Handbolti

Slóvenar verða nánast á heimavelli gegn Íslandi

Slóvenskir stuðningsmenn kunna að hvetja.
Slóvenskir stuðningsmenn kunna að hvetja.
Það er óhætt að segja að Slóvenar verði svo gott sem á heimavelli er þeir mæta Íslendingum á EM í Serbíu. Von er á um 2.000 Slóvenum upp til Vrsac þar sem riðill liðanna fer fram. Slóvenar geta eflaust líka treyst á einhvern stuðning frá heimamönnum.

Ólíkt Íslendingum eru Slóvenar ótrúlega háværir á vellinum. Stemningin til að mynda á heimavelli Celje Lasko á sér fáar hliðstæður.

Ísland og Slóvenía mætast í lokaumferð riðlakeppninnar og þá verður væntanlega mikið undir. Ísland þarf þá að berjast gegn her slóvenskra stuðningsmanna ásamt slóvenska liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×