Kjósum með hjartanu Natan Kolbeinsson skrifar 12. júní 2012 14:25 Mikið hefur verið um það að fólk ætli sér að kjósa Ólaf Ragnar eða Þóru til þess eins að tryggja það að hinn komist ekki í stól forseta. Þessi hugsun hefur gert það að verkum að aðrir frambjóðendur fá ekkert fylgi því fólk sér það ekki sem raunhæfan kost. Þegar ég segi fólk að ég ætli mér að kjósa Herdísi til forseta heyrir ég oftast "viltu í alvöru fá Þóru/Ólaf sem forseta?". Það er rangt af okkur að vilja ekki kjósa frambjóðendur því ótti okkar við annan frambjóðanda er svo mikil að við sjáum okkur svíkja hugmyndafræði okkar og sannfæringu fyrir það eitt að vilja ekki fá eitthvern kjörinn. Það er andlýðræðislegt af okkur að vilja ekki fylgja því sem við trúum og við eigum ekki að láta þennan ótta stýra því hvern við kjósum. Við búum við slæmt kosningakerfi og verðum að lifa með það í þessum kosningum. Betri kostur væri að hafa hér eins og þekkist í Frakklandi tveggja umferða kerfi. Frakkar eiga máltæki sem lýsir því mjög afhverju tveggja umferða kerfi er betra, „Í fyrstu umferð á að kjósa með hjartanu en í þeirri annari með heilanum." Tveggja umferða kerfi hefur þá kosti að gefa okkur tækifæri á að kynna okkur þá frambjóðendur sem ekki eru valdir af skoðanakönnunum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar og skoðanakannanir hafa mikið að segja og átt hvað stærstan þátt í því að koma þessum ótta um að kjósa ekki þá frambjóðendur sem mælast með hvað minnst fylgi. Það er ekki í verkahring fjölmiðla að mynda skoðanir almennings heldur er það verk þeirra að koma upplýsingum hlutlaust til okkar svo við getum myndað okkur skoðun út frá því sem við vitum. Við eigum ekki að láta fjölmiðlum eftir það vald að ákveða fyrir okkur hver verður næsti þjóðhöfðingi okkar á þessum umrótartímum. Við eigum að taka ákvörðun sem er byggð á sannfæringu okkar og trú en ekki ótta. Í þessum kosningum eru tvær fylkingar frambjóðenda. Það eru Ari, Þóra og Hannes sem byggja á hugmyndafræðinni um sameiningartákn svo eru það Herdís, Andrea og Ólafur sem byggja sig á virkni forseta í allri umræðu og sem virkt lýðræðisafl í samfélaginu. Ólafur og Þóra hafa verði sýnd sem leiðtogar sinnar fylkingar og að þau einn séu raunvörulegur kostur. Þann 30. júní eigum við að kjósa með hjartanu það sem við raunverulega viljum, ekki bara það sem fjölmiðlar og skoðanakannanir hræða okkur í að kjósa. Þessi grein er ekki skoðun HallveigarUJR heldur aðeins höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Natan Kolbeinsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið um það að fólk ætli sér að kjósa Ólaf Ragnar eða Þóru til þess eins að tryggja það að hinn komist ekki í stól forseta. Þessi hugsun hefur gert það að verkum að aðrir frambjóðendur fá ekkert fylgi því fólk sér það ekki sem raunhæfan kost. Þegar ég segi fólk að ég ætli mér að kjósa Herdísi til forseta heyrir ég oftast "viltu í alvöru fá Þóru/Ólaf sem forseta?". Það er rangt af okkur að vilja ekki kjósa frambjóðendur því ótti okkar við annan frambjóðanda er svo mikil að við sjáum okkur svíkja hugmyndafræði okkar og sannfæringu fyrir það eitt að vilja ekki fá eitthvern kjörinn. Það er andlýðræðislegt af okkur að vilja ekki fylgja því sem við trúum og við eigum ekki að láta þennan ótta stýra því hvern við kjósum. Við búum við slæmt kosningakerfi og verðum að lifa með það í þessum kosningum. Betri kostur væri að hafa hér eins og þekkist í Frakklandi tveggja umferða kerfi. Frakkar eiga máltæki sem lýsir því mjög afhverju tveggja umferða kerfi er betra, „Í fyrstu umferð á að kjósa með hjartanu en í þeirri annari með heilanum." Tveggja umferða kerfi hefur þá kosti að gefa okkur tækifæri á að kynna okkur þá frambjóðendur sem ekki eru valdir af skoðanakönnunum og fjölmiðlum. Fjölmiðlar og skoðanakannanir hafa mikið að segja og átt hvað stærstan þátt í því að koma þessum ótta um að kjósa ekki þá frambjóðendur sem mælast með hvað minnst fylgi. Það er ekki í verkahring fjölmiðla að mynda skoðanir almennings heldur er það verk þeirra að koma upplýsingum hlutlaust til okkar svo við getum myndað okkur skoðun út frá því sem við vitum. Við eigum ekki að láta fjölmiðlum eftir það vald að ákveða fyrir okkur hver verður næsti þjóðhöfðingi okkar á þessum umrótartímum. Við eigum að taka ákvörðun sem er byggð á sannfæringu okkar og trú en ekki ótta. Í þessum kosningum eru tvær fylkingar frambjóðenda. Það eru Ari, Þóra og Hannes sem byggja á hugmyndafræðinni um sameiningartákn svo eru það Herdís, Andrea og Ólafur sem byggja sig á virkni forseta í allri umræðu og sem virkt lýðræðisafl í samfélaginu. Ólafur og Þóra hafa verði sýnd sem leiðtogar sinnar fylkingar og að þau einn séu raunvörulegur kostur. Þann 30. júní eigum við að kjósa með hjartanu það sem við raunverulega viljum, ekki bara það sem fjölmiðlar og skoðanakannanir hræða okkur í að kjósa. Þessi grein er ekki skoðun HallveigarUJR heldur aðeins höfundar.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar