Körfubolti

Keflavík lagði Grindavík í Lengjubikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Valli
Þrír leikir fóru fram í Lengjubikar karla í körfubolta í kvöld. Keflavík hafði betur gegn Grindavík á heimavelli, 99-91.

Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um gang mála að svo stöddu en þetta var fyrsta tap Grindavíkur í A-riðli Lengjubikarsins.

Haukar unnu góðan sigur á Skallagrími, 83-82, en jafnræði var með liðunum allan leikinn. Haukar voru tíu stigum undir, 76-66, þegar rúmar fimm minútur voru eftir en sneru leiknum sér í vil með því að skora þrettán stig í röð.

Þá höfðu Breiðablik betur gegn Fjölni, 86-82, spennandi leik en Hraunar Karl Helgason skoraði þrjú síðustu stig leiksins af vítalínunni, þar af tvö þegar þrjár sekúndur voru eftir.

Úrslit kvöldsins:

Haukar-Skallagrímur 83-82 (29-14, 14-24, 19-25, 21-19)

Haukar: Arryon Williams 25/10 fráköst, Haukur Óskarsson 25/5 stoðsendingar, Andri Freysson 10/6 stoðsendingar, Helgi Björn Einarsson 10/13 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 5/9 fráköst, Kristinn Marinósson 4/4 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 4.

Skallagrímur: Carlos Medlock 28/4 fráköst/7 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 25/5 fráköst, Orri Jónsson 7/8 fráköst, Trausti Eiríksson 6/12 fráköst, Sigmar Egilsson 5, Davíð Ásgeirsson 4, Birgir Þór Sverrisson 4, Davíð Guðmundsson 3.

Breiðablik-Fjölnir 86-82 (22-16, 19-25, 22-16, 23-25)

Breiðablik: Þorsteinn Gunnlaugsson 22/15 fráköst, Ægir Hreinn Bjarnason 20/4 fráköst, Atli Örn Gunnarsson 18/9 fráköst, Hraunar Karl Guðmundsson 16, Sigmar Logi Björnsson 6/4 fráköst, Rúnar Pálmarsson 3, Garðar Pálmi Bjarnason 1.

Fjölnir: Sylverster Cheston Spicer 32/8 fráköst, Róbert Sigurðsson 12, Jón Sverrisson 11/7 fráköst, Christopher Matthews 10, Gunnar Ólafsson 9, Arnþór Freyr Guðmundsson 6, Tómas Heiðar Tómasson 2.

Keflavík-Grindavík 99-91




Fleiri fréttir

Sjá meira


×