Alls 179 utangarðs í Reykjavík 23. október 2012 06:00 Nöturlegt Aðstæður þeirra sem eru utangarðs eru oft slæmar. fréttablaðið/vilhelm Kortlagning velferðarsviðs Reykjavíkurborgar á fjölda og högum utangarðsfólks sýnir að í Reykjavík teljast 112 karlar og 64 konur heimilislaus eða utangarðs. Alls fylla þennan hóp 179 manns, en í rannsókninni kemur ekki fram kyn þriggja einstaklinga. Fólkið er á öllum aldri. Yngsti var 18 ára og sá elsti 75 ára. Flestir voru á aldrinum 21 til 30 ára en litlu færri á aldrinum 51 til 60 ára. Töluvert stór hópur telst hafa verið heimilislaus eða utangarðs í meira en tvö ár. Neysla áfengis og annarra vímuefna skýrir neyð langflestra af þessum 179 manna hópi, bæði karla og kvenna. Þar á eftir voru geðræn vandamál og fjölmargir aðrir þættir taldir en í mun minni mæli. Í sambærilegri rannsókn 2009 var 121 einstaklingur sem taldist til þessa hóps. Heildarfjöldi hefur því aukist um 32,41% eða um 58 einstaklinga, en skýrsluhöfundar setja fyrirvara um ólíka aðferðafræði við framkvæmd rannsóknanna. Flestir utangarðsmannanna eru Íslendingar eða tæplega níu af hverjum tíu. Af þeim sem voru af erlendum uppruna voru langflestir frá Póllandi eða tólf alls. - shá Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Kortlagning velferðarsviðs Reykjavíkurborgar á fjölda og högum utangarðsfólks sýnir að í Reykjavík teljast 112 karlar og 64 konur heimilislaus eða utangarðs. Alls fylla þennan hóp 179 manns, en í rannsókninni kemur ekki fram kyn þriggja einstaklinga. Fólkið er á öllum aldri. Yngsti var 18 ára og sá elsti 75 ára. Flestir voru á aldrinum 21 til 30 ára en litlu færri á aldrinum 51 til 60 ára. Töluvert stór hópur telst hafa verið heimilislaus eða utangarðs í meira en tvö ár. Neysla áfengis og annarra vímuefna skýrir neyð langflestra af þessum 179 manna hópi, bæði karla og kvenna. Þar á eftir voru geðræn vandamál og fjölmargir aðrir þættir taldir en í mun minni mæli. Í sambærilegri rannsókn 2009 var 121 einstaklingur sem taldist til þessa hóps. Heildarfjöldi hefur því aukist um 32,41% eða um 58 einstaklinga, en skýrsluhöfundar setja fyrirvara um ólíka aðferðafræði við framkvæmd rannsóknanna. Flestir utangarðsmannanna eru Íslendingar eða tæplega níu af hverjum tíu. Af þeim sem voru af erlendum uppruna voru langflestir frá Póllandi eða tólf alls. - shá
Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira