Lífið

Teiknaði fjölskyldu sína

Matt Groening byggði Simpsons-fjölskylduna á sinni eigin.
Matt Groening byggði Simpsons-fjölskylduna á sinni eigin. nordicphotos/getty
Matt Groening, skapari Simpsons-fjölskyldunnar, upplýsti lesendur tímaritsins Smithsonian um ýmsa leyndardóma á bak við Simpson-þættina. Groening sagðist meðal annars hafa skapað persónurnar eftir eigin fjölskyldu.

Simpsons-fjölskyldan varð til á meðan Groening beið þess að komast í starfsviðtal árið 1989. Honum leiddist biðin og hann hóf að teikna fjölskyldu sína. „Pabbi minn heitir Homer, mamma mín heitir Margaret og ég á systurnar Lisu og Maggie, og ég teiknaði þau öll. Ég ætlaði að kalla aðalpersónuna Matt, en hélt að það færi ekki vel ofan í fólk svo ég breytti nafninu í Bart," sagði hinn farsæli teiknari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.