60 ára stjórnmálasamband Hjálmar Sveinsson skrifar 3. október 2012 06:00 Um helgina var sagt frá því að miðar á tónleika Þýsku Fílharmóníunnar í Hörpu hefðu selst upp á fáeinum mínútum. Það kemur engum á óvart. Hljómsveitin hefur mjög lengi verið á heimsmælikvarða. Hún heldur þeim kvarða uppi. Sama má segja um fjölmarga þætti þýskrar menningar, ekki síst þeirrar mikilvægu menningar sem kallast verkmenning. Þjóðverjar hafa í 60 ár sérhæft sig í framleiðslu á vöru sem heimurinn þarfnast: bílar, vélar, túrbínur, myndavélalinsur, hljóðeinangrandi plötur, flísalím, kítti, þvottavélar, jarðgangaborar og þannig mætti lengi telja. Eftirspurn heimsins eftir þýskri gæðavöru vex stöðugt. Í Kína þurfa aðdáendur þýskra bíla að bíða í hálft ár eftir nýjasta Audi 6, BMW 116 eða Porsche 911. Nýjustu tölur herma að verðmæti þýskrar útflutningsvöru árið 2012 muni fara langt yfir eina billjón evra. Þau verða um 170 milljörðum hærri en verðmæti innfluttrar vöru. Það mun vera heimsmet. Atvinnuleysi hefur ekki verið lægra í Þýskalandi í þrjá áratugi. Um daginn var prentað í vikublaðinu Die Zeit áhugavert samtal breska sagnfræðingsins Niall Ferguson, sem er sérfróður um fjármála- og hagsögu, og kínverska hagfræðingsins Daokui Li sem er forstöðumaður kínversku hagfræðistofnunarinnar CCWE. Þeir voru að ræða um hvert væri lífvænlegasta efnahagskerfi heimsins á 21. öldinni. Daokui Li er ekki í nokkrum vafa um það. Hann segir að Kínverjar líti til Þýskalands sem fyrirmyndar í efnahagsmálum fremur en til Bandaríkjanna. Hann hafnar alfarið samsæriskenningum um að Þjóðverjar græði svo mikið á evrunni meðan öðrum þjóðum blæði. Hann bendir á að mikilvægustu markaðir fyrir þýskar vörur eru í Bandaríkjunum, Frakklandi, Brasilíu og Kína og hann fullyrðir að velgengni Þjóðverja stafi af áherslu þeirra á efnahagslegan stöðugleika, hátt menntunarstig og bestu verkmenningu í heimi. Daokui Li líst ekkert á botnlausar skuldir Bandaríkjamanna og ósveigjanlegt efnahagskerfi þeirra. Hann segir að Þjóðverjar hafi stungið Bandaríkjamenn af á kínverska markaðnum. Nú í haust eru 60 ár frá því að Ísland og þýska sambandslýðveldið tóku upp stjórnmálasamband. Það samband hefur verið farsælt. Er ekki hugsanlegt að Íslendingar geti eitthvað lært af Þjóðverjum hvað varðar efnahagsstjórn og verkmenningu? Að ekki sé nú talað um tónlist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Nærandi ferðaþjónusta Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Um helgina var sagt frá því að miðar á tónleika Þýsku Fílharmóníunnar í Hörpu hefðu selst upp á fáeinum mínútum. Það kemur engum á óvart. Hljómsveitin hefur mjög lengi verið á heimsmælikvarða. Hún heldur þeim kvarða uppi. Sama má segja um fjölmarga þætti þýskrar menningar, ekki síst þeirrar mikilvægu menningar sem kallast verkmenning. Þjóðverjar hafa í 60 ár sérhæft sig í framleiðslu á vöru sem heimurinn þarfnast: bílar, vélar, túrbínur, myndavélalinsur, hljóðeinangrandi plötur, flísalím, kítti, þvottavélar, jarðgangaborar og þannig mætti lengi telja. Eftirspurn heimsins eftir þýskri gæðavöru vex stöðugt. Í Kína þurfa aðdáendur þýskra bíla að bíða í hálft ár eftir nýjasta Audi 6, BMW 116 eða Porsche 911. Nýjustu tölur herma að verðmæti þýskrar útflutningsvöru árið 2012 muni fara langt yfir eina billjón evra. Þau verða um 170 milljörðum hærri en verðmæti innfluttrar vöru. Það mun vera heimsmet. Atvinnuleysi hefur ekki verið lægra í Þýskalandi í þrjá áratugi. Um daginn var prentað í vikublaðinu Die Zeit áhugavert samtal breska sagnfræðingsins Niall Ferguson, sem er sérfróður um fjármála- og hagsögu, og kínverska hagfræðingsins Daokui Li sem er forstöðumaður kínversku hagfræðistofnunarinnar CCWE. Þeir voru að ræða um hvert væri lífvænlegasta efnahagskerfi heimsins á 21. öldinni. Daokui Li er ekki í nokkrum vafa um það. Hann segir að Kínverjar líti til Þýskalands sem fyrirmyndar í efnahagsmálum fremur en til Bandaríkjanna. Hann hafnar alfarið samsæriskenningum um að Þjóðverjar græði svo mikið á evrunni meðan öðrum þjóðum blæði. Hann bendir á að mikilvægustu markaðir fyrir þýskar vörur eru í Bandaríkjunum, Frakklandi, Brasilíu og Kína og hann fullyrðir að velgengni Þjóðverja stafi af áherslu þeirra á efnahagslegan stöðugleika, hátt menntunarstig og bestu verkmenningu í heimi. Daokui Li líst ekkert á botnlausar skuldir Bandaríkjamanna og ósveigjanlegt efnahagskerfi þeirra. Hann segir að Þjóðverjar hafi stungið Bandaríkjamenn af á kínverska markaðnum. Nú í haust eru 60 ár frá því að Ísland og þýska sambandslýðveldið tóku upp stjórnmálasamband. Það samband hefur verið farsælt. Er ekki hugsanlegt að Íslendingar geti eitthvað lært af Þjóðverjum hvað varðar efnahagsstjórn og verkmenningu? Að ekki sé nú talað um tónlist.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun