Enski boltinn

Naumt tap Cardiff á útivelli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar, til vinstri, í leiknum í kvöld.
Aron Einar, til vinstri, í leiknum í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í enska B-deildarliðinu Cardiff töpuðu í kvöld fyrir Crystal Palace á útivelli, 1-0, í fyrri viðureign liðanna í undaúrslitum enska deildabikarsins.

Síðari leikur liðanna fer fram í Cardiff eftir tvær vikur en siguvergari rimmunnar mætir annað hvort Manchester City eða Liverpool í úrslitaleiknum á Wembley-leikvanginum.

Anthony Gardner skoraði eina mark leiksins í kvöld með skalla skömmu áður en flautað var til leikhlés. Kenny Miller, leikmaður Cardiff, náði að koma boltanum í netið snemma í síðari hálfleik en markið var dæmt af vegna brots.

Aron Einar átti fínan leik þó svo að liðið hafi ekki náð að skapa sér mörg færi í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×