Erlent

Fær loks afhent Nóbelsverðlaun

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Aung San Suu Kyi kom til Taílands í gær.
Aung San Suu Kyi kom til Taílands í gær. nordicphotos/AFP
Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, er lögð af stað í heimsreisu. Hún hefur verið í stofufangelsi meira og minna í tvo áratugi.

Í næsta mánuði fer hún meðal annars til Noregs þar sem hún tekur loks formlega á móti friðar-verðlaunum Nóbels sem henni voru veitt árið 1991.

Hún kom til Taílands í gær, verður þar í nokkra daga, fer síðan aftur til Búrma en heldur svo af stað til Evrópu og kemur þá meðal annars við í Genf, London og Ósló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×