Hollenskt par ræktar jarðaber í Reykholti Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 16. júlí 2012 20:00 Hollenskt plöntufyrirtæki hefur komið sér fyrir í Reykholti og hafið þar jarðaberjaræktun. Ef allt gengur að óskum vonast það eftir að geta ræktað íslensk jarðaber allan ársins hring. Árið 2005 byggði hollenska fyrirtækið Kooij þetta gróðurhús í miðju gróðurhúsahverfinu í Reykholti til þess að kæla þar sérstakar plöntur sem fyrirtækið selur í Hollandi. Með nýrri tækni er ekki lengur þörf á að flytja plönturnar hingað til kælingar og því stóð fyrirtækið uppi með tómt gróðurhús en vildi samt halda áfram rekstri á Íslandi. „Við fréttum frá ráðgjöfum í Hollandi að það væri eftirspurn eftir þessu og að hér væru ræktendur sem væru að byrja að rækta svona ávexti," segir Astrid Frederike Kooij, framkvæmdastjóri Jarðaberjalands. „ Við skoðun komumst við að því að um viðskiptatækifæri væri að ræða og það er góð ástæða til að vera hér áfram." Fyrstu plönturnar voru gróðursettar fyrir mánuði síðan og voru þær í fullum blóma þegar fréttastofa leit við á dögunum. „Vonandi, ef veðrið helst svona gott, hefst tínsla eftur um hálfan mánuð." Hún segir plönturnar sem þau noti skili uppskeru jafnt og þétt fram á haustið sem er ólíkt plöntunum sem aðrir jarðaberjabóndar á Íslandi nota sem skila stórri uppskeru einu sinni á sumri. „Ég vonast til þess að við fáum 1-2 kíló á hverjum fermetra og við erum með um tvö þúsund fermetra í ræktun. Á næsta ári vonast ég til að geta sett 10-12 kg/m2 á markað. Markmiðið fyrir næsta ár er því 20-25 þúsund kíló." Íslendingar flytja inn um 360 tonn af jarðaberjum á hverju ári svo hollensk/íslensku berin ættu að vera góð viðbót á markaðinn og vonast Astrid til þess að Íslendingar muni taka vel á móti þeim. Hlakkarðu til að smakka fyrstu jarðarberin ykkar? „Svo sannarlega. Fólk segir gjarnan: "Þið eruð komin með þau og við hlökkum til að smakka þau."" Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Sjá meira
Hollenskt plöntufyrirtæki hefur komið sér fyrir í Reykholti og hafið þar jarðaberjaræktun. Ef allt gengur að óskum vonast það eftir að geta ræktað íslensk jarðaber allan ársins hring. Árið 2005 byggði hollenska fyrirtækið Kooij þetta gróðurhús í miðju gróðurhúsahverfinu í Reykholti til þess að kæla þar sérstakar plöntur sem fyrirtækið selur í Hollandi. Með nýrri tækni er ekki lengur þörf á að flytja plönturnar hingað til kælingar og því stóð fyrirtækið uppi með tómt gróðurhús en vildi samt halda áfram rekstri á Íslandi. „Við fréttum frá ráðgjöfum í Hollandi að það væri eftirspurn eftir þessu og að hér væru ræktendur sem væru að byrja að rækta svona ávexti," segir Astrid Frederike Kooij, framkvæmdastjóri Jarðaberjalands. „ Við skoðun komumst við að því að um viðskiptatækifæri væri að ræða og það er góð ástæða til að vera hér áfram." Fyrstu plönturnar voru gróðursettar fyrir mánuði síðan og voru þær í fullum blóma þegar fréttastofa leit við á dögunum. „Vonandi, ef veðrið helst svona gott, hefst tínsla eftur um hálfan mánuð." Hún segir plönturnar sem þau noti skili uppskeru jafnt og þétt fram á haustið sem er ólíkt plöntunum sem aðrir jarðaberjabóndar á Íslandi nota sem skila stórri uppskeru einu sinni á sumri. „Ég vonast til þess að við fáum 1-2 kíló á hverjum fermetra og við erum með um tvö þúsund fermetra í ræktun. Á næsta ári vonast ég til að geta sett 10-12 kg/m2 á markað. Markmiðið fyrir næsta ár er því 20-25 þúsund kíló." Íslendingar flytja inn um 360 tonn af jarðaberjum á hverju ári svo hollensk/íslensku berin ættu að vera góð viðbót á markaðinn og vonast Astrid til þess að Íslendingar muni taka vel á móti þeim. Hlakkarðu til að smakka fyrstu jarðarberin ykkar? „Svo sannarlega. Fólk segir gjarnan: "Þið eruð komin með þau og við hlökkum til að smakka þau.""
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Sjá meira