Lífið

Bláa Lónið styrkir íþróttasamband fatlaðra

Gestir nutu góðra veitinga og söngkonan Bríet Sunna kom meðal annars fram.
Gestir nutu góðra veitinga og söngkonan Bríet Sunna kom meðal annars fram.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á sérstökum styrktar-bröns sem haldinn var til heiðurs og styrktar íþróttsambandi fatlaðra á laugardaginn í Bláa Lóninu.

Fjöldi gesta lagði leið sína í Bláa Lónið til að heiðra íþróttafólkið sem náði einstaklega góðum árangri á Ólympíumóti fatlaðra sem fram fór í London.

Skoða myndirnar hér.

Ánægjulegt og hvetjandi

Sveinn Áki Lúðvíksson,
formaður stjórnar íþróttasambands fatlaðra, sagði við þetta tækifæri að það væri ánægjulegt og hvetjandi fyrir sambandið og íþróttafólkið að sjá hversu margir hefðu lagt leið sína í Bláa Lónið.

„Samstarf við þekkt vörumerki eins og Blue Lagoon er einnig mikilvægt fyrir okkur þar sem það vekur athygli á íþróttasambandi fatlaðrar," sagði Sveinn meðal annars.

Stoltir samstarfsaðilar

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, sagði við þetta tækifæri: „Við hjá Bláa Lóninu erum mjög stolt af því að vera samstarfsaðili íþróttasambands fatlaðra. En Bláa lónið og íþróttasamband fatlaðra hafa gert með sér samstarfssamning sem gildir fram yfir Ólympíumótið í Ríó, 2016. Þetta unga íþrótta-og afreksfólk er jafnframt mikilvægar fyrirmyndir fyrir okkur öll. Hert og eitt þeirra náði einstökum árangri í sinni grein. Öll settu þau Íslandsmet og Jón Margeir kom heim með gullverðlaun auk þess að setja heimsmet."

Heimasíða Bláa Lónsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×