Arnar Gunnlaugs kolféll fyrir bandarískri leikkonu 4. janúar 2012 08:00 Arnar Gunnlaugs og leikkonan Michaela Conlin hafa verið saman í nokkra mánuði en það var fyrir tilstilli Ásdísar Ránar að parið kynntist. Leikkonan Michaela Conlin eyddi áramótunum á Íslandi, eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Conlin sækir landið heim en leikkonan og fyrrum knattspyrnuhetjan Arnar Gunnlaugsson felldu hugi saman þegar leikkonan kom hingað fyrst í heimsókn í nóvember. Það var engin önnur er mágkona Arnars, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, sem á heiðurinn að sambandinu. "Jú, það passar og þau hafa verið að hittast í nokkrar vikur," segir Ásdís Rán en Arnar og Conlin sáust saman við ýmis tækifæri yfir hátíðarnar. Ásdís Rán og Conlin eiga sameiginlega vini í Los Angeles þar sem leikkonan býr og starfar en Ásdís aðstoðaði Conlin þegar hún kom fyrst til landsins í haust. "Það er oft haft samband við mig þegar verið er að fara að heimsækja Ísland og ég beðin um að mæla með hvað er best að gera og gerði ég það fyrir Michaelu," segir Ásdís, sem er stödd hér á landi í stuttu jólafríi en heldur aftur til Búlgaríu eftir nokkra daga. Conlin, sem á ættir sínar að rekja til Kína og Írlands, er hvað frægust fyrir hlutverk sitt sem meinatæknirinn Angela Montenegro í sjónvarpsþáttaröðinni Bones sem sýnd er á Stöð 2. Conlin hefur leikið í þáttunum frá því að þeir byrjuðu árið 2005. Einnig hefur hún farið með hlutverk í kvikmyndunum The Lincoln Lawyer, Enchanted og Open Window. Arnar Gunnlaugs er hins vegar þekktur fyrir færni sína á fótboltavellinum og sem einn af eigendum umboðsskrifstofunnar Total Football.Parið var einmitt saman í jólaboði skrifstofunnar milli jóla og nýárs þar sem til dæmis Eiður Smári Guðjohnsen, Ásdís Rán og eiginmaður hennar Garðar Gunnlaugsson voru einnig gestir. Arnar vildi ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið í gær. alfrun@frettabladid.is- Hér má sjá mynd af leikkonunni fagna á Austur (mynd #2 í myndasafni). Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Leikkonan Michaela Conlin eyddi áramótunum á Íslandi, eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Conlin sækir landið heim en leikkonan og fyrrum knattspyrnuhetjan Arnar Gunnlaugsson felldu hugi saman þegar leikkonan kom hingað fyrst í heimsókn í nóvember. Það var engin önnur er mágkona Arnars, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, sem á heiðurinn að sambandinu. "Jú, það passar og þau hafa verið að hittast í nokkrar vikur," segir Ásdís Rán en Arnar og Conlin sáust saman við ýmis tækifæri yfir hátíðarnar. Ásdís Rán og Conlin eiga sameiginlega vini í Los Angeles þar sem leikkonan býr og starfar en Ásdís aðstoðaði Conlin þegar hún kom fyrst til landsins í haust. "Það er oft haft samband við mig þegar verið er að fara að heimsækja Ísland og ég beðin um að mæla með hvað er best að gera og gerði ég það fyrir Michaelu," segir Ásdís, sem er stödd hér á landi í stuttu jólafríi en heldur aftur til Búlgaríu eftir nokkra daga. Conlin, sem á ættir sínar að rekja til Kína og Írlands, er hvað frægust fyrir hlutverk sitt sem meinatæknirinn Angela Montenegro í sjónvarpsþáttaröðinni Bones sem sýnd er á Stöð 2. Conlin hefur leikið í þáttunum frá því að þeir byrjuðu árið 2005. Einnig hefur hún farið með hlutverk í kvikmyndunum The Lincoln Lawyer, Enchanted og Open Window. Arnar Gunnlaugs er hins vegar þekktur fyrir færni sína á fótboltavellinum og sem einn af eigendum umboðsskrifstofunnar Total Football.Parið var einmitt saman í jólaboði skrifstofunnar milli jóla og nýárs þar sem til dæmis Eiður Smári Guðjohnsen, Ásdís Rán og eiginmaður hennar Garðar Gunnlaugsson voru einnig gestir. Arnar vildi ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið í gær. alfrun@frettabladid.is- Hér má sjá mynd af leikkonunni fagna á Austur (mynd #2 í myndasafni).
Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira