Svör Ara Trausta Guðmundssonar við spurningum Vísis 30. maí 2012 10:00 Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: Á hvað myndir þú leggja áherslu á þegar þú, sem forseti, værir að kynna Ísland á erlendum vettvangi? Ég myndi til dæmis leggja áherslu á málefni eins og breytingar vegna hlýnunar jarðar, þekkingu í orkumálum, nýsköpun á mörgum sviðum og margar hliðar menningar en spurningin er svo víðtæk að það er ekki unnt að svara henni nema í löngu máli.Myndir þú beita málskotsréttinum ef Alþingi myndi samþykkja að selja Landsbankann á 200 milljarða til fjárfesta á einkamarkaði, og 30 þúsund Íslendingar myndu skrifa undir áskorun til forsetans um að nýta málskotsréttinn? Ef nei, af hverju ekki? Ef já, af hverju? Til að svara þessari spurningu vantar frekari forsendur og óraunhæft að svara henni. Almennt svara ég þessu svo að skori tugþúsundir landsmanna á forsetann vegna lagafrumvarps, myndi ég leita ráða og taka svo upplýsta ákvörðun – beita neitunarvaldinu ef svo bæri undir.Á forseti Íslands að kynna íslenskt atvinnulíf á erlendum vettvangi? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Forseti Íslands kynnir atvinnulíf, menningu og hvaðeina sem varðar framgang landsins erlendis en hann verður að skoða hvert einstakt verkefni vel og hvorki mismuna aðilum né ganga erinda einstakra fyrirtækja, en þó gætu verið undantekningar til á því.Á forseti Íslands, undir einhverjum kringumstæðum, að tala gegn stefnu ríkisstjórnar Íslands? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Almennt séð hefur forsetinn hvorki eigin utanríkisstefnu né almenna stjórnarstefnu sem Alþingi hefur ekki samþykkt enda er landið lýðveldi með þingbundinni stjórn og forseti ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum eins og segir í stjórnarskránni.Þau sjónarmið hafa komið fram, að það eigi að leggja embætti forseta Íslands niður. Hvað finnst þér um þau sjónarmið? Ég er þeim andvígur meðan ég ekki heyri ný rök eða rök sem sýna að ávinningur af því er minni en til dæmis kostnaður, deilur um embættið og orð um að það sé gamaldags.Hvers vegna vilt þú verða forseti Íslands á þessum tíma? Af því að ég tel mig hafa mikla þekkingu og reynslu til að gegna embættinu með sniði sem sameinar frekar en sundrar, tekur mið af nýjum aðstæðum á Íslandi og í umheiminum og gerir almenningi gagn. Auk þess langar mig til þess að auka ábyrgð í samfélaginu, styrkja umræður og safna lausnum til að kynna.Hvað hefur helst breyst á Íslandi eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008? Almenningur er óþolinmóðari en áður, vill breytingar og vantreystir að sumu leyti stjórnkerfinu en um leið myndu ábyrgðalitlir fjármálamenn eiga erfiðara uppdráttar en áður. Margt hefur ekki breyst, t.d. fljótfærni í málatilbúnaði og illa undirbyggðar langtímaáætlanir í mörgum málum, ef nokkrar slíkar eru þá til.Hver yrðu helst þín áherslumál í embætti forseta? Eitt af fyrstu verkum mínum væru að setja embættinu siðareglur. Annars eru áherslumálin mörg og erfitt reynist að svara spurningunni í fáum orðum, en ég hef sett fram áhersluskrá sem er aðgengileg á www.aritrausti.is og nefnt þar um 15 atriði svo fólk sjái hvað ég er að hugsa.Getur forseti Íslands verið sameiningartákn þjóðarinnar? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Þetta sameiningartákn er skilgreint á ótal vegu. Forsetinn leitast við að halda vel utan um traust þeirra sem kusu hann, hingað til jafnan 30-40%, og vinnur hart að því að öðlast traust hinna. Þetta er ferli en ekki tákn.Ertu hlynnt/hlynntur tillögum stjórnarlagaráðs að breyttri stjórnarskrá fyrir Ísland? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Tillögurnar eru margar og ekki hægt að fella dóm um þær í heild en ég lít á þær sem jákvætt skref í endurskoðun stjórnarskrárinnar og tel að þær séu ágætt vinnuplagg sem þarf að taka mjög alvarlega og vinna með, bæði innan þings og utan, og svo þarf að leita, jafnvel oftar en einu sinni, almenns álits á helstu þáttum - en meðferð Alþingis á endanlegri stjórnarskrá og áframhaldið með þingrofi og nýjum kosningum (skv. núgildandi stjórnarskrá) þekkja allir. Forsetakosningar 2012 Forsetakosningar 2012 Spurt og svarað Tengdar fréttir Svör Hannesar Bjarnasonar við spurningum Vísis Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Andreu Ólafsdóttur við spurningum Vísis Andrea Ólafsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Þóru Arnórsdóttur við spurningum Vísis Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ástþórs Magnússonar við spurningum Vísis Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ólafs Ragnars Grímssonar við spurningum Vísis Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: Á hvað myndir þú leggja áherslu á þegar þú, sem forseti, værir að kynna Ísland á erlendum vettvangi? Ég myndi til dæmis leggja áherslu á málefni eins og breytingar vegna hlýnunar jarðar, þekkingu í orkumálum, nýsköpun á mörgum sviðum og margar hliðar menningar en spurningin er svo víðtæk að það er ekki unnt að svara henni nema í löngu máli.Myndir þú beita málskotsréttinum ef Alþingi myndi samþykkja að selja Landsbankann á 200 milljarða til fjárfesta á einkamarkaði, og 30 þúsund Íslendingar myndu skrifa undir áskorun til forsetans um að nýta málskotsréttinn? Ef nei, af hverju ekki? Ef já, af hverju? Til að svara þessari spurningu vantar frekari forsendur og óraunhæft að svara henni. Almennt svara ég þessu svo að skori tugþúsundir landsmanna á forsetann vegna lagafrumvarps, myndi ég leita ráða og taka svo upplýsta ákvörðun – beita neitunarvaldinu ef svo bæri undir.Á forseti Íslands að kynna íslenskt atvinnulíf á erlendum vettvangi? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Forseti Íslands kynnir atvinnulíf, menningu og hvaðeina sem varðar framgang landsins erlendis en hann verður að skoða hvert einstakt verkefni vel og hvorki mismuna aðilum né ganga erinda einstakra fyrirtækja, en þó gætu verið undantekningar til á því.Á forseti Íslands, undir einhverjum kringumstæðum, að tala gegn stefnu ríkisstjórnar Íslands? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Almennt séð hefur forsetinn hvorki eigin utanríkisstefnu né almenna stjórnarstefnu sem Alþingi hefur ekki samþykkt enda er landið lýðveldi með þingbundinni stjórn og forseti ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum eins og segir í stjórnarskránni.Þau sjónarmið hafa komið fram, að það eigi að leggja embætti forseta Íslands niður. Hvað finnst þér um þau sjónarmið? Ég er þeim andvígur meðan ég ekki heyri ný rök eða rök sem sýna að ávinningur af því er minni en til dæmis kostnaður, deilur um embættið og orð um að það sé gamaldags.Hvers vegna vilt þú verða forseti Íslands á þessum tíma? Af því að ég tel mig hafa mikla þekkingu og reynslu til að gegna embættinu með sniði sem sameinar frekar en sundrar, tekur mið af nýjum aðstæðum á Íslandi og í umheiminum og gerir almenningi gagn. Auk þess langar mig til þess að auka ábyrgð í samfélaginu, styrkja umræður og safna lausnum til að kynna.Hvað hefur helst breyst á Íslandi eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008? Almenningur er óþolinmóðari en áður, vill breytingar og vantreystir að sumu leyti stjórnkerfinu en um leið myndu ábyrgðalitlir fjármálamenn eiga erfiðara uppdráttar en áður. Margt hefur ekki breyst, t.d. fljótfærni í málatilbúnaði og illa undirbyggðar langtímaáætlanir í mörgum málum, ef nokkrar slíkar eru þá til.Hver yrðu helst þín áherslumál í embætti forseta? Eitt af fyrstu verkum mínum væru að setja embættinu siðareglur. Annars eru áherslumálin mörg og erfitt reynist að svara spurningunni í fáum orðum, en ég hef sett fram áhersluskrá sem er aðgengileg á www.aritrausti.is og nefnt þar um 15 atriði svo fólk sjái hvað ég er að hugsa.Getur forseti Íslands verið sameiningartákn þjóðarinnar? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Þetta sameiningartákn er skilgreint á ótal vegu. Forsetinn leitast við að halda vel utan um traust þeirra sem kusu hann, hingað til jafnan 30-40%, og vinnur hart að því að öðlast traust hinna. Þetta er ferli en ekki tákn.Ertu hlynnt/hlynntur tillögum stjórnarlagaráðs að breyttri stjórnarskrá fyrir Ísland? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju? Tillögurnar eru margar og ekki hægt að fella dóm um þær í heild en ég lít á þær sem jákvætt skref í endurskoðun stjórnarskrárinnar og tel að þær séu ágætt vinnuplagg sem þarf að taka mjög alvarlega og vinna með, bæði innan þings og utan, og svo þarf að leita, jafnvel oftar en einu sinni, almenns álits á helstu þáttum - en meðferð Alþingis á endanlegri stjórnarskrá og áframhaldið með þingrofi og nýjum kosningum (skv. núgildandi stjórnarskrá) þekkja allir.
Forsetakosningar 2012 Forsetakosningar 2012 Spurt og svarað Tengdar fréttir Svör Hannesar Bjarnasonar við spurningum Vísis Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Andreu Ólafsdóttur við spurningum Vísis Andrea Ólafsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Þóru Arnórsdóttur við spurningum Vísis Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ástþórs Magnússonar við spurningum Vísis Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Svör Ólafs Ragnars Grímssonar við spurningum Vísis Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Svör Hannesar Bjarnasonar við spurningum Vísis Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00
Svör Andreu Ólafsdóttur við spurningum Vísis Andrea Ólafsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00
Svör Þóru Arnórsdóttur við spurningum Vísis Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00
Svör Ástþórs Magnússonar við spurningum Vísis Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00
Svör Ólafs Ragnars Grímssonar við spurningum Vísis Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi svarar spurningum Vísis um helstu áherslumál sín sem snerta forsetaembættið og viðhorf sín til þess: 30. maí 2012 10:00