Lífið

Finnst Lohan hæfileikarík

Reynir að ná sáttum Rosie O‘Donnell útskýrir ummæli sem hún lét falla um Lindsay Lohan í von um að ná sáttum.
nordicphotos/getty
Reynir að ná sáttum Rosie O‘Donnell útskýrir ummæli sem hún lét falla um Lindsay Lohan í von um að ná sáttum. nordicphotos/getty
Gamanleikkonan Rosie O‘Donnell gagnrýndi nýverið valið á Lindsay Lohan í hlutverk Elizabeth Taylor og taldi að leikkonan unga væri ekki í ástandi til að vinna. Lohan var fljót að svara og nú hefur O‘Donnell útskýrt ummæli sín frekar.

„Þegar ég horfði á jarðaför Whitney Houston hugsaði ég um hvað það væri einkennilegt að enginn hefði sagt nokkuð um það sem allir vissu. Þegar maður horfði á þáttinn Being Bobby Brown var augljóst að þetta fólk átti við fíkniefnavanda að stríða, en öllum virtist sama svo lengi sem þátturinn fengi áhorf. Nú, þegar ég hugsa um Lohan, get ég ekki annað en fundið til með henni. Hún er hæfileikarík, mjög hæfileikarík,“ sagði O‘Donnell um fyrri ummæli sín í sjónvarpsþættinum Today.

Lohan hafði áður brugðist ókvæða við og sagt skrítið að O‘Donnell gæti haft svo sterka skoðun á einhverjum sem hún þekkti ekki. „Hún ætti að mynda skoðun sína á fólki eftir að hún kynnist því.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.