Erlent

Árásin í Benghazi var hryðjuverk

Christopher Stevens, sendiherra Bandaríkjanna í Líbíu, lést í árásinni.
Christopher Stevens, sendiherra Bandaríkjanna í Líbíu, lést í árásinni. mynd/AP
Ljóst er að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda voru viðriðnir árás á ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í Líbíu í september. Sendiherra Bandaríkjanna í landinu lést í árásinni ásamt þremur öðrum.

Yfirvöld í Bandaríkjunum staðhæfðu í fyrstu að árásin hefði ekki verið skipulögð heldur afleiðing áróðursmyndar sem stefnt var gegn múslímum.

Nú hafa yfirvöld staðfest að upplýsingar bárust stuttu eftir árásina að múslímskir öfgamenn hafi staðið að baki árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×