Sigmundur Davíð: Rétt viðbrögð væru að gera hlé á viðræðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. apríl 2012 19:30 Ísland ætlar ekki að mótmæla þátttöku framkvæmdastjórnarinnar í málarekstri ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Formaður Framsóknarflokksins segi að rétt viðbrögð íslenskra stjórnvalda væru að gera hlé á aðildarviðræðum við ESB og lýsa vanþóknun á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir framgöngu framkvæmdastjórnarinnar ótrúlega grófa. „Öll stjórnvöld sem hefðu einhverja sjálfsvirðingu, eða að minnsta kosti virðingu fyrir þjóðinni sem þau eru fulltrúar fyrir geta ekki látið koma svona fram við sig. Haldið bara áfram viðræðum um að fá að ganga í þennan klúbb sem er lögsækja okkur og beita okkur þvingunum á öðrum vígstöðvum. Núna verða íslensk stjórnvöld að sýna að þau láta ekki vaða yfir sig," segir Sigmundur Davíð. Hvernig eiga þau að gera það? „Með því að leggja viðræðurnar til hliðar, gera hlé á þeim og auðvitað lýsa vanþóknun sinni á því að Evrópusambandið skuli taka þátt í þessum málaferlum."Óskynsamleg viðbrögð Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra segir að það væru óskynsamleg viðbrögð af hálfu Íslands að gera hlé á aðildarviðræðum og lýsa vanþóknun á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar. „Vegna þess að með því er í raun verið að lýsa því yfir að Íslendingar séu hræddir við röksemdir framkvæmdastjórnarinnar. Það er ekki gott fyrir okkar málstað. Ég er ekki banginn, en ég er svolítið hissa á því að stjórnarandstaðan virðist ekki hafa sömu trú á röksemdum Íslands og hún hafði áður. Mjög stór hluti þjóðarinnar vildi fara dómstólaleiðina. Þetta er hún," segir Össur. Hann segist telja að ESA hafi lagt áherslu á þátttöku framkvæmdastjórnar ESB í málinu. „Þetta hefur samt sem áður ákveðinn kost í för með sér fyrir Ísland vegna þess að þetta gerir Íslendingum kleift að koma á framfæri skriflegum athugasemdum, skriflegri vörn við málflutning framkvæmdastjórnarinnar áður en hinn munnlegi málflutningur hefst. Þetta finnst okkar aðal málflutningsmanni, Tim Ward, vera kostur og það er þess vegna sem hann hefur lagt það til við mig og reyndar málflutningsteymið að við mótmælum þessu ekki. Og niðurstaðan verður væntanlega sú að við munum ekki mótmæla þessu heldur láta EFTA-dómstólinn ráða því með hvaða hætti hann fjallar um þessa kröfu," segir Össur. Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Ísland ætlar ekki að mótmæla þátttöku framkvæmdastjórnarinnar í málarekstri ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Formaður Framsóknarflokksins segi að rétt viðbrögð íslenskra stjórnvalda væru að gera hlé á aðildarviðræðum við ESB og lýsa vanþóknun á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir framgöngu framkvæmdastjórnarinnar ótrúlega grófa. „Öll stjórnvöld sem hefðu einhverja sjálfsvirðingu, eða að minnsta kosti virðingu fyrir þjóðinni sem þau eru fulltrúar fyrir geta ekki látið koma svona fram við sig. Haldið bara áfram viðræðum um að fá að ganga í þennan klúbb sem er lögsækja okkur og beita okkur þvingunum á öðrum vígstöðvum. Núna verða íslensk stjórnvöld að sýna að þau láta ekki vaða yfir sig," segir Sigmundur Davíð. Hvernig eiga þau að gera það? „Með því að leggja viðræðurnar til hliðar, gera hlé á þeim og auðvitað lýsa vanþóknun sinni á því að Evrópusambandið skuli taka þátt í þessum málaferlum."Óskynsamleg viðbrögð Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra segir að það væru óskynsamleg viðbrögð af hálfu Íslands að gera hlé á aðildarviðræðum og lýsa vanþóknun á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar. „Vegna þess að með því er í raun verið að lýsa því yfir að Íslendingar séu hræddir við röksemdir framkvæmdastjórnarinnar. Það er ekki gott fyrir okkar málstað. Ég er ekki banginn, en ég er svolítið hissa á því að stjórnarandstaðan virðist ekki hafa sömu trú á röksemdum Íslands og hún hafði áður. Mjög stór hluti þjóðarinnar vildi fara dómstólaleiðina. Þetta er hún," segir Össur. Hann segist telja að ESA hafi lagt áherslu á þátttöku framkvæmdastjórnar ESB í málinu. „Þetta hefur samt sem áður ákveðinn kost í för með sér fyrir Ísland vegna þess að þetta gerir Íslendingum kleift að koma á framfæri skriflegum athugasemdum, skriflegri vörn við málflutning framkvæmdastjórnarinnar áður en hinn munnlegi málflutningur hefst. Þetta finnst okkar aðal málflutningsmanni, Tim Ward, vera kostur og það er þess vegna sem hann hefur lagt það til við mig og reyndar málflutningsteymið að við mótmælum þessu ekki. Og niðurstaðan verður væntanlega sú að við munum ekki mótmæla þessu heldur láta EFTA-dómstólinn ráða því með hvaða hætti hann fjallar um þessa kröfu," segir Össur.
Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira