Segir Y-listann hafa viljað salta vaxtamál 5. maí 2012 13:00 Guðríður Arnardóttir og Rannveig H. Ásgeirsdóttir Fyrrverandi formaður bæjarráðs Kópavogs segir þáverandi meirihluta hafa rætt að fela bæjarstjóranum, sem átti að segja upp, annað starf á vegum bæjarins. „Oddviti Y-lista var mótfallinn frekari könnun að svo stöddu og lagði á það áherslu að málið yrði látið liggja þar til niðurstöður stjórnsýsluúttektar lægju fyrir," segir Guðríður Arnardóttir spurð um það hvers vegna ekki hafi verið brugðist meira við upplýsingunum um sérkjör sem þáverandi bæjarstjóri hafði notið í fjármálastjórnartíð sinni. Oddviti Y-lista er Rannveig Ásgeirsdóttir sem er núverandi formaður bæjarráðs. Ekki náðist tal af Rannveigu í gær. Guðrún Pálsdóttir, sem var bæjarstjóri frá því í júní 2010 fram í febrúar á þessu ári, greiddi vaxtalausar afborganir af gatnagerðargjöldum fyrir um áratug. Þetta lá fyrir í ágúst í fyrra en bæjarfulltrúar þáverandi minnihluta sjálfstæðismanna og framsóknarmanna fengu upplýsingarnar ekki í hendur. „Mér þótti eðilegt að kanna málið frekar og mun ítarlegar áður en það yrði lagt fyrir bæjarráð," útskýrir Guðríður sem segir málið hafa verið rætt í þáverandi meirihluta Samfylkingar, Næst besta flokksins, Y-lista Kópavogsbúa og Vinstri grænna. Til hafi staðið að gera úttekt á vinnubrögðum og ákvarðanatöku innan stjórnkerfis bæjarins. Ekki hafi verið samstaða innan meirihlutans um það hvernig taka ætti á máli Guðrúnar. „Guðríður hefur sagt að upplýsingar um vaxtakjör Guðrúnar við lóðakaup þegar hún var fjármálastjóri hafi átt þátt í þeirri ákvörðun að víkja henni úr bæjarstjórastólnum. „Það var niðurstaða okkar eftir umræður um nokkurn tíma að bæjarstjóri væri ekki að ná tökum á starfinu. Langur starfsaldur hennar hjá bænum reyndist henni fyrirstaða en auðvitað vó sú staðreynd þungt að í fyrirhugaðri úttekt á stjórnsýslu bæjarins yrðu störf hennar sem fjármálastjóra bæjarins jafnframt til skoðunar. Þannig var óheppilegt að hún gegndi stöðu bæjarstjóra á sama tíma," segir Guðríður. Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks, Y-lista Kópavogsbúa og Framsóknarflokks í bæjarstjórn gekk frá starfslokum Guðrúnar sem bæjarstjóra og samdi við hana um að taka við sviðsstjórastarfi í haust. Fyrri meirihluti íhugaði einmitt að fela Guðrúnu annað starf hjá bænum. Í ráðningarsamningi hennar var ákvæði um að hún tæki við sinni fyrri stöðu hjá bænum þegar hún hætti sem bæjarstjóri. „Sá möguleiki var ræddur bæði í meirihlutanum og við hana sjálfa að hún tæki við öðru starfi en sínu fyrra starfi, en engar ákvarðanir voru teknar í því sambandi," segir Guðríður Arnardóttir. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Oddviti Y-lista var mótfallinn frekari könnun að svo stöddu og lagði á það áherslu að málið yrði látið liggja þar til niðurstöður stjórnsýsluúttektar lægju fyrir," segir Guðríður Arnardóttir spurð um það hvers vegna ekki hafi verið brugðist meira við upplýsingunum um sérkjör sem þáverandi bæjarstjóri hafði notið í fjármálastjórnartíð sinni. Oddviti Y-lista er Rannveig Ásgeirsdóttir sem er núverandi formaður bæjarráðs. Ekki náðist tal af Rannveigu í gær. Guðrún Pálsdóttir, sem var bæjarstjóri frá því í júní 2010 fram í febrúar á þessu ári, greiddi vaxtalausar afborganir af gatnagerðargjöldum fyrir um áratug. Þetta lá fyrir í ágúst í fyrra en bæjarfulltrúar þáverandi minnihluta sjálfstæðismanna og framsóknarmanna fengu upplýsingarnar ekki í hendur. „Mér þótti eðilegt að kanna málið frekar og mun ítarlegar áður en það yrði lagt fyrir bæjarráð," útskýrir Guðríður sem segir málið hafa verið rætt í þáverandi meirihluta Samfylkingar, Næst besta flokksins, Y-lista Kópavogsbúa og Vinstri grænna. Til hafi staðið að gera úttekt á vinnubrögðum og ákvarðanatöku innan stjórnkerfis bæjarins. Ekki hafi verið samstaða innan meirihlutans um það hvernig taka ætti á máli Guðrúnar. „Guðríður hefur sagt að upplýsingar um vaxtakjör Guðrúnar við lóðakaup þegar hún var fjármálastjóri hafi átt þátt í þeirri ákvörðun að víkja henni úr bæjarstjórastólnum. „Það var niðurstaða okkar eftir umræður um nokkurn tíma að bæjarstjóri væri ekki að ná tökum á starfinu. Langur starfsaldur hennar hjá bænum reyndist henni fyrirstaða en auðvitað vó sú staðreynd þungt að í fyrirhugaðri úttekt á stjórnsýslu bæjarins yrðu störf hennar sem fjármálastjóra bæjarins jafnframt til skoðunar. Þannig var óheppilegt að hún gegndi stöðu bæjarstjóra á sama tíma," segir Guðríður. Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks, Y-lista Kópavogsbúa og Framsóknarflokks í bæjarstjórn gekk frá starfslokum Guðrúnar sem bæjarstjóra og samdi við hana um að taka við sviðsstjórastarfi í haust. Fyrri meirihluti íhugaði einmitt að fela Guðrúnu annað starf hjá bænum. Í ráðningarsamningi hennar var ákvæði um að hún tæki við sinni fyrri stöðu hjá bænum þegar hún hætti sem bæjarstjóri. „Sá möguleiki var ræddur bæði í meirihlutanum og við hana sjálfa að hún tæki við öðru starfi en sínu fyrra starfi, en engar ákvarðanir voru teknar í því sambandi," segir Guðríður Arnardóttir. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira