Aron Karlsson ákærður fyrir fjársvik vegna sölu á fasteign til Kínverja Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. apríl 2012 19:00 Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Aroni Karlssyni kaupsýslumanni vegna fjársvika í tengslum við sölu á stórhýsi við Skúlagötu til kínverska sendiráðsins. Málið hefur verið í rannsókn í tvö og hálft ár. Ákæran var send Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn síðastliðinn. Embætti sérstaks saksóknara varðist allra frétta í gær og í fyrradag þegar fréttastofan grennslaðist fyrir um málið. Ákæran hafði ekki verið birt Aroni á fjórða tímanum í dag, en fréttastofa Rúv greindi síðan frá málinu í fréttum klukkan sex og nafngreindi Aron. Málið snýst um fasteignina við Skúlagötu 51. Umrætt hús var í eigu feðganna Arons Karlssonar og Karls Steingrímssonar, sem gjarnan er kenndur við Pelsinn. Feðgarnir hafa verið býsna umsvifamiklir í fasteignaviðskiptum á undanförnum árum. Á húsinu við Skúlagötu hvíldu fjögur tryggingarbréf í eigu Arion Banka, slitastjórnar Glitnis og Íslandsbanka. Hvert bréf stóð í 246 milljónum króna haustið 2008. Upphaflega var húsið í eigu félagsins Vindasúlna ehf, sem er í eigu þeirra feðga. Hinn 2. desember 2009 var gert tilboð í húsið af hálfu indversks félags. Húsið var aftur á móti flutt út úr Vindasúlum ehf. hinn níu dögum síðar, hinn 11. desember og inn í eignarhaldsfélagið 2007 ehf. Þremur dögum síðar gerði sami aðili annað tilboð í húsið upp á 575 milljónir króna. Þann 16. desember féllust bankar sem höfðu veð í fasteigninni á tilboðið og gengið var frá sölunni. En aðeins degi síðar seldi hinn nýi eigandi húsið til kínverska sendiráðsins fyrir 870 milljónir króna. Bankarnir sem áttu veð í fasteigninni telja að með þessum gjörningi hafi feðgarnir haft af þeim allt að 300 milljónir króna og kærðu málið til lögreglunnar. Fjársvik samt almennum hegningarlögum felast í að styrkja eða hagnýta sér villu brotaþola um einhver atvik og hafa þannig fé af honum eð aöðrum. Fjársvik Arons Karlssonar eru talin felast í því að hafa útbúið áðurnefnda fléttu í desember 2009 og þannig haft fé af bönkunum sem áttu veðréttindi í fasteigninni. Hinn 19. janúar 2010 framkvæmdi efnahagsbrotadeild húsleitir á þremur stöðum vegna málsins, m.á skrifstofu feðganna. Það var svo á mánudag sem gefin var út ákæra í málinu, eins og áður segir. Aron Karlsson er einn ákærður en fjársvik geta varðað allt að sex ára fangelsi, samkvæmt almennum hegningarlögum. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Aroni Karlssyni kaupsýslumanni vegna fjársvika í tengslum við sölu á stórhýsi við Skúlagötu til kínverska sendiráðsins. Málið hefur verið í rannsókn í tvö og hálft ár. Ákæran var send Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn síðastliðinn. Embætti sérstaks saksóknara varðist allra frétta í gær og í fyrradag þegar fréttastofan grennslaðist fyrir um málið. Ákæran hafði ekki verið birt Aroni á fjórða tímanum í dag, en fréttastofa Rúv greindi síðan frá málinu í fréttum klukkan sex og nafngreindi Aron. Málið snýst um fasteignina við Skúlagötu 51. Umrætt hús var í eigu feðganna Arons Karlssonar og Karls Steingrímssonar, sem gjarnan er kenndur við Pelsinn. Feðgarnir hafa verið býsna umsvifamiklir í fasteignaviðskiptum á undanförnum árum. Á húsinu við Skúlagötu hvíldu fjögur tryggingarbréf í eigu Arion Banka, slitastjórnar Glitnis og Íslandsbanka. Hvert bréf stóð í 246 milljónum króna haustið 2008. Upphaflega var húsið í eigu félagsins Vindasúlna ehf, sem er í eigu þeirra feðga. Hinn 2. desember 2009 var gert tilboð í húsið af hálfu indversks félags. Húsið var aftur á móti flutt út úr Vindasúlum ehf. hinn níu dögum síðar, hinn 11. desember og inn í eignarhaldsfélagið 2007 ehf. Þremur dögum síðar gerði sami aðili annað tilboð í húsið upp á 575 milljónir króna. Þann 16. desember féllust bankar sem höfðu veð í fasteigninni á tilboðið og gengið var frá sölunni. En aðeins degi síðar seldi hinn nýi eigandi húsið til kínverska sendiráðsins fyrir 870 milljónir króna. Bankarnir sem áttu veð í fasteigninni telja að með þessum gjörningi hafi feðgarnir haft af þeim allt að 300 milljónir króna og kærðu málið til lögreglunnar. Fjársvik samt almennum hegningarlögum felast í að styrkja eða hagnýta sér villu brotaþola um einhver atvik og hafa þannig fé af honum eð aöðrum. Fjársvik Arons Karlssonar eru talin felast í því að hafa útbúið áðurnefnda fléttu í desember 2009 og þannig haft fé af bönkunum sem áttu veðréttindi í fasteigninni. Hinn 19. janúar 2010 framkvæmdi efnahagsbrotadeild húsleitir á þremur stöðum vegna málsins, m.á skrifstofu feðganna. Það var svo á mánudag sem gefin var út ákæra í málinu, eins og áður segir. Aron Karlsson er einn ákærður en fjársvik geta varðað allt að sex ára fangelsi, samkvæmt almennum hegningarlögum.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira