Innlent

Sigu með lamb úr Kaplagjótu

Heil á húfi Þeir Ármann og Bjarki Týr með lambið.Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson
Heil á húfi Þeir Ármann og Bjarki Týr með lambið.Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson
Tveir ungir björgunarsveitarmenn í Vestmannaeyjum komu lambi til bjargar síðdegis í gær. Lambið var í sjálfheldu í Kaplagjótu í Herjólfsdal.

Björgunarsveit fór á vettvang og þeir Bjartur Týr Ólafsson og Ármann Ægisson sigu niður klettana.

„Þetta var um 120 metra sig niður í fjöru," segir Bjartur Týr. „Við sáum lambið fyrst ekki og vorum að fara að síga alveg niður þegar ég heyrði í því inni í einum skútanum." Þegar niður var komið fór lambið strax á beit og bar sig vel. Að sögn Bjarts var því komið saman við móður sína og endaði því hildarleikurinn vel. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×