Enski boltinn

Ameobi: Sáum hvað Blackburn gerði á móti United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Shola Ameobi fagnar Demba Ba í kvöld.
Shola Ameobi fagnar Demba Ba í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Shola Ameobi og félagar í Newcastle unnu frábæran 3-0 sigur á Englandsmeisturum Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en þetta var aðeins annar sigur Newcastle í síðustu níu leikjum sínum og fyrsti sigur liðsins á United síðan í september 2001.

„Við mættum ekki í leikinn á móti Liverpool á dögunum svo að þetta var frábært tækifæri til að sýna úr hverju við erum gerðir," sagði Shola Ameobi, framherji Newcastle sem fór oft illa með Phil Jones í leiknum í kvöld. Newcastle tapaði 1-3 fyrir Liverpool í leiknum á undan.

„Við sáum hvað Blackburn gerði á móti Manchester United fyrir nokkrum dögum og eitt að aðalmarkmiðum okkar í þessum leik var að komast aftur fyrir þá og ýta þeim upp völlinn. Það tókst vel hjá okkur," sagði Ameobi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×