Lífið

Endurvekja Gullkindina

Þeir Máni og Frosti Harmageddonbræður standa fyrir endurvakningu verðlauna fyrir lélega frammistöðu í útvarpi og sjónvarpi. Verðlaunaafhendingin fer fram í lok apríl.
Þeir Máni og Frosti Harmageddonbræður standa fyrir endurvakningu verðlauna fyrir lélega frammistöðu í útvarpi og sjónvarpi. Verðlaunaafhendingin fer fram í lok apríl. fréttablaðið/stefán
„Það er búið að vera svo rosalega mikið af lélegu auglýsingarefni, sjónvarpsefni og útvarpsefni á boðstólum að undanförnu að okkur fannst við verða að heiðra það,“ segir útvarpsmaðurinn Máni Pétursson um endurvakningu verðlaunahátíðarinnar Gullkindin.

Máni stjórnar útvarpsþættinum Harmageddon á X977 ásamt Frosta Logasyni. Þeir félagar ætla nú að endurvekja hin vafasömu verðlaun sem eru veitt fyrir lélega frammistöðu í útvarpi og sjónvarpi, en þau hafa legið í dvala frá árinu 2006. „Fólk áttar sig ekki á að það þarf hæfileika til að gera efni virkilega lélegt og það þarf að leggja sig fram til að gera efni nógu lélegt til að hægt sé að hlæja að því. Þetta fólk þarf að fá viðurkenningu fyrir störf sín,“ segir Máni. Hann segir sérstaka baráttu vera um hver hlýtur Heiðursgullkindina sem er veitt þeim sem aldrei hafa búið til neitt gott efni.

Sigurjón Kjartansson var meðal þeirra sem upphaflega byrjuðu með verðlaunin og eru strákarnir búnir að fá samþykki frá honum til að taka þau yfir. Stefnt er á að hafa verðlaunahátíðina í lok apríl. „Við erum að bíða eftir samþykki frá Elítunni áður en tilnefningarnar verða gerðar opinberar,“ segir Máni sem ekki vill gefa út hverjir sitji í Elítunni. „Þetta er eins og með Óskarinn, það þarf að passa upp á að enginn geti haft áhrif á val dómnefndar,“ segir hann.- trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.