Instagram: 10 milljón notendur á 10 dögum 16. apríl 2012 22:00 Notendafjöldi Instagram hefur því aukist úr 30 milljónum í 40 milljónir á rúmri viku. mynd/AFP Smáforritið Instagram hefur vægast sagt slegið í gegn síðan Android-útgáfa þess var opinberuð fyrr í þessum mánuði. Rúmlega 10 milljón snjallsímanotendur hafa náð í forritið á síðustu tíu dögum. Mikið hefur verið rætt um Instagram síðustu vikurnar. Gríðarleg eftirvænting var fyrir Android-útgáfu forritsins en Instagram hafði aðeins verið fáanlegt á iOS stýrikerfið. Samskiptavefurinn Facebook keypti síðan smáforritið í síðustu viku á milljarð dollara. Þannig hefur Instagram verið á milli tannanna á fólki síðustu daga. Og áhrif þessa umtals leyna sér ekki. Samkvæmt tæknifréttasíðunni TechCrunch hefur ein milljón manns náð í forritið á hverjum degi frá því að Android-útgáfan var opinberuð fyrir tíu dögum. Notendafjöldi Instagram hefur því aukist úr 30 milljónum í 40 milljónir á rúmri viku. Þetta er þó aðeins 5% af notendafjölda Facebook. Það tók Facebook fjögur ár að ná 100 milljón notendum og svo virðist sem að Instagram eigi eftir að slá samskiptavefnum við. Instagram var opinberað í október árið 2010 og voru notendur þess orðnir milljón talsins í desember á sama ári. Tæpu ári seinna voru tíu milljón manns með forritið í snjallsímum sínum. Notendur Instagram voru margir hverjir uggandi yfir yfirtöku Facebook. Stjórnendur samskiptasíðunnar hafa þó tilkynnt að Instagram verði áfram sjálfstætt smáforrit og algjörlega óháð rekstri Facebook. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Smáforritið Instagram hefur vægast sagt slegið í gegn síðan Android-útgáfa þess var opinberuð fyrr í þessum mánuði. Rúmlega 10 milljón snjallsímanotendur hafa náð í forritið á síðustu tíu dögum. Mikið hefur verið rætt um Instagram síðustu vikurnar. Gríðarleg eftirvænting var fyrir Android-útgáfu forritsins en Instagram hafði aðeins verið fáanlegt á iOS stýrikerfið. Samskiptavefurinn Facebook keypti síðan smáforritið í síðustu viku á milljarð dollara. Þannig hefur Instagram verið á milli tannanna á fólki síðustu daga. Og áhrif þessa umtals leyna sér ekki. Samkvæmt tæknifréttasíðunni TechCrunch hefur ein milljón manns náð í forritið á hverjum degi frá því að Android-útgáfan var opinberuð fyrir tíu dögum. Notendafjöldi Instagram hefur því aukist úr 30 milljónum í 40 milljónir á rúmri viku. Þetta er þó aðeins 5% af notendafjölda Facebook. Það tók Facebook fjögur ár að ná 100 milljón notendum og svo virðist sem að Instagram eigi eftir að slá samskiptavefnum við. Instagram var opinberað í október árið 2010 og voru notendur þess orðnir milljón talsins í desember á sama ári. Tæpu ári seinna voru tíu milljón manns með forritið í snjallsímum sínum. Notendur Instagram voru margir hverjir uggandi yfir yfirtöku Facebook. Stjórnendur samskiptasíðunnar hafa þó tilkynnt að Instagram verði áfram sjálfstætt smáforrit og algjörlega óháð rekstri Facebook.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira