Erlent

Stuðningur við evruna eykst

Stokkhólmur Sænska þingið kann að þurfa að fjalla um upptöku evru, aukist stuðningur við skipti í landinu.
Stokkhólmur Sænska þingið kann að þurfa að fjalla um upptöku evru, aukist stuðningur við skipti í landinu.
Svíum sem vilja taka upp evruna hefur fjölgað frá því í nóvember, samkvæmt nýrri könnun Statistiska centralbyrån.

Nær átta af hverjum tíu Svíum myndu greiða atkvæði gegn evrunni ef þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram í dag. 14 prósent myndu segja já.

Í nóvember síðastliðnum sögðust 11 prósent vilja að evran yrði tekin upp í Svíþjóð.

Stuðningur við Evrópusambandsaðild mældist 47 prósent í maí og er það jafnmikill stuðningur og í nóvember síðastliðnum. - ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×