Handbolti

Áfall fyrir Dani | Knudsen meiddist á æfingu

Michael Knudsen.
Michael Knudsen. vísir/getty
Meiðsli á læri eru að fara illa með handboltaliðin í Skandinavíu í dag því danski línumaðurinn Michael Knudsen meiddist á læri á æfingu danska landsliðsins í dag.

Fyrr í dag varð ljóst að Norðmaðurinn Kristian Kjelling gæti ekki spilað á EM vegna meiðsla í læri.

Danir óttast að meiðslin séu það alvarleg að Knudsen missi af EM sem hefst um þarnæstu helgi.

Knudsen er tiltölulega nýbúinn að jafna sig eftir erfið meiðsli.

Línumaðurinn er mikilvægur hlekkur í frábæru dönsku liði sem mun sakna hans mikið fari svo að hann geti ekki spilað á EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×