Fleira fólk – færri bílar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 21. mars 2012 11:00 Yfirlýstur tilgangur með lokun á hluta Laugavegs fyrir bílaumferð síðasta sumar var að efla mannlíf og verslun við götuna. Óhætt er að segja að það hafi tekist vonum framar. Stemningin á Laugaveginum milli Vatnsstígs og Skólavörðustígs í júlí var í einu orði sagt frábær. Borgarbúar og ferðamenn beinlínis flykktust á Laugaveginn. Margir höfðu á orði að kliðurinn í öllu fólkinu léti svo miklu betur í eyrum en niðurinn af stöðugri bílaumferð. Í stuttu máli: Þessi gamla verslunargata iðaði af lífi næstum alla daga – og samt var þessi júlímánuður heldur svalari og rigningarsamari en í meðalári. Talningar sem gerðar voru í júlí og ágúst 2009 leiddu í ljós að 80 % vegfarenda um Laugaveg yfir sumarið eru gangandi fólk. Samt taka bílarnir meira en helming göturýmisins. Það kom einnig í ljós að aðeins 40% hinna akandi ætluðu að sækja verslun eða þjónustu við Laugaveginn. Í gegnum tíðina hefur oft verið rætt um loka að Laugavegi tímabundið fyrir bílaumferð en alltaf verið horfið frá því. Einmitt þess vegna var nauðsynlegt að taka af skarið. Nú vita borgarbúar og rekstraraðilar við Laugaveginn hvernig hann virkar bíllaus yfir hásumarið. Þeir vita að Laugavegurinn getur verið einstaklega aðlaðandi göngugata. Um það þarf ekki að deila lengur. Um miðjan ágúst 2011 lýsti stjórn Íbúasamtaka miðborgar yfir sérstakri ánægju með lokunina og hvatti til þess að áfram verði haldið á sömu braut. Samt voru íbúasamtökin tvístígandi þegar áformin voru kynnt síðastliðið vor. Þau óttuðust meðal annars að þarna yrði aukinn skarkali á nóttinni. Sá ótti reyndist ástæðulaus. Næturskarkalinn minnkaði verulega. Allt varð rólegra og afslappaðra. Helgarumferðin um kvöld og nætur á neðri hluta Laugavegs virðist magna upp stress og hávaða. Samvinna borgarinnar við samtökin „Miðborgin okkar", hagsmunasamtök rekstraraðila í miðborg Reykjavíkur, tókst vel. Að tillögu samtakanna var ákveðið að Laugavegurinn skyldi fyrst í stað helgaður „gangandi umferð og mannlífi" í tvær vikur frá 1. til 15. júlí en hægt væri að framlengja ef vel tækist til. Sátt var um að halda verkefninu áfram út júlímánuð. Svo vel tókst til að kaupmenn og eigendur veitingahúsa við Skólavörðustíg óskuðu eftir því að götunni, neðan Bergstaðastrætis, yrði lokað fyrir bílaumferð frá 2. til 15. ágúst. Einnig var farið fram á það að Laugavegslokunin yrði framlengd þannig að hún teygði sig yfir fyrstu vikuna í ágúst. Mikilvægt var fylgjast með því sem gerðist á þessum hluta Laugavegsins frá degi til dags svo hægt væri að meta með tölum hvort tilraunin hefði tekist vel eða illa. Heildarfjöldi vegfarenda var talinn, fyrir, eftir og á meðan Laugavegur var göngugata. Það er skemmst frá því að segja að gangandi vegfarendum fjölgaði umtalsvert þegar bílarnir viku en fækkaði eftir að bílaumferð var hleypt aftur í gegn. Fjöldi hjólreiðafólks tvöfaldaðist. Til þess að meta áhrif lokunarinnar á verslun við Laugaveginn var ráðið fólk sem taldi innstig í verslanir á göngugötusvæðinu nokkra daga í hverri viku. Niðurstaðan var sú að verslanir löðuðu að sér mun fleiri viðskiptavini á þeim tíma sem Laugavegurinn var göngugata. Veltutölur sýna að heildarvelta rekstaraaðila við Laugaveginn jókst milli ára. Laugavegurinn er sameign borgarbúa. Laugavegurinn er þar að auki vinsælasti ferðamannastaður Reykjavíkur. 76% allra ferðamanna í Reykjavík koma á Laugaveginn. Þeir eru yfirleitt hrifnir af Reykjavík en gera helst athugasemdir við of mikla bílaumferð í miðbænum. Í dag koma um 550.000 ferðamenn til Íslands, talið er að þeir verði milljón eftir 10 ár. Þeir koma nær allir til Reykjavíkur. Framtíð verslunar við Laugaveginn ætti að vera björt. Niðurstaða Laugavegstilraunarinnar er fagnaðarefni fyrir gesti og gangandi. Við teljum rétt að halda áfram á sömu braut næsta sumar og ganga örlítið lengra. Það er liður í að gera miðborgina í Reykjavík meira aðlaðandi. Nú styttist í sumarlokun vestari hluta Austurstrætis, Pósthússtrætis og Hafnarstrætis. Þessar sumarlokanir hafa heppnast afar vel. Þær hafa verið óumdeildar. Síðasta sumar leiddi líka í ljós að Skólavörðustígur getur verið falleg og skemmtileg göngugata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðanir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Yfirlýstur tilgangur með lokun á hluta Laugavegs fyrir bílaumferð síðasta sumar var að efla mannlíf og verslun við götuna. Óhætt er að segja að það hafi tekist vonum framar. Stemningin á Laugaveginum milli Vatnsstígs og Skólavörðustígs í júlí var í einu orði sagt frábær. Borgarbúar og ferðamenn beinlínis flykktust á Laugaveginn. Margir höfðu á orði að kliðurinn í öllu fólkinu léti svo miklu betur í eyrum en niðurinn af stöðugri bílaumferð. Í stuttu máli: Þessi gamla verslunargata iðaði af lífi næstum alla daga – og samt var þessi júlímánuður heldur svalari og rigningarsamari en í meðalári. Talningar sem gerðar voru í júlí og ágúst 2009 leiddu í ljós að 80 % vegfarenda um Laugaveg yfir sumarið eru gangandi fólk. Samt taka bílarnir meira en helming göturýmisins. Það kom einnig í ljós að aðeins 40% hinna akandi ætluðu að sækja verslun eða þjónustu við Laugaveginn. Í gegnum tíðina hefur oft verið rætt um loka að Laugavegi tímabundið fyrir bílaumferð en alltaf verið horfið frá því. Einmitt þess vegna var nauðsynlegt að taka af skarið. Nú vita borgarbúar og rekstraraðilar við Laugaveginn hvernig hann virkar bíllaus yfir hásumarið. Þeir vita að Laugavegurinn getur verið einstaklega aðlaðandi göngugata. Um það þarf ekki að deila lengur. Um miðjan ágúst 2011 lýsti stjórn Íbúasamtaka miðborgar yfir sérstakri ánægju með lokunina og hvatti til þess að áfram verði haldið á sömu braut. Samt voru íbúasamtökin tvístígandi þegar áformin voru kynnt síðastliðið vor. Þau óttuðust meðal annars að þarna yrði aukinn skarkali á nóttinni. Sá ótti reyndist ástæðulaus. Næturskarkalinn minnkaði verulega. Allt varð rólegra og afslappaðra. Helgarumferðin um kvöld og nætur á neðri hluta Laugavegs virðist magna upp stress og hávaða. Samvinna borgarinnar við samtökin „Miðborgin okkar", hagsmunasamtök rekstraraðila í miðborg Reykjavíkur, tókst vel. Að tillögu samtakanna var ákveðið að Laugavegurinn skyldi fyrst í stað helgaður „gangandi umferð og mannlífi" í tvær vikur frá 1. til 15. júlí en hægt væri að framlengja ef vel tækist til. Sátt var um að halda verkefninu áfram út júlímánuð. Svo vel tókst til að kaupmenn og eigendur veitingahúsa við Skólavörðustíg óskuðu eftir því að götunni, neðan Bergstaðastrætis, yrði lokað fyrir bílaumferð frá 2. til 15. ágúst. Einnig var farið fram á það að Laugavegslokunin yrði framlengd þannig að hún teygði sig yfir fyrstu vikuna í ágúst. Mikilvægt var fylgjast með því sem gerðist á þessum hluta Laugavegsins frá degi til dags svo hægt væri að meta með tölum hvort tilraunin hefði tekist vel eða illa. Heildarfjöldi vegfarenda var talinn, fyrir, eftir og á meðan Laugavegur var göngugata. Það er skemmst frá því að segja að gangandi vegfarendum fjölgaði umtalsvert þegar bílarnir viku en fækkaði eftir að bílaumferð var hleypt aftur í gegn. Fjöldi hjólreiðafólks tvöfaldaðist. Til þess að meta áhrif lokunarinnar á verslun við Laugaveginn var ráðið fólk sem taldi innstig í verslanir á göngugötusvæðinu nokkra daga í hverri viku. Niðurstaðan var sú að verslanir löðuðu að sér mun fleiri viðskiptavini á þeim tíma sem Laugavegurinn var göngugata. Veltutölur sýna að heildarvelta rekstaraaðila við Laugaveginn jókst milli ára. Laugavegurinn er sameign borgarbúa. Laugavegurinn er þar að auki vinsælasti ferðamannastaður Reykjavíkur. 76% allra ferðamanna í Reykjavík koma á Laugaveginn. Þeir eru yfirleitt hrifnir af Reykjavík en gera helst athugasemdir við of mikla bílaumferð í miðbænum. Í dag koma um 550.000 ferðamenn til Íslands, talið er að þeir verði milljón eftir 10 ár. Þeir koma nær allir til Reykjavíkur. Framtíð verslunar við Laugaveginn ætti að vera björt. Niðurstaða Laugavegstilraunarinnar er fagnaðarefni fyrir gesti og gangandi. Við teljum rétt að halda áfram á sömu braut næsta sumar og ganga örlítið lengra. Það er liður í að gera miðborgina í Reykjavík meira aðlaðandi. Nú styttist í sumarlokun vestari hluta Austurstrætis, Pósthússtrætis og Hafnarstrætis. Þessar sumarlokanir hafa heppnast afar vel. Þær hafa verið óumdeildar. Síðasta sumar leiddi líka í ljós að Skólavörðustígur getur verið falleg og skemmtileg göngugata.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar