisdóm í málinu. Hún átti að miklu leyti sök á glundroðanum sem skapaðist í þinghúsinu þennan dag, þar sem hluti lögreglumannanna reyndi að koma í veg fyrir að hópurinn kæmist upp stigann og á þingpallana, á meðan aðrir reyndu að koma í veg fyrir niðurgöngu hópsins úr stiganum. Einu sakfellingarnar voru fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu og hindra hana í starfi en eins og fram kom í vitnaleiðslum voru þau fyrirmæli bæði óljós og misvísandi. Ákærðu voru sýknuð af öllum öðrum ákæruliðum. Framburður lögreglumannanna og þingvarða fyrir dómi var einnig misvísandi og óljós, rétt eins og skipanir þeirra umræddan dag. Samkvæmt vitnaleiðslum þá virtust þeir ekki einu sinni vita hver stjórnaði lögregluaðgerðinni. En hvaða máli skiptir það nú að Geir Jón tjái sig um sína „upplifun"? Hefur hann ekki rétt til að segja sína skoðun eins og aðrir? Alvarleikinn er sá að sem fyrrum yfirmaður í lögreglunni hefur hann töluvert meiri vigt í umræðunni en leikmaðurinn. Fyrir einhvern sem hefur kynnt sér málið til hlítar, lesið gögnin og hlustað á vitnaleiðslur í málinu (sem hann virðist ekki hafa gert) þá hljóma ásakanir Geirs sem argasta lygi. Og það sem verra er; lygi sem sett er fram í pólitískum tilgangi til þess að stjórnmálaflokkur hans nái til sín völdum. Eini tilgangur þeirra þrjátíu sem fóru inn í þinghúsið þennan dag var að koma skilaboðum áleiðis til þingsins. Ekkert þeirra var vopnað. Eitt þeirra bar á sér blaðsnepil með hættulegum orðum: „Þetta hús þjónar ekki tilgangi sínum lengur". Hefðu nímenningarnir verið dæmdir fyrir aðför að Alþingi þá hefði verið um að ræða alvarlega aðför að réttindum okkar. Ef við lítum svo á að sannleikur sé vald þá má líkja afbökun á sannleikanum við valdarán. Hið raunverulega valdarán er að eiga sér stað núna, fyrir framan augun á okkur, þar sem lögregluforinginn og fylgismenn hans í Valhöll endurskrifa sannleikann til þess að koma sjálfum sér til valda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Er hægt að fjalla um sína „upplifun" af atburði án þess að vera viðstaddur? Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, virðist vera fær um slíkt ef marka má erindi hans í Valhöll þann 16. október. Ýmis ummæli hans í því erindi vekja furðu, en ekki síst þau sem hann lét falla um „árásina" á Alþingi 8. desember 2008, þar sem um þrjátíu manns gerðu tilraun til að fara á þingpalla Alþingis. Níu úr þeim hópi voru í kjölfarið ákærð fyrir brot á 100. grein hegningarlaga (valdarán) og áttu yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Öll ákærðu voru sýknuð og telur Geir að almenningsálitið hafi haft áhrif á dómarana í málinu. Ummæli lögregluþjónsins bera þess merki að hann hafi litla trú á sjálfstæði dómstóla, nokkuð sem vekur athygli í ljósi þess að viðkomandi hefur um árabil unnið við það að færa fólk fram fyrir þá. Ef dómstólar sveigjast sem lauf í vindi sökum ábendinga almennings um að réttarhöldin væru pólitísk, hversu hæfir eru þeir þá í öðrum málum? Í öllu falli er um að ræða býsna alvarlega gagnrýni á íslenska dómstóla frá fyrrum háttsettum manni innan lögreglunnar. Varðandi dóminn sjálfan, þá getum við raunar fullyrt að í þessu máli hafi lögregluþjónninn rangt fyrir sér. Það var ekki almenningsálitinu að þakka að flestir sakborningar voru sýknaðir. Við undirrituð vorum viðstödd nær öll réttarhöldin og það sem við sáum ekki með eigin augum lásum við frá orði til orðs þar sem bloggað var úr réttarsalnum (www.rvk9.org). Augljóst er í málsgögnum að engin sönnunargögn eða áreiðanlegir vitnisburðir gáfu til kynna að hundraðasta grein hegningarlaga hefði verið brotin, né að það hefði staðið til. Hins vegar hlaut lögreglan áfellisdóm í málinu. Hún átti að miklu leyti sök á glundroðanum sem skapaðist í þinghúsinu þennan dag, þar sem hluti lögreglumannanna reyndi að koma í veg fyrir að hópurinn kæmist upp stigann og á þingpallana, á meðan aðrir reyndu að koma í veg fyrir niðurgöngu hópsins úr stiganum. Einu sakfellingarnar voru fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu og hindra hana í starfi en eins og fram kom í vitnaleiðslum voru þau fyrirmæli bæði óljós og misvísandi. Ákærðu voru sýknuð af öllum öðrum ákæruliðum. Framburður lögreglumannanna og þingvarða fyrir dómi var einnig misvísandi og óljós, rétt eins og skipanir þeirra umræddan dag. Samkvæmt vitnaleiðslum þá virtust þeir ekki einu sinni vita hver stjórnaði lögregluaðgerðinni. En hvaða máli skiptir það nú að Geir Jón tjái sig um sína „upplifun"? Hefur hann ekki rétt til að segja sína skoðun eins og aðrir? Alvarleikinn er sá að sem fyrrum yfirmaður í lögreglunni hefur hann töluvert meiri vigt í umræðunni en leikmaðurinn. Fyrir einhvern sem hefur kynnt sér málið til hlítar, lesið gögnin og hlustað á vitnaleiðslur í málinu (sem hann virðist ekki hafa gert) þá hljóma ásakanir Geirs sem argasta lygi. Og það sem verra er; lygi sem sett er fram í pólitískum tilgangi til þess að stjórnmálaflokkur hans nái til sín völdum. Eini tilgangur þeirra þrjátíu sem fóru inn í þinghúsið þennan dag var að koma skilaboðum áleiðis til þingsins. Ekkert þeirra var vopnað. Eitt þeirra bar á sér blaðsnepil með hættulegum orðum: „Þetta hús þjónar ekki tilgangi sínum lengur". Hefðu nímenningarnir verið dæmdir fyrir aðför að Alþingi þá hefði verið um að ræða alvarlega aðför að réttindum okkar. Ef við lítum svo á að sannleikur sé vald þá má líkja afbökun á sannleikanum við valdarán. Hið raunverulega valdarán er að eiga sér stað núna, fyrir framan augun á okkur, þar sem lögregluforinginn og fylgismenn hans í Valhöll endurskrifa sannleikann til þess að koma sjálfum sér til valda.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun