Enski boltinn

Er fortíðarrómantíkin að taka yfir hjá Arsenal? - Pires á æfingu í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thierry Henry og Robert Pires.
Thierry Henry og Robert Pires. Mynd/Nordic Photos/Getty
Thierry Henry átti ótrúlega endurkomu í Arsenel-liðið í gær þegar hann skoraði sigurmark liðsins í bikarleik á móti Leeds. Nú gæti önnur Arsenal-goðsögn bæst í hópinn hjá liðinu. Robert Pires er farinn að mæta á æfingar hjá Arsene Wenger.

"Súper, súper. Robert Pires er að æfa með okkur dag. Annar kóngur að snúa til baka. Hversu stórkostlegt væri það," skrifar Jack Wilshere á twittersíðu sína í dag.

Robert Pires spilaði með Arsenal frá 2000 til 2006 og skoraði 85 mö0rk í 284 leikjum með liðinu. Hann vann fimm stóra titla með félaginu, varð enskur meistari 2001–02 og 2003–04 og svo enskur bikarmeistari 2002, 2003 og 2005.

Robert Pires er orðinn 38 ára gamall og er því fjórum árum eldri en Henry. Hann fór frá Arsenal til spænska félagsins Villarreal árið 2006 og lék þar í fjögur tímabil. Pries fékk síðan að reyna sig með Aston Villa á síðustu leiktíð en það gekk ekkert sérstaklega vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×