Þetta er mikil áskorun fyrir liðið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. maí 2012 06:00 Stella Sigurðardóttir og félagar í íslenska kvennalandsliðinu þurfa að eiga toppleik gegn afar sterku spænsku liði í kvöld. Mynd/Stefán Íslenska kvennalandsliðið spilar gríðarlega mikilvægan leik gegn Spáni í Vodafone-höllinni í kvöld klukkan 19.30. Þetta er næstsíðasti leikur liðsins í undankeppni EM en íslensku stelpurnar þurfa að vinna báða leikina sem eftir eru til þess að eygja von um að komast í úrslitakeppni EM. Stelpurnar eru tveimur stigum á eftir bæði Spáni og Úkraínu og tapaði fyrri leikjunum gegn þessum þjóðum. Spænska liðið er eitt af þeim sterkari í heiminum. Liði vann brons á síðasta HM og tryggði sig svo inn á Ólympíuleikana um helgina. Það verður því við ramman reip að draga hjá stelpunum okkar. „Það er klárt mál að þetta verður hrikalega erfitt og þessi leikur er mikil áskorun fyrir liðið. Að sama skapi hefur liðið sýnt mikinn stöðugleika í síðustu leikjum og spilað vel gegn bæði sterkari og slakari liðum. Ég hef því góða tilfinningu fyrir þessu en það er klárt að við þurfum að eiga mjög góðan dag til þess að vinna," sagði landsliðsþjálfarinn, Ágúst Þór Jóhannsson, en fyrri leikur liðanna tapaðist með fimm marka mun, 27-22. „Í fyrri leiknum gegn Spáni spiluðum við illa og mér fannst halla rosalega á okkur í dómgæslunni. Engu að síður vorum við alls ekki að spila nægilega góðan leik og okkur vantaði þess utan örvhenta skyttu. Við erum í betra standi núna til þess að takast á við spænska liðið." Stelpurnar hafa sýnt að þeim hentar ágætlega að spila með bakið upp við vegginn eins og raunin er í dag. Leikurinn er í raun ekkert annað en bikarúrslitaleikur. „Við þekkjum þessa stöðu vel og komum okkur í þessa stöðu. Á HM í Brasilíu urðum við að vinna Þýskaland og við gerðum það. Það er sama staða upp á teningnum núna. Við setjum þá kröfu á okkur sjálf að vinna heimaleikina og það verður allt lagt undir í þessum leik. Ef við náum upp góðum leik þá er ég sannfærður um að við náum upp góðum úrslitum." Þjálfarinn segist ekki vera með neina sérstaka ása upp í erminni fyrir leikinn heldur muni liðið spila á sínum styrkleikum. „Við komum til með að vera grimmari í vörninni núna en síðast. Nú á að mæta þeim framar og gefa eftir línuspilið. Stóra atriðið er samt að koma sér til baka. Klára sóknirnar og fá ekki ódýr mörk í bakið. Það er algjört lykilatriði." Ágúst segir gaman að sjá þá vakningu sem sé að verða hjá landanum með kvennahandboltann. Áhorfendamet var sett á dögunum er rúmlega 1.800 manns sáu oddaleik Vals og Fram um Íslandsmeistaratitilinn. Ágúst vonast til þess að áhorfendur fjölmenni aftur á Hlíðarenda í kvöld. „Með góðum stuðningi þá eigum við möguleika. Við þurfum að fá 2.000 manns á þennan leik. Ég óska þess og vona að fólk fjölmenni og styðji stelpurnar í þessum mikilvæga leik." Stelpurnar halda eftir þennan leik til Úkraínu þar sem þær spila lokaleik sinn í riðlinum um helgina. Íslenski handboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið spilar gríðarlega mikilvægan leik gegn Spáni í Vodafone-höllinni í kvöld klukkan 19.30. Þetta er næstsíðasti leikur liðsins í undankeppni EM en íslensku stelpurnar þurfa að vinna báða leikina sem eftir eru til þess að eygja von um að komast í úrslitakeppni EM. Stelpurnar eru tveimur stigum á eftir bæði Spáni og Úkraínu og tapaði fyrri leikjunum gegn þessum þjóðum. Spænska liðið er eitt af þeim sterkari í heiminum. Liði vann brons á síðasta HM og tryggði sig svo inn á Ólympíuleikana um helgina. Það verður því við ramman reip að draga hjá stelpunum okkar. „Það er klárt mál að þetta verður hrikalega erfitt og þessi leikur er mikil áskorun fyrir liðið. Að sama skapi hefur liðið sýnt mikinn stöðugleika í síðustu leikjum og spilað vel gegn bæði sterkari og slakari liðum. Ég hef því góða tilfinningu fyrir þessu en það er klárt að við þurfum að eiga mjög góðan dag til þess að vinna," sagði landsliðsþjálfarinn, Ágúst Þór Jóhannsson, en fyrri leikur liðanna tapaðist með fimm marka mun, 27-22. „Í fyrri leiknum gegn Spáni spiluðum við illa og mér fannst halla rosalega á okkur í dómgæslunni. Engu að síður vorum við alls ekki að spila nægilega góðan leik og okkur vantaði þess utan örvhenta skyttu. Við erum í betra standi núna til þess að takast á við spænska liðið." Stelpurnar hafa sýnt að þeim hentar ágætlega að spila með bakið upp við vegginn eins og raunin er í dag. Leikurinn er í raun ekkert annað en bikarúrslitaleikur. „Við þekkjum þessa stöðu vel og komum okkur í þessa stöðu. Á HM í Brasilíu urðum við að vinna Þýskaland og við gerðum það. Það er sama staða upp á teningnum núna. Við setjum þá kröfu á okkur sjálf að vinna heimaleikina og það verður allt lagt undir í þessum leik. Ef við náum upp góðum leik þá er ég sannfærður um að við náum upp góðum úrslitum." Þjálfarinn segist ekki vera með neina sérstaka ása upp í erminni fyrir leikinn heldur muni liðið spila á sínum styrkleikum. „Við komum til með að vera grimmari í vörninni núna en síðast. Nú á að mæta þeim framar og gefa eftir línuspilið. Stóra atriðið er samt að koma sér til baka. Klára sóknirnar og fá ekki ódýr mörk í bakið. Það er algjört lykilatriði." Ágúst segir gaman að sjá þá vakningu sem sé að verða hjá landanum með kvennahandboltann. Áhorfendamet var sett á dögunum er rúmlega 1.800 manns sáu oddaleik Vals og Fram um Íslandsmeistaratitilinn. Ágúst vonast til þess að áhorfendur fjölmenni aftur á Hlíðarenda í kvöld. „Með góðum stuðningi þá eigum við möguleika. Við þurfum að fá 2.000 manns á þennan leik. Ég óska þess og vona að fólk fjölmenni og styðji stelpurnar í þessum mikilvæga leik." Stelpurnar halda eftir þennan leik til Úkraínu þar sem þær spila lokaleik sinn í riðlinum um helgina.
Íslenski handboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira