Hvor var Axlar-Björn? Elísabet Brekkan skrifar 16. janúar 2012 20:00 Helgi og Atli Rafn skila leik sínum í Axlar-Birni ágætlega, segir í leikdómi. Leikhús. Axlar-Björn eftir Björn Hlyn Haraldsson. Sýnt á Litla sviði Borgarleikhússins. Leikarar: Atli Rafn Sigurðarson og Helgi Björnsson Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson Lýsing: Kjartan Þórisson Búningar: Mundi Tónlist: Kjartan Sveinsson Hljóðmynd: Eiríkur Sigurðsson Handrit og leikstjórn: Björn Hlynur Haraldsson. Gestamorðingjanum fræga af Snæfellsnesi hefur lítil athygli verið sýnd í nokkur hundruð ár þar til leikhúsfólk er nú allt í einu orðið sólgið í að gera hann að sínum. Það eru ekki nema örfáir mánuðir síðan saga Axla-Bjarnar var frumsýnd á Rifi á Snæfellsnesi og var þar saga hans rakin með blóði og tilheyrandi slettum og sagt frá örlögum gesta hans. Nú er hann kominn upp í annarri mynd hjá þeim Vesturportsmönnum á Litla sviði Borgarleikhússins. Frumsýning á miðvikudegi, öll sæti skipuð og eftirvænting í salnum. Eitthvað íslenskt, eitthvað nýtt og svo auðvitað Helgi Björns. Innblásinn af voðaverkum Axlar-Bjarnar leitar höfundurinn Björn Hlynur að skýringu á glæpsamlegri hegðun ungs manns sem telur sig vera umræddan Björn Pétursson og er líklega hjá geðlækni þegar leikurinn hefst. Þeir bregða sér í gervi hvor annars og í tryllingslegri hegðun hins unga er sagan gamla rakin. Helgi í hlutverki sála tekur á móti veika og seka unga manninum og fær hann til þess að segja sér sögu sína um leið og sá ungi krefur lækninn eða sálfræðinginn um skýringu á hans lífi. Sá ungi gleypir við frásögnum sála og gerir þær að sínum á ýmsum stöðum í framvindu verksins. Þetta er á köflum svolítið smart valdabarátta en óskiljanleiki er engu að síður orð sem kemur fram á varirnar og leitar svolítið á hugann svona eftir á. Höfundur segir í leikskrá að sagan sé stútfull af verðmætu þýfi eins og margt sem gott er. Það er náttúrulega eðlilegt að það þurfi að koma víða við þegar búa á til skýringu á brjálæðingshegðun. Hljóðmyndin sem Eiríkur Sigurðsson er skrifaður fyrir, var mjög ágeng með alls kyns keðju- og sagarhljóðum, höggum og gný. Ungi maðurinn þykist ekkert óttast nema ef vera skyldi trúða. Skyndilega birtist sáli í slíku gervi og eins sem sjónvarpsþáttastjórnandinn frægi sem fær fólk til að segja óhugnanlega hluti um sína nánustu. Helgi fór á kostum í þessum tveimur atriðum og auðvitað bráðnaði salurinn þegar þeir félagar brustu út í eggjastokkasöng. Viðmiðið Axlar-Björn himself hafði vit á því að ganga frá sínum kvalara. Hér eru lítil börn sýnd í brúðugervi og með því að hálshöggva aðra brúðuna verða hlutirnir svolítið eins og Rambóleikur í stað þess að gefa ofbeldið í skyn sem hefði líklega hrifið áhorfendur meir. Það er í raun erfitt að segja nokkuð um þessa sýningu annað en að þeir félagar skiluðu leik sínum ágætlega. Atli brá sér í mjög mörg hlutverk, bæði kvenna og barna en engu að síður var mjög erfitt að finna til nokkurrar samúðar með persónunum. Niðurstaðan á kannski að vera að þeir sem verða fyrir ógeði verði ógeðslegir. Leikmynd Axels Hallkels Jóhannessonar var að því leytinu sniðug að þeir félagar á stofunni sátu í raun og veru á taflborði, veggirnir voru þunnir. Að veggurinn hrynur yfir aðalpersónuna í lokin á kannski að skýrskota til annars hruns, það verður nú bara hver og einn að reyna að lesa í, því nóg var nú af táknunum. Niðurstaða: Sýningin er saga um sögu, stútfull af skírskotunum sem lenda í hrærigraut. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leikhús. Axlar-Björn eftir Björn Hlyn Haraldsson. Sýnt á Litla sviði Borgarleikhússins. Leikarar: Atli Rafn Sigurðarson og Helgi Björnsson Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson Lýsing: Kjartan Þórisson Búningar: Mundi Tónlist: Kjartan Sveinsson Hljóðmynd: Eiríkur Sigurðsson Handrit og leikstjórn: Björn Hlynur Haraldsson. Gestamorðingjanum fræga af Snæfellsnesi hefur lítil athygli verið sýnd í nokkur hundruð ár þar til leikhúsfólk er nú allt í einu orðið sólgið í að gera hann að sínum. Það eru ekki nema örfáir mánuðir síðan saga Axla-Bjarnar var frumsýnd á Rifi á Snæfellsnesi og var þar saga hans rakin með blóði og tilheyrandi slettum og sagt frá örlögum gesta hans. Nú er hann kominn upp í annarri mynd hjá þeim Vesturportsmönnum á Litla sviði Borgarleikhússins. Frumsýning á miðvikudegi, öll sæti skipuð og eftirvænting í salnum. Eitthvað íslenskt, eitthvað nýtt og svo auðvitað Helgi Björns. Innblásinn af voðaverkum Axlar-Bjarnar leitar höfundurinn Björn Hlynur að skýringu á glæpsamlegri hegðun ungs manns sem telur sig vera umræddan Björn Pétursson og er líklega hjá geðlækni þegar leikurinn hefst. Þeir bregða sér í gervi hvor annars og í tryllingslegri hegðun hins unga er sagan gamla rakin. Helgi í hlutverki sála tekur á móti veika og seka unga manninum og fær hann til þess að segja sér sögu sína um leið og sá ungi krefur lækninn eða sálfræðinginn um skýringu á hans lífi. Sá ungi gleypir við frásögnum sála og gerir þær að sínum á ýmsum stöðum í framvindu verksins. Þetta er á köflum svolítið smart valdabarátta en óskiljanleiki er engu að síður orð sem kemur fram á varirnar og leitar svolítið á hugann svona eftir á. Höfundur segir í leikskrá að sagan sé stútfull af verðmætu þýfi eins og margt sem gott er. Það er náttúrulega eðlilegt að það þurfi að koma víða við þegar búa á til skýringu á brjálæðingshegðun. Hljóðmyndin sem Eiríkur Sigurðsson er skrifaður fyrir, var mjög ágeng með alls kyns keðju- og sagarhljóðum, höggum og gný. Ungi maðurinn þykist ekkert óttast nema ef vera skyldi trúða. Skyndilega birtist sáli í slíku gervi og eins sem sjónvarpsþáttastjórnandinn frægi sem fær fólk til að segja óhugnanlega hluti um sína nánustu. Helgi fór á kostum í þessum tveimur atriðum og auðvitað bráðnaði salurinn þegar þeir félagar brustu út í eggjastokkasöng. Viðmiðið Axlar-Björn himself hafði vit á því að ganga frá sínum kvalara. Hér eru lítil börn sýnd í brúðugervi og með því að hálshöggva aðra brúðuna verða hlutirnir svolítið eins og Rambóleikur í stað þess að gefa ofbeldið í skyn sem hefði líklega hrifið áhorfendur meir. Það er í raun erfitt að segja nokkuð um þessa sýningu annað en að þeir félagar skiluðu leik sínum ágætlega. Atli brá sér í mjög mörg hlutverk, bæði kvenna og barna en engu að síður var mjög erfitt að finna til nokkurrar samúðar með persónunum. Niðurstaðan á kannski að vera að þeir sem verða fyrir ógeði verði ógeðslegir. Leikmynd Axels Hallkels Jóhannessonar var að því leytinu sniðug að þeir félagar á stofunni sátu í raun og veru á taflborði, veggirnir voru þunnir. Að veggurinn hrynur yfir aðalpersónuna í lokin á kannski að skýrskota til annars hruns, það verður nú bara hver og einn að reyna að lesa í, því nóg var nú af táknunum. Niðurstaða: Sýningin er saga um sögu, stútfull af skírskotunum sem lenda í hrærigraut.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira