Rokk og ról Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. apríl 2012 15:00 Bíó. Battleship. Leikstjórn: Peter Berg. Leikarar: Taylor Kitsch, Alexander Skarsgård, Brooklyn Decker, Rihanna, Liam Neeson, Tadanobu Asano, Gregory D. Gadson. Allt milli himins og jarðar getur orðið kveikjan að kvikmynd. Fyrir stuttu þótti framúrstefnulegt að byggja kvikmyndir á tölvuleikjum og leikföngum, en í dag þykir það sjálfsagðasti hlutur í heimi. Í framtíðinni munum við örugglega fá að sjá myndir byggðar á handáburði, mataruppskriftum eða ferskeytlum (t.d. „Afi minn fór á honum Rauð"), en þar til af því verður höfum við fyrirbæri á borð við Battleship. Kvikmynd byggða á gömlum herkænskuleik sem hægt er að spila með blýanti og rúðustrikuðu blaði, sem síðar var gerður að borðspili þar sem geimverum úr plasti var bætt inn í jöfnuna. Myndin segir frá hinum unga Alex Hopper, hæfileikamanni sem kýs þó fremur að vera fyllibytta og rugludallur. Eftir afdrifaríka ferð á barinn setur eldri bróðir hans honum stólinn fyrir dyrnar og sannfærir hann um að ganga til liðs við bandaríska flotann. Aginn reynist honum ofviða og hann er við það að fá reisupassann þegar jörðin verður fyrir árás úr geimnum. Röð tilviljana setja Hopper í fremstu víglínu gegn illskeyttum geimverunum, og framtíð jarðarinnar hvílir á herðum hins ódæla hermanns. Ef það er ekki tilefni til þess að taka sig saman í andlitinu þá veit ég ekki hvað er það. Taylor Kitsch fer vel með aðalhlutverkið og gefur okkur langt nef sem afskrifuðum hann eftir John Carter. Söngkonan Rihanna stendur sig með ágætum en fær þó lítinn tíma til þess. Liam „gamli" Neeson er traustur í hlutverki aðmírálsins, en það er fótalausi hermaðurinn Gregory D. Gadson sem stelur senunni. Hér leikur hann í sinni fyrstu kvikmynd og er bæði eftirminnilegur og fyndinn. Battleship er heimskuleg, hávær og hálftíma lengri en hún þyrfti að vera. En henni fyrirgefst það allt saman vegna þess að hún er þrælskemmtileg og tekur sjálfa sig ekki of alvarlega. Hún veit hvað hún vill vera og heldur stuðinu gangandi frá fyrstu mínútu með húmor og dynjandi rokkmúsík. Brellurnar eru fínar og þriðja víddin fær verðskuldað frí. Það sem skiptir þó mestu máli er að allir virðast skemmta sér vel, bæði leikarar, handritshöfundar og leikstjóri, og ég stend í þeirri trú að það skili sér oftast út í sal og heim í stofu. Það gerir það allavega hér. Niðurstaða: Fyndin og fjörug brelluveisla. Og hávaðinn er ægilegur. Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Bíó. Battleship. Leikstjórn: Peter Berg. Leikarar: Taylor Kitsch, Alexander Skarsgård, Brooklyn Decker, Rihanna, Liam Neeson, Tadanobu Asano, Gregory D. Gadson. Allt milli himins og jarðar getur orðið kveikjan að kvikmynd. Fyrir stuttu þótti framúrstefnulegt að byggja kvikmyndir á tölvuleikjum og leikföngum, en í dag þykir það sjálfsagðasti hlutur í heimi. Í framtíðinni munum við örugglega fá að sjá myndir byggðar á handáburði, mataruppskriftum eða ferskeytlum (t.d. „Afi minn fór á honum Rauð"), en þar til af því verður höfum við fyrirbæri á borð við Battleship. Kvikmynd byggða á gömlum herkænskuleik sem hægt er að spila með blýanti og rúðustrikuðu blaði, sem síðar var gerður að borðspili þar sem geimverum úr plasti var bætt inn í jöfnuna. Myndin segir frá hinum unga Alex Hopper, hæfileikamanni sem kýs þó fremur að vera fyllibytta og rugludallur. Eftir afdrifaríka ferð á barinn setur eldri bróðir hans honum stólinn fyrir dyrnar og sannfærir hann um að ganga til liðs við bandaríska flotann. Aginn reynist honum ofviða og hann er við það að fá reisupassann þegar jörðin verður fyrir árás úr geimnum. Röð tilviljana setja Hopper í fremstu víglínu gegn illskeyttum geimverunum, og framtíð jarðarinnar hvílir á herðum hins ódæla hermanns. Ef það er ekki tilefni til þess að taka sig saman í andlitinu þá veit ég ekki hvað er það. Taylor Kitsch fer vel með aðalhlutverkið og gefur okkur langt nef sem afskrifuðum hann eftir John Carter. Söngkonan Rihanna stendur sig með ágætum en fær þó lítinn tíma til þess. Liam „gamli" Neeson er traustur í hlutverki aðmírálsins, en það er fótalausi hermaðurinn Gregory D. Gadson sem stelur senunni. Hér leikur hann í sinni fyrstu kvikmynd og er bæði eftirminnilegur og fyndinn. Battleship er heimskuleg, hávær og hálftíma lengri en hún þyrfti að vera. En henni fyrirgefst það allt saman vegna þess að hún er þrælskemmtileg og tekur sjálfa sig ekki of alvarlega. Hún veit hvað hún vill vera og heldur stuðinu gangandi frá fyrstu mínútu með húmor og dynjandi rokkmúsík. Brellurnar eru fínar og þriðja víddin fær verðskuldað frí. Það sem skiptir þó mestu máli er að allir virðast skemmta sér vel, bæði leikarar, handritshöfundar og leikstjóri, og ég stend í þeirri trú að það skili sér oftast út í sal og heim í stofu. Það gerir það allavega hér. Niðurstaða: Fyndin og fjörug brelluveisla. Og hávaðinn er ægilegur.
Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira