Iðnaðurinn staðfestir einangrun Samfylkingar 30. apríl 2012 08:00 Á Iðnþingi fyrir skemmstu ákallaði starfandi iðnaðarráðherra, Oddný Harðardóttir, þingheim og bað um stuðning við stefnu Samfylkingarinnar í Evrópumálum. Orðrétt sagði Oddný: „Samfylkingin hefur – ein stjórnmálaflokka sem nú sitja á Alþingi – tekið skýra afstöðu um að stefna skuli að upptöku evru með inngöngu í ESB.“ Forysta Samfylkingarinnar finnur til sívaxandi einangrunar með það stefnumál sitt að Ísland skuli inn í Evrópusambandið. Oddný bað um stuðning við stefnu Samfylkingar með þessum orðum: „Ég kalla hins vegar eftir enn sterkari stuðningi frá aðildarfélögum Samtaka iðnaðarins á þeirri vegferð sem framundan er við að sannfæra íslenska kjósendur um mikilvægi þess að við göngum í Evrópusambandið og tökum upp evru.“ Ákall starfandi iðnaðarráðherra til iðnaðarins er skiljanlegt í ljósi þess að Samtök iðnaðarins hafa löngum stutt Evrópustefnu Samfylkingar þótt áhöld hafi verið um hvort iðnfyrirtækin sjálf og forsvarsmenn þeirra styðji pólitík Samfylkingar. Skömmu eftir Iðnþingið þar sem Oddný auglýsti einangrun Samfylkingar og óskaði eftir stuðningi við að rjúfa einangrunina birtist skoðanakönnun sem tók af öll tvímæli um afstöðu iðnaðarins. Könnunin, sem gerð er af Capacent Gallup fyrir Samtök iðnaðarins, leiðir í ljós að 68,8% fyrirtækja innan Samtaka iðnaðarins eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Til samanburðar er könnun sem gerð var fyrir samtökin árið 2007. Þar sögðust 39,4% vera hlynnt aðild og 43,4% vera andvíg aðild. Evran, sem löngum hefur verið tromp aðildarsinna, fær þá útreið í könnun Samtaka iðnaðarins að 45% svarenda sögðust á móti því að Ísland tæki upp evru, en 36,5% sögðust vilja að Ísland tæki upp evru. Iðnaðurinn hefur snúið baki við Samfylkingunni sem stendur einangraðri en nokkru sinni fyrr með ESB-umsókn í höndunum sem þjóðin vill ekki vita af. Eina rökrétta niðurstaðan er að afturkalla umsóknina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Sjá meira
Á Iðnþingi fyrir skemmstu ákallaði starfandi iðnaðarráðherra, Oddný Harðardóttir, þingheim og bað um stuðning við stefnu Samfylkingarinnar í Evrópumálum. Orðrétt sagði Oddný: „Samfylkingin hefur – ein stjórnmálaflokka sem nú sitja á Alþingi – tekið skýra afstöðu um að stefna skuli að upptöku evru með inngöngu í ESB.“ Forysta Samfylkingarinnar finnur til sívaxandi einangrunar með það stefnumál sitt að Ísland skuli inn í Evrópusambandið. Oddný bað um stuðning við stefnu Samfylkingar með þessum orðum: „Ég kalla hins vegar eftir enn sterkari stuðningi frá aðildarfélögum Samtaka iðnaðarins á þeirri vegferð sem framundan er við að sannfæra íslenska kjósendur um mikilvægi þess að við göngum í Evrópusambandið og tökum upp evru.“ Ákall starfandi iðnaðarráðherra til iðnaðarins er skiljanlegt í ljósi þess að Samtök iðnaðarins hafa löngum stutt Evrópustefnu Samfylkingar þótt áhöld hafi verið um hvort iðnfyrirtækin sjálf og forsvarsmenn þeirra styðji pólitík Samfylkingar. Skömmu eftir Iðnþingið þar sem Oddný auglýsti einangrun Samfylkingar og óskaði eftir stuðningi við að rjúfa einangrunina birtist skoðanakönnun sem tók af öll tvímæli um afstöðu iðnaðarins. Könnunin, sem gerð er af Capacent Gallup fyrir Samtök iðnaðarins, leiðir í ljós að 68,8% fyrirtækja innan Samtaka iðnaðarins eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Til samanburðar er könnun sem gerð var fyrir samtökin árið 2007. Þar sögðust 39,4% vera hlynnt aðild og 43,4% vera andvíg aðild. Evran, sem löngum hefur verið tromp aðildarsinna, fær þá útreið í könnun Samtaka iðnaðarins að 45% svarenda sögðust á móti því að Ísland tæki upp evru, en 36,5% sögðust vilja að Ísland tæki upp evru. Iðnaðurinn hefur snúið baki við Samfylkingunni sem stendur einangraðri en nokkru sinni fyrr með ESB-umsókn í höndunum sem þjóðin vill ekki vita af. Eina rökrétta niðurstaðan er að afturkalla umsóknina.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar