Jarðgöng: Fjarðarheiðin bíður enn Þorvaldur Jóhannsson skrifar 12. júní 2012 06:00 Fjarðarheiði er fjallvegur á milli Héraðs og Seyðisfjarðar um 25 km. Hann teygir sig upp í 620 metra hæð og eru alls 10 km af leiðinni í yfir 600 metrum. Hann er því skiljanlega oft erfiður yfirferðar, sérlega í vetrarveðrum, og uppfyllir alls ekki ásættanlegar öryggiskröfur. Hann er eina akfæra leiðin að og frá Seyðisfirði og sem slíkur eini áætlunar-tengivegur Íslands við Evrópu og svo hefur verið í um 37 ár, en siglingar Smyril-Line hófust sumarið 1975. Þegar þetta er sett á blað er Fjarðarheiðin þungfær en Norræna kemur nú vikulega allt árið um kring. Vöruflutningar eru ört vaxandi þjónustuþáttur. Fjarðarheiði og Seyðisfjarðarhöfn færa Íslandi tugi þúsunda ferðamanna árlega sem flestir hafa lengri viðdvöl í landinu okkar en aðrir ferðamenn þar sem þeir m.a. fara akandi hringveginn um landið. Höfnin er einnig öflug móttökuhöfn skemmtiferðaskipa sem nú fjölga ört komum sínum og stefnir í metfjölda á komandi sumri. Mjög góð hafnaraðstaða í landi er nú þegar til staðar til móttöku skemmtiferðaskipa. Miðað við árlega umferð ferðamanna inn og út úr landinu um höfnina á Seyðisfirði lætur nærri að sá fjöldi fylli eina Boeing-flugþotu hvern virkan dag allt árið um kring. Þegar siglingar hófust með gamla Smyrli til Seyðisfjarðar sumarið 1975 var eðlilega mikið rætt um nauðsyn á bættum samgöngum/jarðgöngum til Héraðs/Egilsstaða. Um það var sérstaklega rætt við íslensk samgönguyfirvöld á þeim tíma. Bjartsýni ríkti og gælt var við að eftir 10–15 ár gætu þau komið til. Jarðgöng til Norðfjarðar um Oddskarð voru þá í undirbúningi og lauk þeim framkvæmdum 1977. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir Seyðfirðinga og stuðningsmanna í gegnum árin um nauðsyn þess að hefjast handa hafa þær óskir ætíð verið settar til hliðar og m.a. vikið fyrir öðrum. Mál er að linni. Fjarðarheiðargöng fyrir ÞjóðinaEr ekki röðin nú komin að Fjarðarheiðargöngum fyrir þjóðina? Jú, rétt er það þau kosta mikla fjármuni, eins og aðrar jarðgangaframkvæmdir sem þegar eru að baki og framundan eru. Sagt er að árlegar tekjur ríkisins af umferð séu nú áætlaðar um 57 milljarðar, en einungis um ca 17 milljarðar (tæpl. 1/3) skilar sér til framkvæmda við vegi og það sem þeim tilheyrir. Fjármunir eru því til, með sinn afmarkaða tekjustofn, en þeir eru notaðir í annað og það er kolröng og ámælisverð stjórnsýsla. Á meðan Seyðisfjörður bíður endalaust er staða byggðarlaga sem áður voru endastöðvar í vegakerfinu og í svipaðri stöðu og Seyðisfjörður nú þannig: 1. Siglufjörður, minn ágæti fæðingarbær, kominn með tvenn jarðgöng, 2. Ólafsfjörður með tvenn jarðgöng, 3. Ísafjörður með tvenn/þrenn jarðgöng og 4. Norðfjörður með ein jarðgöng og önnur fastlega á leiðinni. Þessar framkvæmdir allar hafa nú þegar sannað sinn tilverurétt. Því finnst mér nú tími til kominn að á það verði látið reyna að Seyðfirðingar og Fjarðarheiðin kalli nú á ákveðinn stuðning nágranna sinna (sakna hans), Vestfirðinga (Heiðursmannasamkomulagið frá 1986) og allra annarra Íslendinga sem vilja að sem blómlegust byggð haldist á landsbyggðinni m.a í vinalegum bæ á Austurlandi, Seyðisfirði, sem á í vök að verjast um þessar mundir, en hefur hljóðlega staðið vaktina fyrir þjóðina í áratugi í nánu samstarfi við vini okkar í Færeyjum og á Norðurlöndunum. Heimildir: 1. Skýrsla nefndar um Jarðgangaáætlun Reykjavík 1987 2 Þingsályktun um vegaáætlun 1991-1994. Samþykkt 18. mars 1991. 3. Tillaga til þingsályktunar um langtímaáætlun í vegagerð. 113 löggjafarþing 1990-1991. 4 Jarðgöng á Austurlandi. Byggðastofnun 1993. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fjarðarheiði er fjallvegur á milli Héraðs og Seyðisfjarðar um 25 km. Hann teygir sig upp í 620 metra hæð og eru alls 10 km af leiðinni í yfir 600 metrum. Hann er því skiljanlega oft erfiður yfirferðar, sérlega í vetrarveðrum, og uppfyllir alls ekki ásættanlegar öryggiskröfur. Hann er eina akfæra leiðin að og frá Seyðisfirði og sem slíkur eini áætlunar-tengivegur Íslands við Evrópu og svo hefur verið í um 37 ár, en siglingar Smyril-Line hófust sumarið 1975. Þegar þetta er sett á blað er Fjarðarheiðin þungfær en Norræna kemur nú vikulega allt árið um kring. Vöruflutningar eru ört vaxandi þjónustuþáttur. Fjarðarheiði og Seyðisfjarðarhöfn færa Íslandi tugi þúsunda ferðamanna árlega sem flestir hafa lengri viðdvöl í landinu okkar en aðrir ferðamenn þar sem þeir m.a. fara akandi hringveginn um landið. Höfnin er einnig öflug móttökuhöfn skemmtiferðaskipa sem nú fjölga ört komum sínum og stefnir í metfjölda á komandi sumri. Mjög góð hafnaraðstaða í landi er nú þegar til staðar til móttöku skemmtiferðaskipa. Miðað við árlega umferð ferðamanna inn og út úr landinu um höfnina á Seyðisfirði lætur nærri að sá fjöldi fylli eina Boeing-flugþotu hvern virkan dag allt árið um kring. Þegar siglingar hófust með gamla Smyrli til Seyðisfjarðar sumarið 1975 var eðlilega mikið rætt um nauðsyn á bættum samgöngum/jarðgöngum til Héraðs/Egilsstaða. Um það var sérstaklega rætt við íslensk samgönguyfirvöld á þeim tíma. Bjartsýni ríkti og gælt var við að eftir 10–15 ár gætu þau komið til. Jarðgöng til Norðfjarðar um Oddskarð voru þá í undirbúningi og lauk þeim framkvæmdum 1977. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir Seyðfirðinga og stuðningsmanna í gegnum árin um nauðsyn þess að hefjast handa hafa þær óskir ætíð verið settar til hliðar og m.a. vikið fyrir öðrum. Mál er að linni. Fjarðarheiðargöng fyrir ÞjóðinaEr ekki röðin nú komin að Fjarðarheiðargöngum fyrir þjóðina? Jú, rétt er það þau kosta mikla fjármuni, eins og aðrar jarðgangaframkvæmdir sem þegar eru að baki og framundan eru. Sagt er að árlegar tekjur ríkisins af umferð séu nú áætlaðar um 57 milljarðar, en einungis um ca 17 milljarðar (tæpl. 1/3) skilar sér til framkvæmda við vegi og það sem þeim tilheyrir. Fjármunir eru því til, með sinn afmarkaða tekjustofn, en þeir eru notaðir í annað og það er kolröng og ámælisverð stjórnsýsla. Á meðan Seyðisfjörður bíður endalaust er staða byggðarlaga sem áður voru endastöðvar í vegakerfinu og í svipaðri stöðu og Seyðisfjörður nú þannig: 1. Siglufjörður, minn ágæti fæðingarbær, kominn með tvenn jarðgöng, 2. Ólafsfjörður með tvenn jarðgöng, 3. Ísafjörður með tvenn/þrenn jarðgöng og 4. Norðfjörður með ein jarðgöng og önnur fastlega á leiðinni. Þessar framkvæmdir allar hafa nú þegar sannað sinn tilverurétt. Því finnst mér nú tími til kominn að á það verði látið reyna að Seyðfirðingar og Fjarðarheiðin kalli nú á ákveðinn stuðning nágranna sinna (sakna hans), Vestfirðinga (Heiðursmannasamkomulagið frá 1986) og allra annarra Íslendinga sem vilja að sem blómlegust byggð haldist á landsbyggðinni m.a í vinalegum bæ á Austurlandi, Seyðisfirði, sem á í vök að verjast um þessar mundir, en hefur hljóðlega staðið vaktina fyrir þjóðina í áratugi í nánu samstarfi við vini okkar í Færeyjum og á Norðurlöndunum. Heimildir: 1. Skýrsla nefndar um Jarðgangaáætlun Reykjavík 1987 2 Þingsályktun um vegaáætlun 1991-1994. Samþykkt 18. mars 1991. 3. Tillaga til þingsályktunar um langtímaáætlun í vegagerð. 113 löggjafarþing 1990-1991. 4 Jarðgöng á Austurlandi. Byggðastofnun 1993.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar