Fótbolti

Wozniacki úr leik við fyrstu hindrun | Biðin eftir titli lengist

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fresta þurfti leiknum yfir nótt vegna rigningar í gær.
Fresta þurfti leiknum yfir nótt vegna rigningar í gær. Nordicphotos/Getty
Caroline Wozniacki féll í dag úr leik í fyrstu umferð í einliðaleik á Wimbledon-mótinu í tennis. Sú danska beið lægri hlut í stórkostlegum þriggja setta leik gegn hinni austurrísku Tamiru Paszek.

Þetta er versti árangur Wozniacki á stórmóti í íþróttinni fyrr og síðar. Wozniacki féll úr leik í annarri umferð á sínu fyrsta stórmóti, Opna franska árið 2007, en aldrei áður hafði hún fallið úr keppni svo snemma.

Úrslit leiksins voru 5-7, 7-6 og 6-4 þeirri austurrísku í vil en Wozniacki fékk kjörið tækifæri í öðru setti til að tryggja sér sigur. Paszek vann bæði stigin þegar Wozniacki gat tryggt sér sigur, knúði fram þriðja sett og lagði þá dönsku sem situr í sjöunda sæti heimslistans.

Sú austurríska virtist vera að gefa eftir þegar hún tapaði uppgjafarlotu sinni í stöðunni 5-3. Wozniacki gerði aftur á móti slíkt hið sama í lokalotunni og sú austurríska fagnaði sigri.

Wozniacki, sem sat í efsta sæti heimslistans um skeið, hefur enn ekki unnið sigur á einu af fjórum risamótunum í tennis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×