Lífið

Vill ekki vera tvítug að eilífu

myndir/cover media og vogue
Leikkonan Scarlett Johansson, 27 ára, prýðir forsíðu tískuritsins Vogue í maí.

Spurð um velgengnina segir hún: „Mér líður eins og það sé heil eilífð síðan ég byrjaði að leika í Hollywood. Ég er ekki tvítug lengur og ég vil ekki vera þar í dag heldur."

Þegar talið berst að skilnaði hennar og leikarans Ryan Reynolds í tímaritinu svarar Scarlett: „Reynslan var hrikaleg. Auðvitað var hún alveg hræðileg. Ég var úrvinda. Þegar þú lendir í svona erfiðleikum áttu það til að hugsa að lífið verði alltaf svona erfitt en það voru fjölmargar ástæður fyrir því að hjónabandið gekk ekki upp."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.