Hverjir eru bestir?! Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 31. október 2012 08:00 Ég var nýlega stödd á stað þar sem börn og unglingar æfa krefjandi íþrótt. Foreldrar og fylgdarlið getur fylgst með æfingunni gegnum gler og þar sátu nokkrir og horfðu. Það mátti þekkja þá úr sem voru heimavanir við glerið. Þeir höfðu með sér lesefni til að drepa tímann þar til æfingunni lyki meðan nýliðarnir sátu með nefin við rúðurnar og misstu ekki af einni einustu hreyfingu sinna í salnum. Ég var í nýliðahópnum en reyndi að fara bil beggja. Átti þó bágt með að halda mig frá rúðunni. „Til hamingju elsku drengurinn," hrópaði skyndilega reffileg kona og þreif unglingspilt í fangið. „Jii, hvað ég er stolt af þér, ha!" bætti hún við svo hátt að pilturinn fór hjá sér. Það var auðskiljanlegt að hann hafði verið að vinna til einhverra verðlauna. Ég gat vel skilið að konan væri stolt. Sjálf horfði ég gagntekin á krakkana í salnum bjóða þyngdaraflinu birginn og framkvæma æfingar sem ég skildi ekki fyrir nokkurn mun að væru líkamlega mögulegar. Líkamlegt form þessara grislinga var svo margfalt betra en mitt eigið að ég átti meira skylt við kartöflusekk en nokkurt þeirra. Það var ekki annað hægt en að dást að þeim. „Ekkert andskotans bronsrugl á mínum ha!," bætti þá reffilega konan við enn hærra og sló á öxl drengsins. Ég viðurkenni að ég er ókunnug heimi íþrótta. Hef enga íþrótt æft af nokkru viti og fylgist ekki með keppnum. Ég veit þó að í keppni eru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og þeir sem hljóta þau teljast hafa staðið sig best. Þetta með „andskotans" bronsið vakti því athygli mína og ég reyndi að hugsa ekki um hver viðbrögð þeirrar reffilegu hefðu verið ef aumingja drengurinn hefði einmitt unnið brons. Ég sá að athugasemdin hafði vakið athygli einhverra þarna í kring og drengurinn strauk sér um höfuð í vandræðagangi. En þó höfðu alls ekki allir sperrt eyrun. Flestir sátu enn með nefin límd við rúðuna og blikkuðu ekki auga og allt í einu runnu á mig tvær grímur. Voru það kannski ekki nýliðarnir sem sátu sem límdir við glerið? Gat það verið að þeir heimavönu fylgdust svona grannt með hverri einustu hreyfingu sinna í salnum, af ótta við „andskotans" bronsið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun
Ég var nýlega stödd á stað þar sem börn og unglingar æfa krefjandi íþrótt. Foreldrar og fylgdarlið getur fylgst með æfingunni gegnum gler og þar sátu nokkrir og horfðu. Það mátti þekkja þá úr sem voru heimavanir við glerið. Þeir höfðu með sér lesefni til að drepa tímann þar til æfingunni lyki meðan nýliðarnir sátu með nefin við rúðurnar og misstu ekki af einni einustu hreyfingu sinna í salnum. Ég var í nýliðahópnum en reyndi að fara bil beggja. Átti þó bágt með að halda mig frá rúðunni. „Til hamingju elsku drengurinn," hrópaði skyndilega reffileg kona og þreif unglingspilt í fangið. „Jii, hvað ég er stolt af þér, ha!" bætti hún við svo hátt að pilturinn fór hjá sér. Það var auðskiljanlegt að hann hafði verið að vinna til einhverra verðlauna. Ég gat vel skilið að konan væri stolt. Sjálf horfði ég gagntekin á krakkana í salnum bjóða þyngdaraflinu birginn og framkvæma æfingar sem ég skildi ekki fyrir nokkurn mun að væru líkamlega mögulegar. Líkamlegt form þessara grislinga var svo margfalt betra en mitt eigið að ég átti meira skylt við kartöflusekk en nokkurt þeirra. Það var ekki annað hægt en að dást að þeim. „Ekkert andskotans bronsrugl á mínum ha!," bætti þá reffilega konan við enn hærra og sló á öxl drengsins. Ég viðurkenni að ég er ókunnug heimi íþrótta. Hef enga íþrótt æft af nokkru viti og fylgist ekki með keppnum. Ég veit þó að í keppni eru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og þeir sem hljóta þau teljast hafa staðið sig best. Þetta með „andskotans" bronsið vakti því athygli mína og ég reyndi að hugsa ekki um hver viðbrögð þeirrar reffilegu hefðu verið ef aumingja drengurinn hefði einmitt unnið brons. Ég sá að athugasemdin hafði vakið athygli einhverra þarna í kring og drengurinn strauk sér um höfuð í vandræðagangi. En þó höfðu alls ekki allir sperrt eyrun. Flestir sátu enn með nefin límd við rúðuna og blikkuðu ekki auga og allt í einu runnu á mig tvær grímur. Voru það kannski ekki nýliðarnir sem sátu sem límdir við glerið? Gat það verið að þeir heimavönu fylgdust svona grannt með hverri einustu hreyfingu sinna í salnum, af ótta við „andskotans" bronsið?
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun