Bjartsýni Björn B. Björnsson skrifar 30. maí 2012 11:00 Fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar sem nýlega var kynnt er um margt merkilegt plagg, sérstaklega sá hluti hennar sem snýr að skapandi greinum. Sagt er að starfshópur undir forystu Katrínar Jakobsdóttur og Dags B. Eggertssonar hafi unnið þessar tillögur með aðkomu Guðmundar Steingrímssonar og Heiðu K. Helgadóttur. Hér hafa því stjórnmálamenn af yngri kynslóðinni varðað veg til framtíðar þar sem verðmætasköpun í samfélaginu getur byggt á hugviti ekki síður en hefðbundnum auðlindum. Fram til þessa hefur flestum okkar sem starfa í skapandi greinum þótt mikið vanta upp á skilning og tiltrú stjórnmálamanna á þeim möguleikum sem greinarnar búa yfir. Í kvikmyndagerð hefur til dæmis verið sérlega hart í ári að undanförnu þrátt fyrir skýrslur og bækur sem sýna svart á hvítu fjárhagslegan ávinning samfélagsins af stuðningi við greinina, svo ekki sé minnst á menningarlegan ávinning – sem kannski er þó mikilvægastur þegar upp er staðið. Í áætluninni er gert ráð fyrir að fjárfesta meira í kvikmyndaframleiðslu næstu þrjú árin og er það vel. Þeir fjármunir munu laða að sér meira fjármagn svo hér verður framleitt kvikmyndaefni fyrir töluvert hærri upphæð en sem nemur hinu aukna framlagi. Þannig mun kvikmyndaiðnaðurinn og hið opinbera vinna saman að því að skapa hér ný störf sem ungt fólk sækir í. Í niðursveiflu undanfarinna ára höfum við misst töluvert af kvikmyndagerðarmönnum úr landi. Þegar fjöldi erlendra kvikmynda boðaði komu sína til Íslands í sumar var erfitt að manna öll þau verk jafnframt þeim innlendu verkefnum sem hér eru í vinnslu (hjá Latabæ eingöngu starfa t.d. hátt í hundrað manns). Erlendu verkefnin sem hingað koma byggja ekki fyrst og fremst á endurgreiðslunni og íslensku landslagi, heldur því að við eigum kvikmyndagerðarfólk í fremstu röð við framleiðslu og upptökur kvikmynda. Án þessa fagfólks, sem erlendir framleiðendur lofa undantekningalaust í hástert, væri ekki grundvöllur fyrir upptöku erlendra kvikmynda hér. Efling innlendrar kvikmyndaframleiðslu er því mikilsvert skref sem hafa mun jákvæð áhrif á mörgum sviðum. Við höfum því ástæðu til bjartsýni ef þeir stjórnmálamenn sem stýra munu landinu í framtíðinni gera sér grein fyrir því að kvikmyndaframleiðsla er þekkingariðnaður í þess orðs bestu merkingu. Framleiðsla sem skilar íslenskum menningarafurðum sem styrkja sjálfsmynd okkar sem þjóðar og eiga jafnframt aðgang að mörkuðum um allan heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Sjá meira
Fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar sem nýlega var kynnt er um margt merkilegt plagg, sérstaklega sá hluti hennar sem snýr að skapandi greinum. Sagt er að starfshópur undir forystu Katrínar Jakobsdóttur og Dags B. Eggertssonar hafi unnið þessar tillögur með aðkomu Guðmundar Steingrímssonar og Heiðu K. Helgadóttur. Hér hafa því stjórnmálamenn af yngri kynslóðinni varðað veg til framtíðar þar sem verðmætasköpun í samfélaginu getur byggt á hugviti ekki síður en hefðbundnum auðlindum. Fram til þessa hefur flestum okkar sem starfa í skapandi greinum þótt mikið vanta upp á skilning og tiltrú stjórnmálamanna á þeim möguleikum sem greinarnar búa yfir. Í kvikmyndagerð hefur til dæmis verið sérlega hart í ári að undanförnu þrátt fyrir skýrslur og bækur sem sýna svart á hvítu fjárhagslegan ávinning samfélagsins af stuðningi við greinina, svo ekki sé minnst á menningarlegan ávinning – sem kannski er þó mikilvægastur þegar upp er staðið. Í áætluninni er gert ráð fyrir að fjárfesta meira í kvikmyndaframleiðslu næstu þrjú árin og er það vel. Þeir fjármunir munu laða að sér meira fjármagn svo hér verður framleitt kvikmyndaefni fyrir töluvert hærri upphæð en sem nemur hinu aukna framlagi. Þannig mun kvikmyndaiðnaðurinn og hið opinbera vinna saman að því að skapa hér ný störf sem ungt fólk sækir í. Í niðursveiflu undanfarinna ára höfum við misst töluvert af kvikmyndagerðarmönnum úr landi. Þegar fjöldi erlendra kvikmynda boðaði komu sína til Íslands í sumar var erfitt að manna öll þau verk jafnframt þeim innlendu verkefnum sem hér eru í vinnslu (hjá Latabæ eingöngu starfa t.d. hátt í hundrað manns). Erlendu verkefnin sem hingað koma byggja ekki fyrst og fremst á endurgreiðslunni og íslensku landslagi, heldur því að við eigum kvikmyndagerðarfólk í fremstu röð við framleiðslu og upptökur kvikmynda. Án þessa fagfólks, sem erlendir framleiðendur lofa undantekningalaust í hástert, væri ekki grundvöllur fyrir upptöku erlendra kvikmynda hér. Efling innlendrar kvikmyndaframleiðslu er því mikilsvert skref sem hafa mun jákvæð áhrif á mörgum sviðum. Við höfum því ástæðu til bjartsýni ef þeir stjórnmálamenn sem stýra munu landinu í framtíðinni gera sér grein fyrir því að kvikmyndaframleiðsla er þekkingariðnaður í þess orðs bestu merkingu. Framleiðsla sem skilar íslenskum menningarafurðum sem styrkja sjálfsmynd okkar sem þjóðar og eiga jafnframt aðgang að mörkuðum um allan heim.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar