Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-1 Stefán Árni Pálsson á Samsung-vellinum skrifar 16. júlí 2012 15:43 Stjarnan og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í 11. Umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ. Arnar Már Björgvinsson kom Blikum yfir í fyrri hálfleiknum en það var Halldór Orri Björnsson sem jafnaði metin fyrir heimamenn beint úr aukaspyrnu í þeim síðari. Það var blíðskapar veður þegar leikurinn hófst í Garðabænum og liðin vel stemmd. Leikurinn hófst samt nokkuð rólega og liðin voru lengi í gang. Blikar voru nokkuð ferskir þegar leið á fyrri hálfleikinn og komust hægt og rólega inn í leikinn. Stjörnumenn áttu aftur á móti erfitt uppdráttar og fátt gekk upp í sóknarleik þeirra. Þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum komust gestirnir frá Kópavogi fyrir með fínu marki frá Arnari Má Björgvinssyni þegar hann afgreiddi boltann snyrtilega í netið eftir stungusendingu frá Tómasi Óla Garðarssyni. Stjörnumenn byrjuðu vel í síðari hálfleiknum og pressuðu Blikana strax hátt uppá völlinn. Það gekk samt sem áður erfilega að skora en það hafðist að lokum. Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, jafnaði leikinn með marki beint úr aukaspyrnu um tuttugu mínútum fyrir leikslok. Stjörnumenn reyndu hvað þeir gátu síðustu mínútur leiksins að tryggja sér sigurinn en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Halldór: Við erum hundsvekktir með þessi úrslit„Við erum ekki sáttur með þessu úrslit en áttum bara ekkert meira skilið út úr þessum leik," sagði Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir jafntefli í kvöld. „Við lékum skelfilega í fyrri hálfleiknum og það var kannski rétt í lokin sem liðið náði sér almennilega á strik". „Það vantaði allt í fyrri hálfleiknum, við vorum ekki að tala saman og menn lögðu sig ekki nægilega mikið fram." Halldór Orri skoraði frábært mark fyrir Stjörnuna beint úr aukaspyrnu. „Það kom aldrei neitt annað til greina en að ég myndi taka þessa spyrnu. Ég hef beðið í allt sumar eftir að fá aukaspyrnu á þessum stað og auðvita klíndi ég boltanum í netið." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Halldór hér að ofan. Arnar Már: Getum vel byggt ofan á þessa frammistöðu„Svona fyrirfram værum við nokkuð sáttur með jafnteflið en eins og leikurinn spilaðist þá hefðum við getað náð í stigin þrjú,“ sagði Arnar Már Björgvinsson, leikmaður Breiðabliks, eftir jafnteflið í kvöld. „Við náðum að loka vel á eitt besta sóknarlið landsins og það verður að teljast nokkuð jákvætt, við erum í raun ekki sáttur með þessu úrslit.“ „Að mínu mati hefði Ingvar Kale jafnvel átt að verja þessa aukaspyrnu en það féll ekki með okkur í kvöld.“ „Við getum svo sannarlega byggt vel ofan á þessa frammistöðu og verðum bara að vera jákvæðir.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Arnar með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Stjarnan og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í 11. Umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ. Arnar Már Björgvinsson kom Blikum yfir í fyrri hálfleiknum en það var Halldór Orri Björnsson sem jafnaði metin fyrir heimamenn beint úr aukaspyrnu í þeim síðari. Það var blíðskapar veður þegar leikurinn hófst í Garðabænum og liðin vel stemmd. Leikurinn hófst samt nokkuð rólega og liðin voru lengi í gang. Blikar voru nokkuð ferskir þegar leið á fyrri hálfleikinn og komust hægt og rólega inn í leikinn. Stjörnumenn áttu aftur á móti erfitt uppdráttar og fátt gekk upp í sóknarleik þeirra. Þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum komust gestirnir frá Kópavogi fyrir með fínu marki frá Arnari Má Björgvinssyni þegar hann afgreiddi boltann snyrtilega í netið eftir stungusendingu frá Tómasi Óla Garðarssyni. Stjörnumenn byrjuðu vel í síðari hálfleiknum og pressuðu Blikana strax hátt uppá völlinn. Það gekk samt sem áður erfilega að skora en það hafðist að lokum. Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, jafnaði leikinn með marki beint úr aukaspyrnu um tuttugu mínútum fyrir leikslok. Stjörnumenn reyndu hvað þeir gátu síðustu mínútur leiksins að tryggja sér sigurinn en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Halldór: Við erum hundsvekktir með þessi úrslit„Við erum ekki sáttur með þessu úrslit en áttum bara ekkert meira skilið út úr þessum leik," sagði Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir jafntefli í kvöld. „Við lékum skelfilega í fyrri hálfleiknum og það var kannski rétt í lokin sem liðið náði sér almennilega á strik". „Það vantaði allt í fyrri hálfleiknum, við vorum ekki að tala saman og menn lögðu sig ekki nægilega mikið fram." Halldór Orri skoraði frábært mark fyrir Stjörnuna beint úr aukaspyrnu. „Það kom aldrei neitt annað til greina en að ég myndi taka þessa spyrnu. Ég hef beðið í allt sumar eftir að fá aukaspyrnu á þessum stað og auðvita klíndi ég boltanum í netið." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Halldór hér að ofan. Arnar Már: Getum vel byggt ofan á þessa frammistöðu„Svona fyrirfram værum við nokkuð sáttur með jafnteflið en eins og leikurinn spilaðist þá hefðum við getað náð í stigin þrjú,“ sagði Arnar Már Björgvinsson, leikmaður Breiðabliks, eftir jafnteflið í kvöld. „Við náðum að loka vel á eitt besta sóknarlið landsins og það verður að teljast nokkuð jákvætt, við erum í raun ekki sáttur með þessu úrslit.“ „Að mínu mati hefði Ingvar Kale jafnvel átt að verja þessa aukaspyrnu en það féll ekki með okkur í kvöld.“ „Við getum svo sannarlega byggt vel ofan á þessa frammistöðu og verðum bara að vera jákvæðir.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Arnar með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira