Það er töff að nota hjálm Aðalheiður Dögg Finnsdóttir skrifar 5. maí 2012 06:00 Nú þegar sumardagurinn fyrsti hefur gengið í garð með hækkandi sól og batnandi veðri fylgir óhjákvæmilega aukin útivist, til að mynda hjólreiðar. Alltaf er brýnt fyrir börnum að nota hjálm, sama hvaða farartæki þau kjósa sér, reiðhjól, hjólabretti, línuskauta eða hlaupahjól. Hinir eldri, ábyrgðarfullu, brýna fyrir þeim yngri. Ekki virðist það þó skipta jafn miklu máli fyrir fullorðna að nota hjálm. Hrósa skal þeim sem gera það og sýna þar með gott fordæmi. Það sem virðist einkenna einstaklinga sem nota ekki hjálm er sú hugsun að ekkert komi fyrir þá, þeir fari varlega og sumum finnst einfaldlega ljótt að vera með hjálm. Það þykir ekki töff. Hins vegar er það sem er í rauninni ekki töff er að gleyma því að slysin gera ekki boð á undan sér og að þau geta haft alvarlegar afleiðingar. Fólk lærir yfirleitt af reynslunni en það sem er óskiljanlegt er af hverju eitthvað slæmt þurfi að gerast til þess að fullorðið fólk noti öryggisbúnað. Þetta þekki ég persónulega allt of vel. Fyrir þremur árum hugsaði ég ekki mikið út í notkun hjálma og tók yfirleitt ekki eftir því hvort annað fólk notaði hjálm. Það breyttist í maí árið 2009. Keyrt var á yngri systur mína þegar hún hjólaði yfir gatnamót. Hún var ekki með hjálm. Algert slys var um að ræða, slys sem gerir ekki boð á undan sér. Eftir slysið tók við sjúkrahúsdvöl, sjúkraþjálfari og óteljandi læknisheimsóknir. Hún missti hreyfigetu í vinstri fæti, sjónin skertist og einbeitingarleysi og þróttleysi gerðu vart við sig. Þetta eru dæmi um þau líkamlegu einkenni sem hún þurfti að vinna sig upp úr svo ekki sé minnst á andlega heilsu sem hún þurfti einnig að vinna í. Afleyðingar slyssins draga enn dilk á eftir sér og mun ýmis konar skert líkamsgeta hrjá hana allt hennar líf. Slysið hafði ekki einungis áhrif á hana heldur einnig fjölskyldu og vini. Hugsunarháttur og viðhorf margra breyttist talsvert. Sama reglan gildir um bílbelti og hjálma, sama hversu stutt þú ert að fara og hversu varlega þú ferð veistu aldrei hvenær slysin verða. Ég er búin að læra af reynslunni og mun alltaf nota hjálm. Biðla ég til ykkar hjólreiðamanna, yngri sem eldri, að nota hjálm. Það eru forréttindi að vera heilbrigður. Það er töff að nota hjálm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar sumardagurinn fyrsti hefur gengið í garð með hækkandi sól og batnandi veðri fylgir óhjákvæmilega aukin útivist, til að mynda hjólreiðar. Alltaf er brýnt fyrir börnum að nota hjálm, sama hvaða farartæki þau kjósa sér, reiðhjól, hjólabretti, línuskauta eða hlaupahjól. Hinir eldri, ábyrgðarfullu, brýna fyrir þeim yngri. Ekki virðist það þó skipta jafn miklu máli fyrir fullorðna að nota hjálm. Hrósa skal þeim sem gera það og sýna þar með gott fordæmi. Það sem virðist einkenna einstaklinga sem nota ekki hjálm er sú hugsun að ekkert komi fyrir þá, þeir fari varlega og sumum finnst einfaldlega ljótt að vera með hjálm. Það þykir ekki töff. Hins vegar er það sem er í rauninni ekki töff er að gleyma því að slysin gera ekki boð á undan sér og að þau geta haft alvarlegar afleiðingar. Fólk lærir yfirleitt af reynslunni en það sem er óskiljanlegt er af hverju eitthvað slæmt þurfi að gerast til þess að fullorðið fólk noti öryggisbúnað. Þetta þekki ég persónulega allt of vel. Fyrir þremur árum hugsaði ég ekki mikið út í notkun hjálma og tók yfirleitt ekki eftir því hvort annað fólk notaði hjálm. Það breyttist í maí árið 2009. Keyrt var á yngri systur mína þegar hún hjólaði yfir gatnamót. Hún var ekki með hjálm. Algert slys var um að ræða, slys sem gerir ekki boð á undan sér. Eftir slysið tók við sjúkrahúsdvöl, sjúkraþjálfari og óteljandi læknisheimsóknir. Hún missti hreyfigetu í vinstri fæti, sjónin skertist og einbeitingarleysi og þróttleysi gerðu vart við sig. Þetta eru dæmi um þau líkamlegu einkenni sem hún þurfti að vinna sig upp úr svo ekki sé minnst á andlega heilsu sem hún þurfti einnig að vinna í. Afleyðingar slyssins draga enn dilk á eftir sér og mun ýmis konar skert líkamsgeta hrjá hana allt hennar líf. Slysið hafði ekki einungis áhrif á hana heldur einnig fjölskyldu og vini. Hugsunarháttur og viðhorf margra breyttist talsvert. Sama reglan gildir um bílbelti og hjálma, sama hversu stutt þú ert að fara og hversu varlega þú ferð veistu aldrei hvenær slysin verða. Ég er búin að læra af reynslunni og mun alltaf nota hjálm. Biðla ég til ykkar hjólreiðamanna, yngri sem eldri, að nota hjálm. Það eru forréttindi að vera heilbrigður. Það er töff að nota hjálm.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar