Lífið

Vinningshafar fara með þyrlu á Hróarskeldu

Þeir sem taka upp sniðug myndbönd geta unnið ferð á Hróarskeldu-hátíðina í Danmörku, en þar er alltaf fjör.
Þeir sem taka upp sniðug myndbönd geta unnið ferð á Hróarskeldu-hátíðina í Danmörku, en þar er alltaf fjör.
„Leikurinn snýst í raun um það að vera sniðugur og hugmyndaríkur, taka það upp og senda inn," segir Einar Thor um leik sem armbandaframleiðandinn Thorshammer hefur nú efnt til í samstarfi við Tuborg og X977.

Myndböndin mega vera frá tuttugu sekúndna löngum og upp í tvær mínútur. „Það er nú þegar búið að senda inn slatta af myndböndum," segir Einar.

„Þetta geta verið alls konar fyndin og skemmtileg uppátæki. Til dæmis einhverjir hrekkir, óvæntir atburðir eða börn að gera eitthvað fyndið."

Til mikils er að vinna, en sigurvegarinn fær ferð fyrir fjóra á Hróarskeldu-hátíðina í Danmörku í sumar. Flogið verður til Kaupmannahafnar og gist á fimm stjörnu hóteli. Vinningshafarnir verða svo fluttir á hátíðina með þyrlu. Á hátíðinni sjálfri fær hópurinn svo VIP-passa.

„Það er hægt að græða mikið á að vera til í að gera grín að sjálfum sér," segir Einar.

Hægt er að senda inn myndbönd til 22. apríl, en þá fyrst hefst keppnin sjálf, og leyfilegt er að senda inn fleiri en eitt myndband. „Eftir að þátttökufresti lýkur verða öll myndböndin sett inn á Facebook-síðu Thorshammer. Þar geta allir séð þau og kosið sér sinn sigurvegara með því að mæla með myndbandinu," segir Einar.

Facebook-kosningin gildir 40 prósent og dómnefnd gildir 60 prósent þar á móti. Nánar má lesa sér til um leikinn á heimasíðunni thorshammer.is/leikur. -trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.