Stelpan sem stal senunni á Möðrudal Kristján Már Unnarsson skrifar 15. október 2012 14:22 Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir, 6 ára geitahirðir á Möðrudal á Fjöllum, stal senunni í þættinum "Um land allt" sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún lokkaði geitahjörðina á bænum til sín með brauðpoka og hoppaði og skoppaði í kringum þær. Þarna sáust einnig hundur, yrðlingur og heimalningur en geiturnar eru þó uppáhaldsdýrin hennar Ísoldar. "Af því að þær eru svo fyndnar," sagði sú stutta. Þættirnir "Um land allt" verða á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum en í þeim verður fjallað um mannlíf um landið, fjarri skarkala borgarinnar, og þær áskoranir sem fólk stendur frammi fyrir víða í dreifbýlinu. Ísold Fönn byrjaði í skóla í fyrsta sinn í haust. Foreldrar hennar, Vilhjálmur Vernharðsson og Elísabet Svava Kristjánsdóttir, bændur á Möðrudal, stóðu frammi fyrir erfiðri ákvörðun; hvernig skólamálum dótturinnar yrði best hagað, en þau búa á þeirri jörð sem hæst stendur á Íslandi, í 470 metra hæð yfir sjávarmáli. Sveitarfélagið bauð upp á skóla á Fljótsdalshéraði, að Brúarási í Jökulsárhlíð, en einnig kom til greina að hún færi í skóla á Vopnafjörð eða í Mývatnssveit. Allir þessir kostir hefðu kallað á langan akstur yfir fjallvegi í misjafnri færð. Þau völdu fremur að halda annað heimili á Akureyri og að dóttirin færi þar í skóla. Á virkum dögum í vetur er því móðirin á Akureyri með dótturinni meðan faðirinn sinnir bústörfum á Möðrudal en fjölskyldan sameinast svo um helgar. Vilhjálmur er frá Möðrudal en kynntist eiginkonunni þegar hún vann sem landvörður í Kverkfjöllum fyrir átta árum. Forfeður Vilhjálms hafa setið jörðina frá árinu 1875 og langafi hans var með yfir þúsund fjár á vetrarfóðrum. Ferðamennirnir hafa nú tekið yfir það hlutverk sem sauðkindin hafði í gegnum aldirnar, að vera grundvöllur búsetunnar. Hefðbundinn búskapur hefur að mestu lagst af á Hólsfjöllum og Möðrudalsöræfum og er nú aðeins búið á tveimur jörðum, Möðrudal og Grímsstöðum. Í þættinum var einnig fjallað um hvernig hjónin á Möðrudal freista þess að efla vetrarferðamennsku til að styðja við búsetuna, meðal annars með því að bjóða upp á jeppaferðir á Vatnajökul og hálendið norðan jökulsins. Þá var Vilhjálmur bóndi spurður um hvernig honum litist á fjárfestingaráform Kínverjans Nubo á Grímsstöðum og að fá hann sem nágranna. Börn og uppeldi Fljótsdalshérað Um land allt Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir, 6 ára geitahirðir á Möðrudal á Fjöllum, stal senunni í þættinum "Um land allt" sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún lokkaði geitahjörðina á bænum til sín með brauðpoka og hoppaði og skoppaði í kringum þær. Þarna sáust einnig hundur, yrðlingur og heimalningur en geiturnar eru þó uppáhaldsdýrin hennar Ísoldar. "Af því að þær eru svo fyndnar," sagði sú stutta. Þættirnir "Um land allt" verða á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum en í þeim verður fjallað um mannlíf um landið, fjarri skarkala borgarinnar, og þær áskoranir sem fólk stendur frammi fyrir víða í dreifbýlinu. Ísold Fönn byrjaði í skóla í fyrsta sinn í haust. Foreldrar hennar, Vilhjálmur Vernharðsson og Elísabet Svava Kristjánsdóttir, bændur á Möðrudal, stóðu frammi fyrir erfiðri ákvörðun; hvernig skólamálum dótturinnar yrði best hagað, en þau búa á þeirri jörð sem hæst stendur á Íslandi, í 470 metra hæð yfir sjávarmáli. Sveitarfélagið bauð upp á skóla á Fljótsdalshéraði, að Brúarási í Jökulsárhlíð, en einnig kom til greina að hún færi í skóla á Vopnafjörð eða í Mývatnssveit. Allir þessir kostir hefðu kallað á langan akstur yfir fjallvegi í misjafnri færð. Þau völdu fremur að halda annað heimili á Akureyri og að dóttirin færi þar í skóla. Á virkum dögum í vetur er því móðirin á Akureyri með dótturinni meðan faðirinn sinnir bústörfum á Möðrudal en fjölskyldan sameinast svo um helgar. Vilhjálmur er frá Möðrudal en kynntist eiginkonunni þegar hún vann sem landvörður í Kverkfjöllum fyrir átta árum. Forfeður Vilhjálms hafa setið jörðina frá árinu 1875 og langafi hans var með yfir þúsund fjár á vetrarfóðrum. Ferðamennirnir hafa nú tekið yfir það hlutverk sem sauðkindin hafði í gegnum aldirnar, að vera grundvöllur búsetunnar. Hefðbundinn búskapur hefur að mestu lagst af á Hólsfjöllum og Möðrudalsöræfum og er nú aðeins búið á tveimur jörðum, Möðrudal og Grímsstöðum. Í þættinum var einnig fjallað um hvernig hjónin á Möðrudal freista þess að efla vetrarferðamennsku til að styðja við búsetuna, meðal annars með því að bjóða upp á jeppaferðir á Vatnajökul og hálendið norðan jökulsins. Þá var Vilhjálmur bóndi spurður um hvernig honum litist á fjárfestingaráform Kínverjans Nubo á Grímsstöðum og að fá hann sem nágranna.
Börn og uppeldi Fljótsdalshérað Um land allt Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira