Veiðigjald: Hvers vegna að rífast? Þorkell Helgason skrifar 27. júní 2012 06:00 Í leiðara Fréttablaðsins 21. júní sl. dregur ritstjóri blaðsins saman stöðuna í kvótamálinu nú að þingi loknu. Hann fagnar því réttilega að „þverpólitísk samstaða [hafi orðið] um að fiskveiðiauðlindin væri sameign þjóðarinnar, að kvótinn væri aðeins afnotaréttur og að innheimta ætti auðlindagjald fyrir þau afnot. Landssamband íslenzkra útvegsmanna væri meira að segja búið að fallast á þessar grundvallarkröfur, en að ágreiningurinn væri fyrst og fremst um upphæð gjaldsins." Síðan bætir hann við þeirri skoðun sinni að „[v]eiðigjaldið [sé] að líkindum of hátt, þrátt fyrir málamiðlunina. … Það er engum í hag að kyrkja gullgæsina, sem stendur undir svo mikilli verðmætasköpun í landinu." Það á ekki að þurfa að deila um það hvert sé hið „rétta" pólitískt ákvarðaða veiðigjald. Við því mun aldrei finnast neitt algilt svar. Segjum að þjóðin ætti olíuna sem þarf á skipin og að þingmönnum væri falið að verðleggja þessa mikilvægu rekstrarvöru útgerðarinnar. Er líklegt að sátt yrði um verðið? Sem betur fer er það liðin tíð að stjórnvöld, hvað þá þingmenn, séu að véla um verð á einstökum vörum. Það er löngu búið að finna upp almenna og hagkvæma aðferð til verðlagningar sem er verðmyndun á frjálsum markaði. Hví er nær aldrei fjallað um markaðsleiðir til ákvörðunar á veiðigjaldi, hvorki af stjórnmálamönnum né af virtum ritstjórum, núverandi eða fyrrverandi? Í þess stað er karpað um of lágt eða of hátt veiðigjald. Um markaðsleiðir hefur þó margt verið skrafað og skrifað, t.d. í ítarlegri skýrslu handa svokallaðri sáttanefnd í sjávarútvegsmálum; sjá 8. fylgiskjal á vefsíðunni www.sjavarutvegsraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/10194 en þar er útfærð markaðsleið með fyrningu og uppboðum á kvótum. Undirritaður rifjaði málið upp í Fréttablaðinu 14. júní sl. „Gullgæsin", svo að notuð sé samlíking Fréttablaðsritstjórans, á sjálf að ákvarða hvað hún er fús að greiða fyrir mikilvægustu aðföng sín, fiskinn í sjónum. En hver einstök gæs verður að taka þá ákvörðun, ekki landssamband gæsanna og heldur ekki gæsahirðarnir við stjórnvölinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Þorkell Helgason Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins 21. júní sl. dregur ritstjóri blaðsins saman stöðuna í kvótamálinu nú að þingi loknu. Hann fagnar því réttilega að „þverpólitísk samstaða [hafi orðið] um að fiskveiðiauðlindin væri sameign þjóðarinnar, að kvótinn væri aðeins afnotaréttur og að innheimta ætti auðlindagjald fyrir þau afnot. Landssamband íslenzkra útvegsmanna væri meira að segja búið að fallast á þessar grundvallarkröfur, en að ágreiningurinn væri fyrst og fremst um upphæð gjaldsins." Síðan bætir hann við þeirri skoðun sinni að „[v]eiðigjaldið [sé] að líkindum of hátt, þrátt fyrir málamiðlunina. … Það er engum í hag að kyrkja gullgæsina, sem stendur undir svo mikilli verðmætasköpun í landinu." Það á ekki að þurfa að deila um það hvert sé hið „rétta" pólitískt ákvarðaða veiðigjald. Við því mun aldrei finnast neitt algilt svar. Segjum að þjóðin ætti olíuna sem þarf á skipin og að þingmönnum væri falið að verðleggja þessa mikilvægu rekstrarvöru útgerðarinnar. Er líklegt að sátt yrði um verðið? Sem betur fer er það liðin tíð að stjórnvöld, hvað þá þingmenn, séu að véla um verð á einstökum vörum. Það er löngu búið að finna upp almenna og hagkvæma aðferð til verðlagningar sem er verðmyndun á frjálsum markaði. Hví er nær aldrei fjallað um markaðsleiðir til ákvörðunar á veiðigjaldi, hvorki af stjórnmálamönnum né af virtum ritstjórum, núverandi eða fyrrverandi? Í þess stað er karpað um of lágt eða of hátt veiðigjald. Um markaðsleiðir hefur þó margt verið skrafað og skrifað, t.d. í ítarlegri skýrslu handa svokallaðri sáttanefnd í sjávarútvegsmálum; sjá 8. fylgiskjal á vefsíðunni www.sjavarutvegsraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/10194 en þar er útfærð markaðsleið með fyrningu og uppboðum á kvótum. Undirritaður rifjaði málið upp í Fréttablaðinu 14. júní sl. „Gullgæsin", svo að notuð sé samlíking Fréttablaðsritstjórans, á sjálf að ákvarða hvað hún er fús að greiða fyrir mikilvægustu aðföng sín, fiskinn í sjónum. En hver einstök gæs verður að taka þá ákvörðun, ekki landssamband gæsanna og heldur ekki gæsahirðarnir við stjórnvölinn.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar