Sameiningarafl þjóðarinnar Jón Þór Ólafsson skrifar 2. júní 2012 06:00 Þegar sameiningartákn þjóðarinnar sat á Bessastöðum gaf þingið sjávarauðlind þjóðarinnar, tók verðtryggingu af launum en ekki skuldum, einkavinavæddi ríkisbankana og svo má lengi telja. Okkur leið vel með táknrænan forseta. En þegar við kjósum til embættisins í sumar skulum við samt spyrja hvort okkur liði ekki betur í dag hefði forsetinn skotið þessum málum til þjóðarinnar. Við værum eflaust með réttlátara fiskveiðikerfi, verðtryggingin væri án efa minningin ein og hér hefði mögulega ekki orðið bankahrun, eða í það minnsta ekki jafn stórt. Kjósendur eru hluti löggjafarvaldsins.Á meðan að greiðasta leiðin til að komast á þing er með stuðningi sérhagsmunaaðila munu fæstir þingmenn vera fulltrúar almennings. Minnihlutahópar þurfa að sjálfsögðu vörn fyrir ofríki meirihlutans, svo fulltrúalýðræði hefur sína kosti, en þegar þingið þóknast sérhagsmunum og setur lög gegn almannahag þá þarf almenningur að grípa fram fyrir hendurnar á Alþingi. Stjórnarskráin heimilar forsetanum að aðstoða almenning til þess, en það er misskilningur að hann hafi neitunarvald. Við synjun forseta á lagafrumvarpi „fær það engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar" eins og segir í 26. grein stjórnarskrárinnar. Það eru kjósendur sem hafa neitunarvaldið. Kjósendur í landinu eru hluti af löggjafarvaldinu. En þeir þurfa að treysta á að forsetinn virki þetta vald þeirra, að hann skjóti málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Málskotsrétturinn veitir Alþingi aðhald.Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá mun stór hluti kjósenda halda áfram að skora á forsetann að beita málskotsréttinum. Forseti sem í framtíðinni er tregur til að skjóta málum til þjóðarinnar mun sundra henni en ekki sameina. En málskotsréttur forsetans getur verið sameiningarafl. Hann veitir Alþingi aðhald við lagasetningu. Hann þrýstir á þingið að vera samstiga þjóðinni í stórum málum. Málskotsrétturinn getur því verið afl sem betur sameinar hagsmuni þings og þjóðar. Þing sem er meira samstiga þjóðinni.Í lok júní getum við kosið forseta sem á að sameina þjóðina með því að stappa í okkur stálið frá hliðarlínunni; á meðan hagsmunir þings og þjóðar reka áfram í sundur; á meðan hunsaðar kröfur kjósenda um málskot verða háværari. Eða við getum kosið forseta sem finnst sjálfsagt að við kjósendur fáum færi á að gefa lagafrumvörpum þingsins rauða spjaldið; forseta sem þingið veit að stendur með þjóðinni þegar hagsmunagjá myndast þar á milli; forseta sem sameinar þannig hagsmuni þings og þjóðar að við getum spilað betur saman sem liðsheild. Mætum á kosningavöllinn og styðjum málskotsréttinn til sigurs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Jón Þór Ólafsson Skoðun Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þegar sameiningartákn þjóðarinnar sat á Bessastöðum gaf þingið sjávarauðlind þjóðarinnar, tók verðtryggingu af launum en ekki skuldum, einkavinavæddi ríkisbankana og svo má lengi telja. Okkur leið vel með táknrænan forseta. En þegar við kjósum til embættisins í sumar skulum við samt spyrja hvort okkur liði ekki betur í dag hefði forsetinn skotið þessum málum til þjóðarinnar. Við værum eflaust með réttlátara fiskveiðikerfi, verðtryggingin væri án efa minningin ein og hér hefði mögulega ekki orðið bankahrun, eða í það minnsta ekki jafn stórt. Kjósendur eru hluti löggjafarvaldsins.Á meðan að greiðasta leiðin til að komast á þing er með stuðningi sérhagsmunaaðila munu fæstir þingmenn vera fulltrúar almennings. Minnihlutahópar þurfa að sjálfsögðu vörn fyrir ofríki meirihlutans, svo fulltrúalýðræði hefur sína kosti, en þegar þingið þóknast sérhagsmunum og setur lög gegn almannahag þá þarf almenningur að grípa fram fyrir hendurnar á Alþingi. Stjórnarskráin heimilar forsetanum að aðstoða almenning til þess, en það er misskilningur að hann hafi neitunarvald. Við synjun forseta á lagafrumvarpi „fær það engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar" eins og segir í 26. grein stjórnarskrárinnar. Það eru kjósendur sem hafa neitunarvaldið. Kjósendur í landinu eru hluti af löggjafarvaldinu. En þeir þurfa að treysta á að forsetinn virki þetta vald þeirra, að hann skjóti málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Málskotsrétturinn veitir Alþingi aðhald.Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá mun stór hluti kjósenda halda áfram að skora á forsetann að beita málskotsréttinum. Forseti sem í framtíðinni er tregur til að skjóta málum til þjóðarinnar mun sundra henni en ekki sameina. En málskotsréttur forsetans getur verið sameiningarafl. Hann veitir Alþingi aðhald við lagasetningu. Hann þrýstir á þingið að vera samstiga þjóðinni í stórum málum. Málskotsrétturinn getur því verið afl sem betur sameinar hagsmuni þings og þjóðar. Þing sem er meira samstiga þjóðinni.Í lok júní getum við kosið forseta sem á að sameina þjóðina með því að stappa í okkur stálið frá hliðarlínunni; á meðan hagsmunir þings og þjóðar reka áfram í sundur; á meðan hunsaðar kröfur kjósenda um málskot verða háværari. Eða við getum kosið forseta sem finnst sjálfsagt að við kjósendur fáum færi á að gefa lagafrumvörpum þingsins rauða spjaldið; forseta sem þingið veit að stendur með þjóðinni þegar hagsmunagjá myndast þar á milli; forseta sem sameinar þannig hagsmuni þings og þjóðar að við getum spilað betur saman sem liðsheild. Mætum á kosningavöllinn og styðjum málskotsréttinn til sigurs.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar