Sport

HM á snjóbrettum í Osló kostar um 800 milljónir kr.

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Halldór Helgason, snjóbrettakappi frá Akureyri, verður á meðal keppanda á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Osló í Noregi eftir tæpan mánuð.
Halldór Helgason, snjóbrettakappi frá Akureyri, verður á meðal keppanda á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Osló í Noregi eftir tæpan mánuð.
Halldór Helgason, snjóbrettakappi frá Akureyri, verður á meðal keppanda á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Osló í Noregi eftir tæpan mánuð. Halldór fékk boð um að taka þátt og þykir það mikill heiður en forsvarsmenn snjóbrettaíþróttarinnar ætla sér að gera HM stórviðburði. Það hefur gengið vel að skipuleggja mótið en það vantar enn aðalstyrktaraðila á mótið.

Henning Andersen, framkvæmdastjóri HM, segir í viðtali við norska dagblaðið Addressavisen að það sé gríðarlega erfitt að sækja fjármagn í slíka hluti hjá einkafyrirtækjum.

„Við höfum lagt mikla vinnu í þetta en við ætlum ekki að selja mótið á undirverði, staðan er erfið og ekki aðeins hjá okkur, fleiri aðilar sem eru að skipuleggja slíka viðburði eiga í vandræðum," segir Anders m.a. í viðtalinu.

Anders gerir ráð fyrir að kostnaðurinn við mótið nemi um 770 milljónum kr. og hefur borgarráð í Osló lagt um 580 milljónir kr. sem tryggingu fyrir verkefninu. Nú þegar er búið að tryggja 190 milljónir kr. í verkefnið frá öðrum aðilum en borgarráði.

Heimsmeistaramótið fer fram 10.-19. febrúar og er keppt í vetrargarðinum á skíðasvæðinu við Holmenkollen í Osló.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×