Verð vonandi ekki einmana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2012 06:00 Vilhjálmur Einarsson var tekinn í Heiðurshöll ÍSÍ um síðustu helgi þegar Íþróttasamband Íslands hélt upp á aldarafmæli sitt. Fréttablaðið/ÍSÍ/Arnaldur Halldórsson Íþróttasamband Íslands hélt upp á aldarafmælið um helgina með glæsibrag og meðal hátíðarhaldanna var stofnun Heiðurshallar ÍSÍ. Sérstakt heiðursráð tilnefnir einstaklinga í höllina en stjórn ÍSÍ velur úr þeim. Það var samþykkt einróma á sérstökum afmælisfundi stjórnar ÍSÍ fyrir afmælishófið að Vilhjálmur Einarsson yrði fyrsti meðlimur Heiðurshallarinnar. Erfitt að bera saman afrek„Auðvitað þykir mér vænt um þetta en ég geri mér hins vegar grein fyrir því að það er ofboðslega erfitt að bera saman afrek í hinum ýmsu íþróttagreinum ekki síst ef það er tekið tillit til tímans, umhverfisins og aðstæðnanna sem eru hverju sinni. Framan af síðustu öld var með eindæmum erfitt fyrir nokkra hér upp á Íslandi að geta afrekað eitthvað á heimsmælikvarða vegna aðstöðu- og efnaleysis," segir Vilhjálmur sem verður 78 ára gamall í sumar. Vilhjálmur varð árið 1956 fyrsti Íslendingurinn til að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum þegar hann fékk silfurverðlaun í þrístökki á leikunum í Melbourne í Ástralíu. Vilhjálmur varð fimmti á Ólympíuleikunum í Róm fjórum árum síðar og í millitíðinni varð hann þriðji á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð 1958. Kennslukverið aðalþjálfarinnVilhjálmur segir það hafa skipt öllu máli að hafa fengið að æfa við bestu aðstæður með háskólanámi í Bandaríkjunum en hann fékk þar skólastyrk. „Ég fékk samt ekki neina þrístökksþjálfun og tækniæfingarnar fyrir þrístökkið byrjuðu ekki fyrr en ég kom heim um vorið til Íslands. Þá voru ekki mjög margir mánuðir fram að Melbourne. Þetta sumar einbeitti ég mér að því að fínpússa mína tækni í þrístökkinu eftir kennslubókinni frá Gösta Holmér. Hún var eiginlega minn aðalþjálfari þangað til ég komst í tæri við hann sjálfan síðustu tvær vikurnar áður en flogið var til Melbourne," rifjar Vilhjálmur upp. „Við Hilmar Þorbjörnsson vorum settir í þjálfunarbúðir með Ólympíuliði Svía. Ég var svo heppinn að Svíar höfðu engan þrístökkvara í sínu Ólympíuliði þannig að Gösta Holmér gat hjálpað mér eins mikið og ef ég væri innfæddur án þess að taka frá nokkrum öðrum Svía. Þarna komst ég í samband við mann sem ég trúði mjög mikið á og hafði æft eftir hans forskrift," segir Vilhjálmur og hann man vel eftir leikunum í Melbourne þrátt fyrir að það séu liðin meira en 55 ár. „Það hafa ýmis tilefni gefist til að rifja upp þessar klukkustundir í aðalkeppninni í Melbourne og það er auðvitað hápunkturinn á ferlinum ásamt reyndar Íslandsmeistaramótinu í Laugardal 1960 þegar ég jafnaði gildandi heimsmet í þrístökki með því að stökkva 16,70 metra algjörlega keppnislaust," segir Vilhjálmur. „Það varð til þess að menn voru búnir að bóka mig á pall í Róm á Ólympíuleikunum sem fóru fram stuttu síðar. Það er aldrei gott að vera bókaður fyrir fram eins og við Íslendingar höfum oft brennt okkur á. Það þarf svo margt að lukkast vel til þess að allt smelli saman. Heppnin þarf alltaf að vera með en hún ein er ekki nóg. Ástundunin og allt það þarf að vera fyrir hendi og svo þarf á lukkunni að halda líka," segir Vilhjálmur. „Ég ætla að rétt að vona að það komi fleiri í Heiðurshöllina og ég verði ekki einmana þarna. Ég hét á þá í hófinu að láta mig ekki vera lengi einan. Það eru gríðarlega margir ákaflega verðugir. Eins og Ellert B. Schram sagði í hófinu þá er það stóra í þessu hvað íþróttaiðkun er orðin almenn. Þetta þótti hálfgerður fíflaskapur í gamla daga þegar ég var að æfa hérna út um móa og mela. Þá fannst fólki vera illa farið með orkuna," segir Vilhjálmur og hann hefur sterkar skoðanir á íþróttaiðkun barna í dag. Þurfa næði til að rata á rétta grein„Ég á orðið tuttugu barnabörn og vel flest þeirra eru að æfa alls konar íþróttir. Eitt er það sem ég óttast svolítið en það er að menn fái aldrei næði til að rata á rétta grein fyrir sig persónulega. Þegar krakkar eru gripnir svona snemma út í mikla þjálfun í tiltekinni grein sem foreldrarnir hafa jafnvel fyrst og fremst haft áhuga á þá lokar það börnin inn í þeim heimi," segir Vilhjálmur sem telur að saga sín styðji við þetta. Þrístökkið fann mig„Ég var alæta á íþróttir sem krakki og hélt um fermingu að ég myndi aldrei geta neitt nema kannski í köstum því ég var svolítið feitlaginn. Ég hafði næði til þess að leika mér áfram í öllu mögulegu og dett niður á þrístökkið þegar ég er orðinn 18 ára gamall. Þá finn ég þrístökkið eða þrístökkið finnur mig," segir Vilhjálmur að lokum og allir Íslendingar þekkja síðan framhaldið. Íþróttir Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Sjá meira
Íþróttasamband Íslands hélt upp á aldarafmælið um helgina með glæsibrag og meðal hátíðarhaldanna var stofnun Heiðurshallar ÍSÍ. Sérstakt heiðursráð tilnefnir einstaklinga í höllina en stjórn ÍSÍ velur úr þeim. Það var samþykkt einróma á sérstökum afmælisfundi stjórnar ÍSÍ fyrir afmælishófið að Vilhjálmur Einarsson yrði fyrsti meðlimur Heiðurshallarinnar. Erfitt að bera saman afrek„Auðvitað þykir mér vænt um þetta en ég geri mér hins vegar grein fyrir því að það er ofboðslega erfitt að bera saman afrek í hinum ýmsu íþróttagreinum ekki síst ef það er tekið tillit til tímans, umhverfisins og aðstæðnanna sem eru hverju sinni. Framan af síðustu öld var með eindæmum erfitt fyrir nokkra hér upp á Íslandi að geta afrekað eitthvað á heimsmælikvarða vegna aðstöðu- og efnaleysis," segir Vilhjálmur sem verður 78 ára gamall í sumar. Vilhjálmur varð árið 1956 fyrsti Íslendingurinn til að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum þegar hann fékk silfurverðlaun í þrístökki á leikunum í Melbourne í Ástralíu. Vilhjálmur varð fimmti á Ólympíuleikunum í Róm fjórum árum síðar og í millitíðinni varð hann þriðji á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð 1958. Kennslukverið aðalþjálfarinnVilhjálmur segir það hafa skipt öllu máli að hafa fengið að æfa við bestu aðstæður með háskólanámi í Bandaríkjunum en hann fékk þar skólastyrk. „Ég fékk samt ekki neina þrístökksþjálfun og tækniæfingarnar fyrir þrístökkið byrjuðu ekki fyrr en ég kom heim um vorið til Íslands. Þá voru ekki mjög margir mánuðir fram að Melbourne. Þetta sumar einbeitti ég mér að því að fínpússa mína tækni í þrístökkinu eftir kennslubókinni frá Gösta Holmér. Hún var eiginlega minn aðalþjálfari þangað til ég komst í tæri við hann sjálfan síðustu tvær vikurnar áður en flogið var til Melbourne," rifjar Vilhjálmur upp. „Við Hilmar Þorbjörnsson vorum settir í þjálfunarbúðir með Ólympíuliði Svía. Ég var svo heppinn að Svíar höfðu engan þrístökkvara í sínu Ólympíuliði þannig að Gösta Holmér gat hjálpað mér eins mikið og ef ég væri innfæddur án þess að taka frá nokkrum öðrum Svía. Þarna komst ég í samband við mann sem ég trúði mjög mikið á og hafði æft eftir hans forskrift," segir Vilhjálmur og hann man vel eftir leikunum í Melbourne þrátt fyrir að það séu liðin meira en 55 ár. „Það hafa ýmis tilefni gefist til að rifja upp þessar klukkustundir í aðalkeppninni í Melbourne og það er auðvitað hápunkturinn á ferlinum ásamt reyndar Íslandsmeistaramótinu í Laugardal 1960 þegar ég jafnaði gildandi heimsmet í þrístökki með því að stökkva 16,70 metra algjörlega keppnislaust," segir Vilhjálmur. „Það varð til þess að menn voru búnir að bóka mig á pall í Róm á Ólympíuleikunum sem fóru fram stuttu síðar. Það er aldrei gott að vera bókaður fyrir fram eins og við Íslendingar höfum oft brennt okkur á. Það þarf svo margt að lukkast vel til þess að allt smelli saman. Heppnin þarf alltaf að vera með en hún ein er ekki nóg. Ástundunin og allt það þarf að vera fyrir hendi og svo þarf á lukkunni að halda líka," segir Vilhjálmur. „Ég ætla að rétt að vona að það komi fleiri í Heiðurshöllina og ég verði ekki einmana þarna. Ég hét á þá í hófinu að láta mig ekki vera lengi einan. Það eru gríðarlega margir ákaflega verðugir. Eins og Ellert B. Schram sagði í hófinu þá er það stóra í þessu hvað íþróttaiðkun er orðin almenn. Þetta þótti hálfgerður fíflaskapur í gamla daga þegar ég var að æfa hérna út um móa og mela. Þá fannst fólki vera illa farið með orkuna," segir Vilhjálmur og hann hefur sterkar skoðanir á íþróttaiðkun barna í dag. Þurfa næði til að rata á rétta grein„Ég á orðið tuttugu barnabörn og vel flest þeirra eru að æfa alls konar íþróttir. Eitt er það sem ég óttast svolítið en það er að menn fái aldrei næði til að rata á rétta grein fyrir sig persónulega. Þegar krakkar eru gripnir svona snemma út í mikla þjálfun í tiltekinni grein sem foreldrarnir hafa jafnvel fyrst og fremst haft áhuga á þá lokar það börnin inn í þeim heimi," segir Vilhjálmur sem telur að saga sín styðji við þetta. Þrístökkið fann mig„Ég var alæta á íþróttir sem krakki og hélt um fermingu að ég myndi aldrei geta neitt nema kannski í köstum því ég var svolítið feitlaginn. Ég hafði næði til þess að leika mér áfram í öllu mögulegu og dett niður á þrístökkið þegar ég er orðinn 18 ára gamall. Þá finn ég þrístökkið eða þrístökkið finnur mig," segir Vilhjálmur að lokum og allir Íslendingar þekkja síðan framhaldið.
Íþróttir Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Sjá meira