Noregi boðin aðild að sérleyfum á Drekasvæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 31. október 2012 18:45 Orkustofnun hefur boðið olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs að verða fjórðungsaðili að leitar- og vinnsluleyfum á Drekasvæðinu sem fyrirhugað er að úthluta í næsta mánuði. Norsk stjórnvöld hafa þrjátíu daga til að ákveða hvort þau vilji tilnefna olíufélag til þátttöku. Þetta er í samræmi við Jan Mayen-samkomlag Íslands og Noregs frá árinu 1981 sem kveður á um gagnkvæman 25 prósenta þátttökurétt í olíuvinnslu í lögsögu hvors annars á afmörkuðu samvinnusvæði á Jan Mayen-hryggnum. Þetta tiltekna svæði þykir reyndar afar spennandi en Íslandsmegin lögsögumarkanna er neðansjávarfjall kennt við Sigurð Fáfnisbana og það var einmitt þar sem staðfesting fékkst í fyrra um olíu í sýnum sem náðust af hafsbotni með fjarstýrðum kafbáti. Þrjár umsóknir bárust Orkustofnun í aprílmánuði í vor í útboði á sérleyfum til olíuvinnslu og hefur Stöð 2 áður greint frá því að búist sé við að tvær þeirra verði samþykktar, frá Faroe Petroleum og Íslensku kolvetni, og frá Valiant Petroleum og Kolvetni. Þriðji umsækjandinn, Eykon, er, - án reynds samstarfsaðila, - ekki talinn standast kröfur útboðsins um fjárhagslegan styrk og tæknilega getu. Ef fyrirhugað er að gefa út sérleyfi innan samvinnusvæðisins þarf að bjóða Norðmönnum þátttöku og staðfesti Orkustofnun við Stöð 2 í dag að slíkt boð hefði nú verið sent til olíu- og orkumálaráðuneytis Noregs. Norðmenn hafa rétt á allt að 25% aðild að sérleyfum og hafa þeir þrjátíu daga til að ákveða hvort þeir vilji nýta þann rétt. Ákveði norsk stjórnvöld að ganga inn í sérleyfi þykir líklegast að þau tilnefni olíufélagið Petoro til þátttöku en það er að öllu leyti í eigu norska ríkisins. Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Orkustofnun hefur boðið olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs að verða fjórðungsaðili að leitar- og vinnsluleyfum á Drekasvæðinu sem fyrirhugað er að úthluta í næsta mánuði. Norsk stjórnvöld hafa þrjátíu daga til að ákveða hvort þau vilji tilnefna olíufélag til þátttöku. Þetta er í samræmi við Jan Mayen-samkomlag Íslands og Noregs frá árinu 1981 sem kveður á um gagnkvæman 25 prósenta þátttökurétt í olíuvinnslu í lögsögu hvors annars á afmörkuðu samvinnusvæði á Jan Mayen-hryggnum. Þetta tiltekna svæði þykir reyndar afar spennandi en Íslandsmegin lögsögumarkanna er neðansjávarfjall kennt við Sigurð Fáfnisbana og það var einmitt þar sem staðfesting fékkst í fyrra um olíu í sýnum sem náðust af hafsbotni með fjarstýrðum kafbáti. Þrjár umsóknir bárust Orkustofnun í aprílmánuði í vor í útboði á sérleyfum til olíuvinnslu og hefur Stöð 2 áður greint frá því að búist sé við að tvær þeirra verði samþykktar, frá Faroe Petroleum og Íslensku kolvetni, og frá Valiant Petroleum og Kolvetni. Þriðji umsækjandinn, Eykon, er, - án reynds samstarfsaðila, - ekki talinn standast kröfur útboðsins um fjárhagslegan styrk og tæknilega getu. Ef fyrirhugað er að gefa út sérleyfi innan samvinnusvæðisins þarf að bjóða Norðmönnum þátttöku og staðfesti Orkustofnun við Stöð 2 í dag að slíkt boð hefði nú verið sent til olíu- og orkumálaráðuneytis Noregs. Norðmenn hafa rétt á allt að 25% aðild að sérleyfum og hafa þeir þrjátíu daga til að ákveða hvort þeir vilji nýta þann rétt. Ákveði norsk stjórnvöld að ganga inn í sérleyfi þykir líklegast að þau tilnefni olíufélagið Petoro til þátttöku en það er að öllu leyti í eigu norska ríkisins.
Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira