Kræklingabændur kafna í eftirlitsgjöldum Kristján Már Unnarsson skrifar 30. apríl 2012 19:30 Eftirlits- og leyfisveitingakerfi, sem stjórnvöld eru að setja upp í kringum kræklingarækt, stefnir í að kæfa greinina í fæðingu. Uppskeruleyfi eitt og sér gæti kostað allt að 280 þúsund krónur á viku sem hjá flestum er meira en verðmæti uppskerunnar. Bóndinn á Gróustöðum við Gilsfjörð, Bergsveinn Reynisson, er einn þeirra sem fóru af stað og hann er nú orðinn formaður Skelræktar, hagsmunasamtaka kræklingaræktenda. Þetta virtist í fyrstu vera einfalt mál. Bara leggja kaðla í sjó og bíða svo eftir því að kræklingar festi sig á böndin og vaxi. Nei, hann þurfti starfsleyfi frá Umhverfisstofnun, 100.000 krónur þar, og sú stofnun heimtar líka eftirlitsgjald, 127 þúsund krónur, annað hvert ár, og krefst þess að bóndinn færi skýrslur um ellefu rekstrarþætti, færi grænt bókhald, geri áhættumat, vinni viðbragðsáætlun og láti svo rannsaka sjávarbotninn undir köðlunum á 5 ára fresti hið minnsta. Hann þarf líka leyfi frá Matvælastofnun, fyrst tilraunaleyfi að hámarki til 3 ára. Hjá bóndanum hefst nú ennþá meiri skriffinnska því krafist er fylgigagna um eignaraðild, fagþekkingu, stærð og umfang starfsemi, tegundir, starfsleyfi Umhverfisstofnunar, leyfi landeiganda, og loks yfirlýsingar bygginga- eða skipulagsfulltrúa. Matvælastofnun þarf svo umsagnir; frá Fiskistofu, Hafrannsóknastofnun, Landhelgisgæslu, Orkustofnun, Siglingastofnun, Umhverfisstofnun og viðkomandi sveitarstjórn, þannig að í öllum þessum stofnunum hefst nú vinna við að búa til álitsgerðir um kræklingaeldi bóndans. Samkvæmt nýjum lögum um skeldýrarækt á hann að standa straum af kostnaðarþáttum við eftirlitið og leyfin, þar á meðal af launum starfsfólks og kostnaði vegna aðstöðu, áhalda, búnaðar, þjálfunar og ferðalaga og bóndinn þarf líka að kosta rannsóknir og sýnatöku. Gjaldskrárnar eru ekki tilbúnar hjá Matvælastofnun og því ekki vitað hvað allt þetta muni kosta kræklingabóndann. Næst þarf heilnæmiskönnun og áætlar Matvælastofnun að hún kosti bóndann 250 til 500 þúsund krónur, og hann þarf sjálfur að senda í hverjum mánuði sýni af bæði sjó og skel í heilt ár. Ef allt reynist í lagi getur hann næst sótt um ræktunarleyfi og þá byrjar allt pappírsferlið upp á nýtt. Bóndinn þarf aftur að búa til fylgigögn og svo þarf nýjar umsagnir; frá Fiskistofu, Hafrannsóknastofnun, Landhelgisgæslu, Orkustofnun, Siglingastofnun, Umhverfisstofnun og sveitarfélaginu, þannig að fjöldi opinberra starfsmanna fær þarna ennþá meiri vinnu við að skrifa álitsgerðir um kræklingaeldi bóndans, sem á svo að borga kostnaðinn í formi leyfisgjalds. En skyldi hann nú loksins geta farið að huga að uppskerunni? Ó nei, - næst þarf hann uppskeruheimild og stefnir í að hún verði dýr vegna eiturefnaprófana sem Matvælastofnun krefst af ótta við þörungaeitrun. Bergsveinn bóndi áætlar að uppskeruheimildin muni kosta 280 þúsund krónur, fyrir fyrstu vikuna, og síðan 140 þúsund krónur á tveggja vikna fresti meðan á uppskerutíma stendur og hjá Matvælastofnun útiloka menn ekki að svo hár geti reikningurinn orðið. Það segir Bergsveinn meira en flestir geti vænst þess að fá fyrir uppskeruna fyrstu árin. Og þá á hann eftir að fá vinnsluleyfi, sem er svo flókið að Matvælastofnun býður upp á leiðbeiningabækling um umsóknarferlið. Skemmst er frá því að segja að eftir að nýju lögin tóku gildi í fyrrasumar hefur enginn nýr aðili bæst við í kræklingarækt á Íslandi. Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Eftirlits- og leyfisveitingakerfi, sem stjórnvöld eru að setja upp í kringum kræklingarækt, stefnir í að kæfa greinina í fæðingu. Uppskeruleyfi eitt og sér gæti kostað allt að 280 þúsund krónur á viku sem hjá flestum er meira en verðmæti uppskerunnar. Bóndinn á Gróustöðum við Gilsfjörð, Bergsveinn Reynisson, er einn þeirra sem fóru af stað og hann er nú orðinn formaður Skelræktar, hagsmunasamtaka kræklingaræktenda. Þetta virtist í fyrstu vera einfalt mál. Bara leggja kaðla í sjó og bíða svo eftir því að kræklingar festi sig á böndin og vaxi. Nei, hann þurfti starfsleyfi frá Umhverfisstofnun, 100.000 krónur þar, og sú stofnun heimtar líka eftirlitsgjald, 127 þúsund krónur, annað hvert ár, og krefst þess að bóndinn færi skýrslur um ellefu rekstrarþætti, færi grænt bókhald, geri áhættumat, vinni viðbragðsáætlun og láti svo rannsaka sjávarbotninn undir köðlunum á 5 ára fresti hið minnsta. Hann þarf líka leyfi frá Matvælastofnun, fyrst tilraunaleyfi að hámarki til 3 ára. Hjá bóndanum hefst nú ennþá meiri skriffinnska því krafist er fylgigagna um eignaraðild, fagþekkingu, stærð og umfang starfsemi, tegundir, starfsleyfi Umhverfisstofnunar, leyfi landeiganda, og loks yfirlýsingar bygginga- eða skipulagsfulltrúa. Matvælastofnun þarf svo umsagnir; frá Fiskistofu, Hafrannsóknastofnun, Landhelgisgæslu, Orkustofnun, Siglingastofnun, Umhverfisstofnun og viðkomandi sveitarstjórn, þannig að í öllum þessum stofnunum hefst nú vinna við að búa til álitsgerðir um kræklingaeldi bóndans. Samkvæmt nýjum lögum um skeldýrarækt á hann að standa straum af kostnaðarþáttum við eftirlitið og leyfin, þar á meðal af launum starfsfólks og kostnaði vegna aðstöðu, áhalda, búnaðar, þjálfunar og ferðalaga og bóndinn þarf líka að kosta rannsóknir og sýnatöku. Gjaldskrárnar eru ekki tilbúnar hjá Matvælastofnun og því ekki vitað hvað allt þetta muni kosta kræklingabóndann. Næst þarf heilnæmiskönnun og áætlar Matvælastofnun að hún kosti bóndann 250 til 500 þúsund krónur, og hann þarf sjálfur að senda í hverjum mánuði sýni af bæði sjó og skel í heilt ár. Ef allt reynist í lagi getur hann næst sótt um ræktunarleyfi og þá byrjar allt pappírsferlið upp á nýtt. Bóndinn þarf aftur að búa til fylgigögn og svo þarf nýjar umsagnir; frá Fiskistofu, Hafrannsóknastofnun, Landhelgisgæslu, Orkustofnun, Siglingastofnun, Umhverfisstofnun og sveitarfélaginu, þannig að fjöldi opinberra starfsmanna fær þarna ennþá meiri vinnu við að skrifa álitsgerðir um kræklingaeldi bóndans, sem á svo að borga kostnaðinn í formi leyfisgjalds. En skyldi hann nú loksins geta farið að huga að uppskerunni? Ó nei, - næst þarf hann uppskeruheimild og stefnir í að hún verði dýr vegna eiturefnaprófana sem Matvælastofnun krefst af ótta við þörungaeitrun. Bergsveinn bóndi áætlar að uppskeruheimildin muni kosta 280 þúsund krónur, fyrir fyrstu vikuna, og síðan 140 þúsund krónur á tveggja vikna fresti meðan á uppskerutíma stendur og hjá Matvælastofnun útiloka menn ekki að svo hár geti reikningurinn orðið. Það segir Bergsveinn meira en flestir geti vænst þess að fá fyrir uppskeruna fyrstu árin. Og þá á hann eftir að fá vinnsluleyfi, sem er svo flókið að Matvælastofnun býður upp á leiðbeiningabækling um umsóknarferlið. Skemmst er frá því að segja að eftir að nýju lögin tóku gildi í fyrrasumar hefur enginn nýr aðili bæst við í kræklingarækt á Íslandi.
Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira