Lífið

Rihanna heifst af Skarsgård

Rihanna leikur á móti Alexander Skarsgård í Battleship og segist ekki hafa getað haft af honum augun.
Rihanna leikur á móti Alexander Skarsgård í Battleship og segist ekki hafa getað haft af honum augun. nordicphotos/getty
Rihanna fer með hlutverk í spennumyndinni Battleship sem frumsýnd var í byrjun mánaðarins. Þar leikur söngkonan á móti Taylor Kitsch, Alexander Skarsgård og Liam Neeson og var hún að eigin sögn mjög heilluð af Skarsgård.

„Alexander er mjög flottur maður. Ég gat starað á hann alla daga á meðan við vorum í tökum. Hann er mjög einbeittur leikari og mjög viðkunnanlegur maður í þokkabót," sagði Rihanna um hinn sænska mótleikara sinn.

Nánust varð söngkonan þó Taylor Kitsch og leitaði hún oft til hans er hún þurfti ráð varðandi leik sinn. „Ég lék á móti Taylor í fjölda atriða og hann hjálpaði mér mjög mikið í gegnum allt ferlið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.