Ræðum efnisatriði ESB-aðildar Kristján Vigfússon skrifar 13. janúar 2012 06:00 Því hefur verið haldið nokkuð stíft fram að undanförnu að samningum Íslands við Evrópusambandið, ESB, verði ekki lokið fyrir alþingiskosningarnar í maí 2013. Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu 19. júlí 2009 og samþykkti sambandið að hefja viðræður þann 17. júní 2010 og hafa því samningaviðræður nú staðið yfir í tæpa 17 mánuði auk árs undirbúningstíma sem samningsaðilar hafa haft frá því umsókn var send inn til Brussel. Mikið var talað um í upphafi að um „hraðferð“ gæti orðið að ræða þar sem Ísland hafði þegar tekið yfir 70% af tilskipunum og reglugerðum Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Má til sanns vegar færa að leiðin að samningi yrði því styttri fyrir Ísland en mörg önnur ríki sem farið hafa í gegnum sama ferli. Með þetta í huga er ekki hægt að segja annað en að hraði samningaviðræðnanna hafi verið hægur fram til þessa og þar spilar fyrst og fremst inn í innri ágreiningur í ríkisstjórn sem nú hefur verið leystur með brotthvarfi Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórn. Einnig hefur utanríkisráðherra borið fyrir sig að sjávarútvegsstefna sambandsins sjálfs sé í endurskoðun og því að hans mati erfitt að semja um sjávarútvegsmál þessi misserin. Þau rök halda þó illa því ef bíða ætti eftir nýrri stefnu sambandsins í sjávarútvegsmálum þá myndi viðræðunum seint ljúka. Skiptar skoðanir hafa verið innan stjórnarflokkanna um hvernig haga skuli viðræðunum, núverandi innanríkisráðherra sem er svarinn andstæðingur aðildar hefur viljað hraða viðræðunum og byrja strax á samningnum um erfiðustu málaflokkana þ.e. landbúnað og sjávarútveg. Nálgunin í samningunum hefur fram til þessa verið þveröfug. Samningaviðræðurnar ganga út á að opna og ræða efnislega hvern kafla eða málaflokka sem sáttmálar Evrópusambandsins taka til. Nú fyrir áramót var búið að opna 11 af þessum 33 köflum og loka 8. Eftir eru 22 mismikilvægir kaflar. Gefið hefur verið út af utanríkisráðherra að fyrir mitt ár 2012 verði búið að opna alla kafla samningaviðræðnanna. Þar skipta mestu máli kaflarnir um landbúnað, gjaldmiðilsmál, byggðastefnu, orkumál og sjávarútveg en þeir hafa ekki enn verið opnaðir. Það eru í raun þeir kaflar sem virkilega þarf að semja um og líklegt er að samningsaðilar hafi þegar mótað sér samningsafstöðu í þessum málaflokkum og séu með ákveðin þolmörk í huga um hversu mikið megi gefa eftir svo um ásættanlega samninga sé að ræða. Smærri umsóknarríki hafa verið um tvö ár að semjaEf skoðaður er sá tími sem hefur farið í samningaviðræður einstakra smærri umsóknarríkja sem við höfum helst viljað bera okkur saman við þá kemur í ljós að ekki hefur tekið nema að meðaltali um 2 ár að ljúka aðildarviðræðum frá upphafi til enda. Það tók Íra eitt og hálft ár að ljúka viðræðum. Svía, Finna og Austurríkismenn rúmt ár. Litháa, Letta, Slóvaka og Maltverja tæp tvö ár. Eista, Slóvena og Kýpverja tók það tæp þrjú ár að semja en þar á bæ spiluðu inn í flókin deilumál m.a. um stöðu minnihlutahópa innan ríkjanna við ríki Evrópusambandsins. Mikilvægt fyrir kjósendur að samningur liggi fyrir við alþingiskosningarnar 2013Það er ekkert sem segir að mál séu svo sérstök hér á landi að það eigi að taka lengri tíma fyrir Ísland að semja en áðurnefnd ríki. Vorið 2013 verða liðin nær fjögur ár frá aðildarumsókn Íslands. Ef andstæðingar ESB-aðildar hafa rétt fyrir sér þá er ekki um neitt að semja nema sameiginlegu landbúnaðar- og sjávarútvegsstefnuna eins og hún liggur fyrir og það ætti því ekki að taka langan tíma. Ef hins vegar Evrópusambandið er tilbúið til að slaka á kröfum um aðild að sameiginlegu landbúnaðar- og sjávarútvegsstefnunni gagnvart Íslandi þá er örugglega þegar búið að ræða það við stóra borðið í Brussel og útfæra hversu langt er hægt að ganga í því efni. Loks hægt að rökræða efnisatriðiNægur fjöldi sérfræðinga er hjá báðum aðilum í samninganefndunum til að vinna hratt og vel og ljúka viðræðum á næstu 12 til 15 mánuðum. Það eina sem kemur í veg fyrir að þessum samningaviðræðum ljúki fyrir kosningarnar 2013 eru þá heimatilbúin vandamál þar sem einstakir ráðherrar eða annar hvor ríkisstjórnarflokkurinn hefur hagsmuni af því að tefja málið. Samningsaðilar hafa því tæplega eitt og hálft ár til að ljúka samningum fyrir kosningar ef pólitískur vilji er fyrir hendi en auðfundið er að færa rök fyrir því að það sé mikilvægt fyrir kjósendur í þessu landi að samningum verði lokið fyrir næstu alþingiskosningar og efnisatriði aðildarsamnings verði til umræðu í kosningabaráttunni. Það muni þá loksins verða hægt að takast á um Evrópumálin efnislega en ekki eins og fram til þessa fyrst og fremst á tilfinningaþrungnum þjóðernisnótum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Því hefur verið haldið nokkuð stíft fram að undanförnu að samningum Íslands við Evrópusambandið, ESB, verði ekki lokið fyrir alþingiskosningarnar í maí 2013. Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu 19. júlí 2009 og samþykkti sambandið að hefja viðræður þann 17. júní 2010 og hafa því samningaviðræður nú staðið yfir í tæpa 17 mánuði auk árs undirbúningstíma sem samningsaðilar hafa haft frá því umsókn var send inn til Brussel. Mikið var talað um í upphafi að um „hraðferð“ gæti orðið að ræða þar sem Ísland hafði þegar tekið yfir 70% af tilskipunum og reglugerðum Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Má til sanns vegar færa að leiðin að samningi yrði því styttri fyrir Ísland en mörg önnur ríki sem farið hafa í gegnum sama ferli. Með þetta í huga er ekki hægt að segja annað en að hraði samningaviðræðnanna hafi verið hægur fram til þessa og þar spilar fyrst og fremst inn í innri ágreiningur í ríkisstjórn sem nú hefur verið leystur með brotthvarfi Jóns Bjarnasonar úr ríkisstjórn. Einnig hefur utanríkisráðherra borið fyrir sig að sjávarútvegsstefna sambandsins sjálfs sé í endurskoðun og því að hans mati erfitt að semja um sjávarútvegsmál þessi misserin. Þau rök halda þó illa því ef bíða ætti eftir nýrri stefnu sambandsins í sjávarútvegsmálum þá myndi viðræðunum seint ljúka. Skiptar skoðanir hafa verið innan stjórnarflokkanna um hvernig haga skuli viðræðunum, núverandi innanríkisráðherra sem er svarinn andstæðingur aðildar hefur viljað hraða viðræðunum og byrja strax á samningnum um erfiðustu málaflokkana þ.e. landbúnað og sjávarútveg. Nálgunin í samningunum hefur fram til þessa verið þveröfug. Samningaviðræðurnar ganga út á að opna og ræða efnislega hvern kafla eða málaflokka sem sáttmálar Evrópusambandsins taka til. Nú fyrir áramót var búið að opna 11 af þessum 33 köflum og loka 8. Eftir eru 22 mismikilvægir kaflar. Gefið hefur verið út af utanríkisráðherra að fyrir mitt ár 2012 verði búið að opna alla kafla samningaviðræðnanna. Þar skipta mestu máli kaflarnir um landbúnað, gjaldmiðilsmál, byggðastefnu, orkumál og sjávarútveg en þeir hafa ekki enn verið opnaðir. Það eru í raun þeir kaflar sem virkilega þarf að semja um og líklegt er að samningsaðilar hafi þegar mótað sér samningsafstöðu í þessum málaflokkum og séu með ákveðin þolmörk í huga um hversu mikið megi gefa eftir svo um ásættanlega samninga sé að ræða. Smærri umsóknarríki hafa verið um tvö ár að semjaEf skoðaður er sá tími sem hefur farið í samningaviðræður einstakra smærri umsóknarríkja sem við höfum helst viljað bera okkur saman við þá kemur í ljós að ekki hefur tekið nema að meðaltali um 2 ár að ljúka aðildarviðræðum frá upphafi til enda. Það tók Íra eitt og hálft ár að ljúka viðræðum. Svía, Finna og Austurríkismenn rúmt ár. Litháa, Letta, Slóvaka og Maltverja tæp tvö ár. Eista, Slóvena og Kýpverja tók það tæp þrjú ár að semja en þar á bæ spiluðu inn í flókin deilumál m.a. um stöðu minnihlutahópa innan ríkjanna við ríki Evrópusambandsins. Mikilvægt fyrir kjósendur að samningur liggi fyrir við alþingiskosningarnar 2013Það er ekkert sem segir að mál séu svo sérstök hér á landi að það eigi að taka lengri tíma fyrir Ísland að semja en áðurnefnd ríki. Vorið 2013 verða liðin nær fjögur ár frá aðildarumsókn Íslands. Ef andstæðingar ESB-aðildar hafa rétt fyrir sér þá er ekki um neitt að semja nema sameiginlegu landbúnaðar- og sjávarútvegsstefnuna eins og hún liggur fyrir og það ætti því ekki að taka langan tíma. Ef hins vegar Evrópusambandið er tilbúið til að slaka á kröfum um aðild að sameiginlegu landbúnaðar- og sjávarútvegsstefnunni gagnvart Íslandi þá er örugglega þegar búið að ræða það við stóra borðið í Brussel og útfæra hversu langt er hægt að ganga í því efni. Loks hægt að rökræða efnisatriðiNægur fjöldi sérfræðinga er hjá báðum aðilum í samninganefndunum til að vinna hratt og vel og ljúka viðræðum á næstu 12 til 15 mánuðum. Það eina sem kemur í veg fyrir að þessum samningaviðræðum ljúki fyrir kosningarnar 2013 eru þá heimatilbúin vandamál þar sem einstakir ráðherrar eða annar hvor ríkisstjórnarflokkurinn hefur hagsmuni af því að tefja málið. Samningsaðilar hafa því tæplega eitt og hálft ár til að ljúka samningum fyrir kosningar ef pólitískur vilji er fyrir hendi en auðfundið er að færa rök fyrir því að það sé mikilvægt fyrir kjósendur í þessu landi að samningum verði lokið fyrir næstu alþingiskosningar og efnisatriði aðildarsamnings verði til umræðu í kosningabaráttunni. Það muni þá loksins verða hægt að takast á um Evrópumálin efnislega en ekki eins og fram til þessa fyrst og fremst á tilfinningaþrungnum þjóðernisnótum.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun