Handbolti

Frakkar ekki í vandræðum með Norðmenn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Karabatic sækir að norsku vörninni í kvöld.
Karabatic sækir að norsku vörninni í kvöld. Nordic Photos / AFP
Heims-, Evrópu- og Ólympíumeistarar Frakklands fóru nokkuð létt með Noreg í æfingalandsleik í handbolta í kvöld. Lokatölur 35-29.

Liðin mættust í Frakklandi í kvöld en þau eru að undirbúa sig fyrir EM í Serbíu sem hefst á sunnudaginn. Noregur er í riðli með Íslandi á EM en liðin mætast á miðvikudaginn í næstu viku.

Frakkar náðu tíu marka forystu strax í fyrri hálfleik, 20-10, en staðan var 21-13 að honum loknum. Norðmenn náðu þó að minnka muninn í þrjú mörk í seinni hálfleik en nær komust þeir ekki og Frakkar innbyrtu sigur.

Liðin mætast að nýju á fimmtudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×